Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 2
Við hittumst aftur eftir 46 ár I Norræna húsinu, þegar norski, danski og sænski sendikennararn- ir höfðu lokió kynningu sinni á nýjum norskum og dönskum bók- um. Hann gekk til min og heilsaði mér að fyrra bragði, og varð með okkur fagnaðarfundur. Við þekkt- umst þegar. Sömu drættirnnir voru í andliti hans og forðum, sama angurværa brosið, þung- lyndislegt, lokað, sömu taktar og handahreyfingar orðum sínum til áherzlu. Áður höfðum við verið saman á garðyrkjunámskeiði að Hjetnes í Harðangri gegnt Hakestad, þar sem hann átti heima, sumarið 1929. Við vorum samtals tveir til þrír tugir, piltar og stúlkur, fleiri piltar, glaðvært fólk flest nema hann. Hann leit út fyrir að vera þunglyndur, brosti þó stundum, oft eilitið dapurlega, var löngum f áskiptinn og einrænn. Mikið var sungið: Steinka Rasin, rússneskt þjóðlag, Nár fjordene bláner, eftir Alfred Paulsen, Til sólar ég lít, eftir Ole Bull, Nú svífur hinn ljúfasti sunnanblær um sædjúpið Harðangurs víða, eftir Andreas Munch. Hann söng ekki, en hlýddi stundum á og brosti. Brosið var fallegt, en Iýsti stundum lífstrega. Komu þá kirkingslegir drættir við munn- inn. Einu sinni fórum við á sam- komu, sem haldin var að lýð- háskólanum i Loftshúsum velflest nema Olav. Hann var þá farinn að læra frönsku. Tindarnir gnæfðu yfir skólan- um, háir eins og Öræfajökull, mjallhvitir. Vakað var um nótt- ina, dansað, sumir voru drukknir. Skólastjórinn hélt ræðu um Arna Björnsons og útþrána, hina eilífu útþrá, vaxtarþrána, drauma æsk- unnar, bæði þá sem rætast og eins hina, sem aldrei rætast. Við fórum heim undir morgun, unnum daginn eftir, svefn- drukkið fólk, en glatt. Þó var það ekki eiginlega glatt, öðruvísi en Austlendingarnir mínir, sem kunnu allra manna bezt að gleðj- Frá heimkynnum skáldsins í Noregi: Séð inn eftir Harðangursfirði á lognblfðum sumardegi. Til hægri er mynd af skáldinu Olav H. Hauge. stað í dýrlegasta firði Noregs, einkum þegar aldintrén eru í blóma. Skammt þaðan er Braka- nes (það þýðir Einisnes, í Harð- angri verður einir afarhátt tré), en þangað sendi Hjeltnes skóla- stjóri okkur stundum yfir fjörð- inn eða víkina til læknisins, sem þar bjó, ásamt konu sinni við ald- ur. Það var dýrlegt. Við fórum jafnan tveir og tveir. Ævinlega fengum við öl, kökur og ávexti. Munur eða rabarbaragrauturinn á garðyrkjuskólanum. Hverjir skyldu verða sendir yf ir að Braka- nesi næst? hugsuðum við. Svo skrif uðumst við á um skeið. Bréfaskiptum lauk eftir fáein ár. Og þarna hefur Olaf H. Hauge alið aldur sinn að mestu leyti síðan, nema hvað, hann stundaði nám á garðyrkjuskólum, meðal annars við landbúnaðarháskólann í Ási. Ófá síðari ár hefur hann átt að lifsförunaut yndislega konu, Bodil Cappelen. Mér er óskiljan- legt, að hún skuli ekki fyrir langa- löngu vera búin að eyða öllu Þóroddur Guðmundsson NORSKA SKÁLDIÐ OLAV H. HAUGE ast og taka gamansemi. Ég kom til Harðangurs frá Austfold, þar sem ég kunni vel við mig, en mér gazt ekki að kaldranahætti Vestlend- inga. Austlendingur og Fjarðabúi háðu oft harða kappræðu um landsmál og ríkismál, svo að sindraði af. Stundum töluðum við Olav saman, þegar vinnu var lokið. Oftast ræddum við um skáldskap. Hann var þá þegar farinn að yrkja, ég líka, eða þýða, helzt kvæði eftir Vinje. Það var eink- um hann, sem dró okkur saman, eða þá Per Sivle. Sama þung- lyndið hjá báðum, þótt ólíkir væru að öðru Ieyti. Og svo örlög Sívle, sem gerði endi á lífi sínu. Ekki kom okkur alltaf saman um alit, en helzt átti hann þó samleið með mér og ég með honum. Hann var sem sagt frá Hakestad við Ulvik, einhverjum dásamasta þunglyndi hans og allri innilok- unarkennd. En þetta eru víst skáldleg einkenni. Kannski vill hún hafa hann einmitt ofurlítið þunglyndan og innilokaðan. Hauge sameinar því aldinrækt og skáldskap í einu bezta aldin- ræktarhéraði Noregs — er sem sagt Iærður garðyrkjufræðingur. Fyrir yrkjur ljóða er hann þó frægari. Hann hefur gefið út fimm ljóðabækur, og þær hafa komið út nákvæmlega fimmta hvert ár síðan fyrsta bókin, Glör i oska (Glæður í ösku) britist (1946). Síðar komu Under bergfallet (Undir hömrunum, 1951), Pá Ornetuva (A Arnarþúfu, 1961) og Dropar i austanvind, (1966) og Spör vinden (Spyrðu vindinn, 1971). Auk þess hefur verið gefið út úrval úr ljóðum hans, frumsömdum og þýddum, 1972. Utanlandske dikt (Erlend ljóð) komu 1967. Hann er meðal þeirra sem eiga flest kvæði i Sýnisbók norskra Ijóða — Eftirstríðsárin (útgefin 1966), sem Gorg Johannesen valdi. Fyrir ljóðasafn sitt Pá Örnetuva, sem út kom 1961, fékk Hauge verðlaun gagn- rýnenda. Sjá má stöðuga framför í bók- um hans öll þessi ár. Form hans verður æ frjálsara, sem engan veginn þarf að bera vott um aukinn þroska. Miklu fremur lýs- ir hún sér í aukinni gleði af lífinu, gamansemi, fyndni: t dag f annst mér, að ég hefði gert gott kvæði. Fuglarnir kvökuðu f garðinum, þegar ég kom úl, og sólin skein blftt yfir Bjargahnjúkum. Anorsku: I dag kjende eg at eg hadde laga eit godt dikt Fuglene kvitra i hagen dá eg kom ut, og soli stod blid yver Berghaugene. Það er greinilegt, að Olav reyn- ist skáldköllunin léttbærari í sið- ustu bók sinni en áður. Hann stendur ekki mitt í storminum lengur, hann hefur öðlast nokkuð af friði hins aldna manns. Látum þá ungu berjast, ef þeim þóknast, því að: ... Það er lfft, einnig hversdagslega, á gráum, f riðsömum dógum, við að setja niður kartöflur, raka lauf i og bera lim, það er svo margt að bugsa um hér f heimi, ein mannsævi hrekkur ekki til. Að loknu striti getur þú steikt flesk og lesið kfnversk kvæði. Gamli Laertes skar rósir og stakk upp kringum ffkjutré, og lét hetjurnar berjast við Tróju. Anorsku: ... Det gjeng an á leva i kvardagen og, den grá stille dagen, setja poteter, raka lauv og bera ris, det er sá mangt á tenkja pa her i verdi, eit manneliv strekk ikkje til. Etter strævet kan du steikja flesk og lesa kinesiske vers. Gamle Laertes skar klunger og grov um fiketrei, og let heltene slást ved Troja. Hér er hann ekki torskilinn, sem oft ber við, bæði af því að hann yrkir á mállýzku, sem fáir skilja utan heimabyggðar hans, og svo vegna þess að hann temur sér einkennilegan stíl, notar jafn- vel fornyrði og er stuttorður. Það er engin tilviljun, að einkunnar- orð Á Arnarþúfu eru úr Skírnis- málum. Úr því safni er þó jafn- auðskilið kvæði og Ég opna glugg- ann: Ég opna gluggann, áður en ég leggst fyrir, ég vil sjá lif andi myrkrið, er ég vakna og skóginn og himinn. Eg þekki gröf, sem er gluggalaus gegnt stjörnunum. Nú er Órfon kominn á vesturloftið, sækir fast fram — hann er ekki kominn lengra en ég Kirsiberjatréð fyrir utan er nakið og svart. Á svimandi blá himinklukku skrifar morguntunglið með harðri nögl. Kvæðið er svo líkt á norskunni, að ekki tekur þvf að birta það á því máli til samanburðar. Mest yrkir hann um starf sitt, garðyrkjuna, sjálfan sig, hið dag- lega líf. 1 Ulvík í Harðangri situr hann á sinni Arnarþúfu. Þar hefur hann tekið út sinn þroska, orðið það sem hann er, skipt tímanum milli líkamlegrar vinnu, skriftar og lesturs, augliti til aug- litis við náttúruna, sem virðist vera eins samræmd sjálfum honum og hún er skáldskap hans. Jafnframt yrkir hann um heila- brot sin og hefur orðið hugsað mjög um dauðann: SVARTIR KROSSAR Svartir krossar kaldur snjór hnfga sem dögg af drúf u. Hér koma þeir dauðu yfir klungurmó með krossa á herðum og leggja þá frá sér þeim veitist ró undir sfns þela þúfu. A norsku: Svarte krossar i kvite snjo luter f regnet gruve. Hit kom dei döde yver klungermo med krossar pá herd og sette dei fra seg og gjekk til ro under si klaka tuve. Framhald á bls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.