Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 15
der hegg og apal stend i syreblad og blömer slik ei dulgrön várnott nær ved f jorden? Vera saman, planta bær og sá ein innvigd áker rad for rad með urter bak ein steingaru som dei la kring helga lundar, dei som fyre fer? Dei er í riket sitt og sár ei jord. Og várnotti er ljos av draum og gror Dei legg kje merke til at ein kjem stilt i snjoskardet og stig pá vatnet no. Men dá dei natta, ság dei mánen vod i gullserk ute der, sá unders milt. Hér hefur ekki verið rætt um einn þáttinn í bókmennta- starfi Hauges, en ekki þann ómerkasta. Þýöingar hans I bók sem gefin var út á sextugsafmæli Hauges af Norska stúdentafé- laginu, með ótal tilvitnunum i sjálfs hans ljóð, eru þýðingar hans á kvæðum eftir W. B. Yeats, William Blake og Bertolt Brecht. En þær gefa aðeins litla hugmynd um lesningu hans. Olav H. Hauge var boðinn hingað af Norræna húsinu til að lesa upp. I fylgd með honum var kona hans, Bodil Cappelen. Þau heimsóttu okkur hjónin tvisvar suður í Hafnarfjörð, eftir að upp- lestrinum var lokið. Ég undraðist hve víðlesinn hann var í þýzkum, enskum, amerískum og frönskum bókmenntum, auk Norðurlanda bókmennta: norskra, danskra, sænskra, finnskra og færeyskra. Og dagana sem þau hjónin voru hér, sá hann sig aldrei úr færi að kynnast þeim fslensku eftir föngum, fékk sér m.a. bók- menntasögu Stefáns Einarssonar, amerísku útgáfuna. Það var ekkert tilgangslaust tómstundagutl, þegar hann hóf að læra frönsku á Hjeltnes I Ulvik, þegar fundum okkar bar fyrst saman, hefur líklega verið byrjað- ur nokkru áður. Baudelaire, Mallarme, Verlaine, Rimbaud urðu þá þegar sálufélagar hans. Hölderlin og Rilke hafa ef til vill orðið það nokkurn veginn sam- tímis, Brecht eflaust miklu seinna. William Blake, William Butler Yaats, Walt Whitman, Eliot og Esra Pound urðu og engu síður miklir málvinir hans. „Blake er orðinn skáld hinna ungu, hefur reyndar alltaf verið það. Ég sé annars, að þú hefur þýtt tvo ljóðaflokka eftir hann. Varðst þú ekki fyrstur til að þýða hann á íslensku?" bætir Olav við, heldur sfðan dálítinn fyrirlestur um hljöðfallið hjá Yeats. Dulúð hins írska meistara hefur ekki heldur farið fram hjá Norðmann- inum. „Hann sýnir hvort. tveggja í Siglingunni til Konstantínópel, Kannastu við það kvæði?" segir hann og lítur á mig, brosir sinu angurværa brosi. „Ætli það ekki," segi ég og tek fram nýlega þýðingu af kvæðinu. Skrafdrjúgt veröur, þótt eigi sé tóm til að rekja samræður hér, en Bodil á drjúgan þátt i að halda þeim uppi. Olav er ekki sýnt um það. Hún hefur ákaflega gaman að skoða málverkabækur, einkum Sigurð Guðmundsson, íslenska myndlist eftir Björn Th., ög svo vefnaðarbók Halldóru Bjarna- dóttur. Hún hefur lagt stund á listvefnað og Synt litskuggamynd- GALLVASKI! i útlendingahersveitinni ... BUA/&>. £ E/A/S 06 /SÉI MAGNUS SETTIsr.JUM.. ER SPJALÞW HAIVS. HAM ER/Vi/STADDUR, MEP HER- PE/LD 1 MASS/L/U.SEM ER 'A LEH> T/L AFRÍKUT/LM) HJ'ALPA SESARI ir af honum i Reykjavík, meðan henni dvaldist þar I fylgd með manni sínum. Þau slógu tvær flugur i einu höggi með komunni hingað, og þó reyndar fleiri. Maj- Britt forstjóri Norræna hússins fór til dæmis með þeim austur í Skálholt og voru þau mjög hrifin af þeirri ferð. Ég hygg, að ómetanlegt hafi verið fyrir Olav að njóta sam- fylgdar hennar i þessari tslands- ferð — og líka á langferð lifsins. Við höfum orðið þess vör, að hún hefur hjálpað honum i smáu og stóru: að halda uppi samræðum, sjá um að hann færi í hlý föt á ferðalögum, að tíminn hlypi ekki frá þeim, þegar þau yrðu að ná í strætisvagn, svo að þau gætu kom- izt til griðastaðar á réttum tíma. Við buðumst til að fylgja þeim á áfangastað, þar sem strætisvagn- inn stanzar. „Þetta er nú heldur fátæklegt hús " segi ég, þegar við komum út fyrir dyrnar, „borið saman við þá sem auðugir eru. „Ekkibúum við ríkmannlegar." segir þá Bodil og brosir, tekur í handlegg minn utan við hliðið, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Svo leggjum við af stað frá hús- inu. „Hvernig er að vera gift skáldi?" spyr ég, þegar við göng- um öll saman ofan að Alfafelli. Það er eitthvað svo undur auðvelt að tala við þessa konu. „Það fer nú eftir þvi, hvernig skáldið er," segir hún og hlær. „Þetta er nú annað skáldið, sem ég hef verið gift. Og reynsla mín er góð af honum. Fyrri maðurinn minn tók Bakkus fram yfir mig. Það endaði með þvi, að við skild- um samvistir. Og við hefðum átt að skilja miklu fyrr." Lækjargatan er á enda, við beygjum inn á Strandgötuna hjá kirkjunni, göngum siðan suður á móts við Alfafell og bíðum þar ofurlitla stund. Svo kemur vagn- inn sunnan úr Hvaleyrarholti, hægir á sér og nemur staðar. Hjónin frá Harðangri fara inn í hann. Klukkan er orðin hálfellefu. Norðmennirnir ætla að fljúga til Öslóar snemma næsta morgun og aka þaðan með Björgvinjarbraut- inni, til Voss, og þaðan með bfl til Ulvíkur. Ferðin tekur aðeins röskan dag. Strætisvagninn þokast af stað. Við veifum í kveðjuskyni til þeirra og þau til okkar, uns hrað- skreytt farartækið hverfur út f nóttina. Þóroddur Guðmundsson. ®,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.