Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 16
Liðins tíma
lýsi-
gull
Framhald af bls. 2
ég óska þú týnir undan þér
öllum fjórum hjólunum.
Þetta er um konuríki á tiltekn-
um bæ:
Oft ég hafði manninn með
á mínum bát.
Þetta gaf ég mínum manni
og maóurinn át.
Viðsérstök tækifæri:
Vonin er sem tárhreint traf,
tapi nú enginn glóru,
þegar hún springur utan af
ástinni sinni stóru.
Varast skaltu vilja þinn
veik eru manna hjörtu,
guðaðu sanit á gluggann minn,
en gerðu þaö ekki í björtu.
Þura gaf út bók, eða einhver
fyrir hana, meira þó fyrir sjálfan
sig en hana. Þá tóku menn eftir
því að mest allt bókarefnið var
flogið um allt áður en bókin kom
og fjöldamargt annað að auki.
Svona voru vísur hennar létt-
fleygar.
Sagt er að Skarða-Gísli hafi
brennt allan sinn kveðskap áður
en hann fór af þessum heimi,
nenia það sent frá honum var flog-
ið og engin leið var til að aftur-
kalla. En það var einkum það sem
níðfengnast var. Það lærðu menn
fyrst og mundu. Hver veit nema
að eins hafi verið um það sem
fallegt var eða fallegast kom frá
Ljósavatnssystrum?
Þetta kvað Þura í kirkjugarði:
Gangið þið hljótt um garðinn,
til grunna er hrunin borg.
Hér hvílir með kramið hjarta
kona, sem dó úr sorg.
Þetta ætla ég að sé úr bréfi:
Ég skal segja þér, ástin mín,
oft er á sjónum hvikui bára,
en ég er alltaf Þura þín
þó að ég verði 100 ára.
Og á þessa leið fórust henni orð
á efri árum:
Ég ergömul, ég er þó
eins og barn á vorin.
Nú er ég komin á nýja skó,
nú tel ég ekki sporin.
Sagt er að handrit Þuru séu öll
komin á safn. Frásöguþættir
hennar og kveðskop þyrfti að
kanna vel og gefa síðan út það
besta.
Um þetta leyti varð til orðið
sveitarglaður í Húsavík og upp-
haflega tengt Mývetningum, en
færðist seinna yfir á annarra
sveita menn. Einhver Mývetning-
ur hafði heyrzt segja svo hátt og
hressilega á Söludeildarhlaði í
kaupstaðarferð að heyrðist út í
Formannshús: Við erum Mývetn-
ingar, 30 saman með hálfu fleiri
sleðahesta í einni lest og ætlum
fram i Geitafell í kvöld!
Náttúrlega var þetta um vetur.
Og svo á svipaðan hátt og Sveitar-
glaður með stóra stafnum varð
sveitarglaður með litlum, færðist
þessi manndómsbragur þeirra
Mývetninga í augum Húsvikinga
yfir á okkur aðra sveitamenn í
Þingeyskum sveitum, blásaklausa
af öllu stórlæti. Síðan höfum við
allir mátt sitja í sama montkrók
fósturfoldarinnar. Þannig nýtur
einn annars eða geldur. Já, svona
var þetta á aldarmorgni og um
hádegisbilið. Fátíðara er nú að vel
gerðar vísur fari með bæjum.
Þóheld ég að andinn undir niðri
sé næsta lítið breyttur, en önnur
viðfangsefni eru orðin fyrir-
ferðarmeiri en var.
Ef telja ætti nú hagyrðinga
byggðarlagsins, aðra en þá sem
grafa sitt pund eða eru farnir úr
héraði, verða þeir líklega ámóta
margir og finngur annarrar hand-
ar.
En hvað þá um „mærðartimbr-
ið máli lnufgað" á aðalstöðvum
menningarinnar? Þar er af nöfn-
um nóg, sem hér verða ekki vegin
eða mæld. Enda var það aldrei
ætlunin að bera saman nöfn hér
eða þar.
í Kolbeinslagi segir Stephan G.
margt viturlegt, ljóðabálknum um
þjóðsöguna af Kolbeini Grímssyni
undir Jökli. Hann reri á eins-
mannsfari út til Draugaskers við
Þverfellshyrnu um nótt til að
þreyta orðfimi við óvininn sjálf-
an, kveðast á við hann eins og það
var kallaö áöur fyrri. Þar kvað
íslendingurinn andskota þann í
kútinn.
Að sögn þjóðsögunnar og St. G.
St. var meinin höfðingja myrkurs-
ins sú að fyrirkoma móðurmáli
landsmanna. og gerast síðan ein-
valdur í móðurmálslausu landi.
Stephan segir: „Ið greiðasta
skeið til að skrílmenna þjóð, er
skemmdir á tungunni að vinna.“
Þetta vissu Fjölnismenn líka og
er talið að þeir hafi manna mest
bjargað okkar þjóð frá að fara að
„tyggja upp á dönsku“.
Enginn skyldi lítið úr þeim
gera. Undarlega sást þó sjálfum
Jónasi Hallgrímssyni yfir þann
stóra hlut, sem hagyrðingarnir
áttu í þeirri björgun, þegar hann
réðist á Sigurð Breiðfjörð fyrir
leirburð og málskemmdir, og er
ólíku saman að jafna, skilningi
hans í þvi efni og Stephans G.
Stephanssonar.
Hagyróíngur og hagmælska eru
falleg nafnorð. Og sá sem borið
hefur hagyrðingsnafn með réttu
og þeir allir saman hafa verið
skaparar fagurra orða og verka,
minni og stærri, og landvarnar-
menn um leið i ríki tungunnar.
Þegar Kolbeinn islenzkunnar
kom úr för sinni á sjóinn út að
Draugaskeri, sá enginn aflavott i
fari hans, ekki einn einasta fisk.
Konunni hans þótti „daufleg
heimkoma hans í hungraðan bæ
og hafa ekki dregið í soðið“.
Já, vitaskuld hefur hún viljað
að maður sinn fengi listamanna-
laun. Þau hefði hann lika átt að fá
ósvikin.
En það er nú einhvernveginn
þannig að launin skapa enga list
eða önnur þjóðþrifaverk, sem
mestu skipta.
í landi Einars Benediktssonar
vita víst beztu menn núorðið að í
því eru ekki framar „til orö um
allt sem er hugsaó á jörðu“. Það
er orðið svo mikið sem hugsað er í
landinu. Til dæmis úir og grúir í
mestu manna bókum af orðum
sem bera þess vitni. Sá talandi er
svo mikilla sanda, sæva og ættar
að hann hlýtur að hafa sín áhrif
og segja á sína vísu: Takiðykkur í
mun norðalag sem þar er talar út
úr Kristnihaldi og krónikum svo
Hvorki þér né Ajax
þurfið sjálfvirka þvottavél
til að fá gegnhreinan, hvrtan þvott
því Ajax er sjálft sjálfvirkt
Ajax er blandað efnakJjúfum og því óháð orku þvottavéla
0L
Meö Ajax - efnakljúfum
veröur Þvotturinn
gegnhreinn og
blæfaliegur.
Ajax er gætt sjálfvirkri
Þvottaorku og hreinsimætti,
sem óhreinindin fá ekki staðizt.
Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir
hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er
lika tilvalið í finni Þvotta, t.d. orlon og
nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax
er rétta efnið, ef leggja
Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið
Þá Ajax og horfiö á
óhreinindin hverfa.
Mi'i
og ræðum og ritum lærðustu
manna og gerið graut úr smá
þjóðarmáli og stórþjóðatungum.
Auðvitað er gott að kunna
tungumál og geta notað. En að
grauta mörgum saman, hvað er
það?
Framar þarf enginn að óttast
danskan gjraut eins og á dögum
Jónasar. En er hin súpan betri?
Hagmælska hagyrðinga hefur
verið íslenzkukennari frá tímum
Sdlarljóða og Hávamála og lengur
þó, frá Liljutíð og Kolbeinsöld og
Sigurðardögum Breiðfjörðs, Bólu-
Hjálmars og fram á þennan dag.
Hagmælskan hefur því verið
meira en dægradvölin ein „í lágu
hreysi“ og lffsnautn sú sem þvi
fylgir ætíð að maður blandi geðí
við mann og þeir „kveði saman".
„Þetta skeður ekki oft,
að við kveðum saman“. —
Alltof sjáldan núorðið.
Af hagyrðingum lærðu allir
meira og minna að nota tungu
sína á haglegan hátt og af ömmum
sinum og öfum í skólalausu landi.
Og þó allra mest af mæðrunum
kynslóð eftir kynslóð og öíd eftir
öld. Enda hefur íslenzkan fengið
það aðalsmerki á enni að fá að
heita móðurmál. Það eina orð seg-
ir mikið í látleysi sínu. Nafnoröið
föðurland einnig, og svo mætti
lengi telja.
Þegar að er gáð, ljómar á svona
einfaldan og elskulegan hátt upp
af mörgu orðinu einu sér eða fleir
um saman úti um skóga fortíðar-
innar, svo enn sé stuðzt við orða-
lag Indriða Þorkelssonar um
kveðskap Látra-Bjargar: er hann
segir:
Hennar baga snilli-snör
snúin þrátt f gaman
ennþá hittist ein f för
eða fleiri saman.