Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1976, Blaðsíða 3
Matthías Johannessen SKÁLD UNDIR SKINNFELDI Þegar Olav H. Hauge las ljóð sín í Norræna húsinu, ekki alls fyrir löngu, mátti hver maður heyra, að þetta norska ljóðskáld hefur orðið fyrir áhrifum af forn- um íslenzkum skáldskap, ekki sizt ljóðum, og visum Egils Skalla- grímssonar. Enginn orti betur um sjó og skip en Egill og aðferð hans i vísunni Þélhöggr stórt fyr stáli... hefur ekki farið framhjá Olav H. Hauge. Tungutak hans er í ætt við stein og jörð; minnir einnig stundum á skógarhögg, hrynjandi afls eða axar, sagar eða sleggju og annarra amboða sem hann hefur ort um; á sér rætur í veruleika vinnandi handar. Skáldið er frá Ulvik í Harðangri og býr þar ásamt konu sinni. Milli Oslóar og Ulvik er margra klukkutíma ferð. Þar er afskekkt hérað og mætti ætla að ljóðskáld, sem þar hefði alið aldur sinn, væri aó einhverju leyti einangrað frá umheiminum. En svo er ekki. Fá skáld á Norðurlöndum hafa þýtt meir og betur heimsljóðlist á i eigin tungu en Olav H. Hauge. Hann yrkir að sjálfsögðu á ný- norsku og er þessi harðangurs- mállýska hans með köflum svo lik íslenzku að öllum verður ljóst að stofninn er einn, þó að greinarnar séu tvær. Eitt þeirra ljóða, sem Olav H. Hauge las upp í Norræna húsinu er um Leif Eiríksson og birtist í ljóðabókinni Dropar i austavind (1966), annað, Egill, fjallar um Egil Skallagrímsson. Ég hef þýtt þessi ljóð, auk nokk- urra annarra smákvæða, þ. á m. Svarta krossa, sem mun vera þekktasta ljóð skáldsins: knappt og eins og höggið í stein, eins konar sálmur um líf mannsins — dæmið sem aldrei gengur upp og nærist á andstæðum sinum: svart/hvítt; snjór/regn; lifandi/dauðir; klaki/svörður; I þessu ljóði er stutt ferð, en þó sú eina sem farin er Áfangastaður- inn: klakaþúfa (klakatuve, eins og segir i ljóðinu) — nokkur fet af frosnum sverði. Olav H. Hauge er náttúruskáld. Hann tók á sig krók i upplestrin- um í Norræna húsinu til að lýsa yfir því, að það væri að vísu ekki neitt sérstaklega vinsælt að yrkja ekki pólitísk ljóð nú á dögum, en á því taldi hann enga þörf og sagði, að fólk væri ekki svo vit- laust, að það sæi ekki það sem aflaga fer i samtímanum, þótt skáld séu ekki sifelldlega að klifa á því í verkum sfnum. Þessi at- hugasemd er merkileg með tilliti til þess, hve -oft er krafizt i dægurbaráttunni að list sé gegn- sýrð þjóðmálaþrasi. En ljóð Olav H. Hauge fjalla samt um þá dýr- keyptu reynslu — að vera maður, og þá oft með skirskotunum til náttúrunnar eins og góðra skálda er siður. I Noregi er Olav H. Hauge tal- inn f hópi helztu ljóðskálda og áreiðanlega að makleikum. I Norges Litteratur Historie er langur kafli um hann; þar er hann m.a. kallaður „evrópu- maðurinn frá Ulvik" þó að hann hafi verið á móti aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu og fullyrt að hann sé „mesta ljóðskáld Nor- egs eftir styrjöldina". Stórt orð Hákot — og engin ástæða til að hengja sig í slíkar yfirlýsingar breyzkra bókmenntafræðinga. En hitt segir meiri sögu að ástæða er til að bíða nýrra ljóða hans með eftirvæntingu, enda þótt hann sé að nálgast sjötugsaldurinn. Ungt fólk er ekki sízt unnendur ljóða hans. Sjálfur hvatti hann mig til að lesa Olav Nygard, „hann er mikið skáld". Það hlýtur að vera íslendingum fagnaðarefni, að þetta merka norska skáld skuli standa svo djúpum rótum I Islenzkri menn- ingarhefð, sem raun ber vitni. „Ég las Heimskringlu Snorra þegar ég var tólf ára gamall, að sjálfsögðu á ný-norsku," sagði hann við mig í vetur. „Síðan las ég Islendinga sögurnar og hafði mesta ánægju af Eglu, Grettis sögu sem ég las ungur og þótti mjög spennandi, og að sjálfsögðu Njáls sögu sem ég hefi lesið oft, jafnvel upphátt, enda er hún kannski bezta sagan. Gísla saga er einnig góð" Olav H. Hauge sagðist hafa reynt að lesa Eddu-kvæðin á íslenzku, meðan hann dvaldist hér, og að sjálfsögðu skildi hann margt, svo likar sem tungurnar eru. „Eg veit hvernig gamla málið var", segir hann, „og mörg gömul orð nota ég í mínum skáldskap. Málfræðin var flókin áður fyrr, en íslenzkan nú er mér erfiðari heldur en fornmálið vegna þess, hve mörg nýyrði eru komin inn I málið, t.a.m. símaskrá sem forn- menn þurftu ekki á að halda af skiljanlegum ástæðum. Þeir notuðu einfaldara mál en við. En með orðabók get ég lesið léttan skáldskap á íslenzku". Skáldið sagði að það hefði haft mikil áhrif á hann í æsku að vita „að báðar þjóðirnar, sú Islenzka og norska, eru sama fólkið, ein Ljöð eftir Olav H. Hauge Matthías Johannessen snaraöi ð íslenzku Svartir krossar * Svartir krossar í hvítum snjó híma regnvotir á verði. Komu þeir dauðu yfir klungraðan mó með krossa á herðum og lögðu þá f rá sér og leituðu I klakann að ró hver undir sínum sverði. Leifur Eiríksson Svart skip á gráu hafi Dagar og nætur undir seglum. Óviss er ægis máttur. Kannski tekur hafið aldrei enda. Samt heldurðu í vestur, sérð haf liggja við land. Þegar ég vakna Svartur hrafn heggur í hjarta mitt, þegar ég vakna, Vakna ég aldrei aftur til ægis og stjarna, skóga og nætur og morguns með fuglum? Þú varst vindurinn Ég er bátur án vinds. Þú varst vindurinn. Var það leiðin sem ég átti að fara? Hver spyr um leiðina sem hef ur slikan byr! Ljárinn Egill Ég er svo gamall að ég gef mig að Ijá. Hljótt syngur hann í grasi og hugsunin fer á stjá. Og .það er ekki sem verst, segir grasið, að falla fyrir Ijá. Hefðirðu ekki brynju batztu á þig steinhellu, hefðirðu ekki sverð þreifstu lurk. Ég held þú hafir haft augun hjá þér hvar sem þú fórst, en þegar þú ortir dróstu skinnfeld yfir höfuð þér V Ljóð þetta hefur verið nákvæmar þýtt, sjá Lesbók, 19. tbl. 1968. ætt. Og það sem maður Iærir I æsku situr djúpt i manni". Hann talaði um gamla Island og sagði, að „kannski ætti maður ekki að kynnast nýja Islandi. Það er gamla landið, sem stendur manni fyrir sjónum. En það er gaman að verða vitni að því, að þið getið lifað i nútímanum, fylgzt með, verið evrópskir eins og við og aðnr Evrópubúar — þó haldið áfram að vera Islendingar." Hann sagði að margir Norð- menn hugsuðu um, „að gaman hefði verið, ef við hefðum haldið áfram að tala fornmálið. En það var ekki sízt vegna þess að lút- hersku prestarnir I Noregi, pré- dikuðu á dönsku, að við glötuðum tungunni. En mállýskurnar eru enn sterkar" Hann kvaðst hafa lært knappan stil sinn af Eddu-kvæðum. I ljóða- bókinni Pá Ornetuva, 1961, eru einkunnarorðin úr Skírnismál- um: Ara þúfu á skaltu ár sitja, horfá heimi úr, snugga heljar til. Mörg ný-norsk skáld hefðu orðið fýrir áhrifum af gamla mál- inu, t.d. Aasen og Sivle sem hann nefndi sérstaklega. „Gamla ljóð- listin hefur haft mikil áhrif á ný-norsk ljóð. Og einnig á dönsk ljóðskáld, t.a.m. Torkild Björn- vig". X X Og ennfremur: „Fornar íslenzkar bókmenntir lif a ekki að- eins með Norðurlandaþjóðum, heldur eru þær kunnar víða um lönd. En ég tel samt að Norðmenn hafi minni áhuga á þessum gömlu bókmenntum en vert væri. Eg held þó að ung skáld I Noregi séu að fá æ meiri áhuga á Islandi og Færeyjum". Oláv H. Hauge minntist á Arne Skeie frá Ulvik, sem Islendingar Framhald á bls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.