Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Qupperneq 4
RUDOLF
VALEN
TINO
Elskhuginn mikli
frö tímum þöglu
myndanna var
sjölfur heldur
öheppinn i östa-
mölum - og lézt
fyrir aldur fram
HHp
■I
í'ál'
Á teikningunni a8 ofan: Rudoff
Valentino me8 Vilmu Banky I
„Sonur sjeiksins" og til hœgri
á teikningunni: I kvikmyndinni
Hinn ungi Rajah". Hér a8 of-
an: Rudolf Valentino og Nita
Naldi I kvikmyndinni „BlóB og
sandur".
Fcrill Rudolphs Valcntino sem
kvikmyndastjörnu stóó aðeins f
sjö ár, en þó hefur það aðdráttar-
afl, sem hann bjó yfir ttattnvarl
konum um heim allan, lifað hann
eftir dauðann, sem sótti hann fyr-
ir aldur fram 1926, 31 árs j»amlan.
Það er hluti af ráðgátunni
Valentino, að dýrkun hans festi
rætur á þeim tíma, sem þvf fór
fjarri, að konur hneigðust til þess
að lúta valdi nokkurs manns.
Fyrstu árin eftir fyrra stríð og
nær allur þriðji áratugurinn var
tfmabil, sem konur sýndu það
greinilega, að þær kröfðust réttar
sfns til þess ð njóta lffsins að
eigin vild. Það var ekki beint al-
menn kvenréttindabarátta, held-
ur vildu þær meira gaman, lifa
frjálsara og f jörlegra Iffi. Að vera
numinn á brott á slfkum tfma,
liggjandi upp f loft þversum á
hnakki arabfsks fursta eða dansa
eggjandi tango við argentfnskan
fjárhirði nauðug viljug eða f
stuttu máli að vera til einungis til
að vera tekin af manni, sem væri
fullkomlega öruggur um rétt sinn
og vald yfir konunni — það var
eitthvað öfugsnúið við að halda
þannig hátfðlegt frelsi og sjálf-
stæði konunnar.
Það eru torskildir hlutir eins og
þessi, sem valda þvf, að menn
velta stöðugt vöngum yfir fyrir-
bærinu Valentino og þá um leið
er mönnum forvitni á að vita,
hvernig hans eigin kynlffi hafi
verið háttað. Hann var hinn
„Mikli elskugi“, látum svo vera,
en hafði hann getuna til þess
Ifka? Þar sem hvorugt hjóna-
banda hans var fullkomnað, leik-
ur grunur á, að svo hafi ekki
verið. Og þar sem hann hafði alla
ævi tilhneigingu til að laða til sfn
konur, sem voru viljastcrkari en
hann og sem höfðu óbeit á kyn-
Iffi, þó að þær ynnu f kvikmynda-
verunum með fólki, sem hafði orð
á sér fyrir hálfgert kynæði, hefur
verið látið að því liggja, að hann
hafi verið kynviiltur.
Það fcr þó ekki á milli mála, að
fyrstu kynni hins unga Rudolphs
af kvenfólki voru síður en svo
uppörvandi. Þau hafði hann á
dansgólfum New York borgar, en
þangað kom hann sem innflytj-
andi, ftalskur 18 ára piltur, f árs-
lok 1913. Hann hafði tekið að sér
ýmis störf og þar á meðal að vera
„taxi-dancer“, ráðinn dansherra,
sem varð að dansa við viðskipta-
vinina f kvenkyni, hina „nýju
amerfsku konu“, fyrir borgun og
drykkjupcninga, og þá voru tango
og maxixe f tfzku.
Hann fékk snemma þjálfun f að
umgangast konur herralega á al-
mannafæri, en það mun hafa veitt
honum sáralitla ánægju. Tengslin
milli peninga og kyns hafa verið
óþægileg f huga ungs manns, sem
var stoltur af þjóðerni sfnu og var
sér þess meðvitandi, að þau voru
niðurlægjandi fyrir þann, sem
átti að lcika Casanova, og þetta
mun hafa jafnan setfð f
Valentino. Itölsk persóna á kvik-
myndat jaldinu var sama og
miskunnarlaus þorpari, sem
tældi konur og skildi þær eftir f
óbætanlegri niðurlægingu. Hann
reyndi að forðast slfk hlutverk.
þegar honum buðust smáhlutverk
við komu sfna til Hollywood 1917,
en þá vann hann fyrir sér sem
danssýningamaður á næturklúbb-
um.
Hann hafði getið sér nokkurt
orð sem slfkur í New York, en þar
hafði hann flækzt inn f leiðinda-
mál. Hann var handtekinn og sat i
gæzluvarðhaldi, meðan aflað var
upplýsinga um „laglegan ná-
unga“, sem byggi f fbúð með
mönnum, sem væru ákærðir fyrir
fjárkúgun. Valentino þótti
skrautlega búinn, þegar hann var
handtekinn, hann var með
armbandsúr og fburðarmikið
belti, en á þeim tfma þótti maður
með armbandsúr jafnvel enn
teprulegri en sá, sem væri f Iffs-
stykki. En Valentino var aldrei
kærður fyrir neitt, þó að honum
fyndist hyggilegt að hverfa úr
borginni fremur en að eiga á
hættu að vera gerður útlægur. Og
það var þess vegna, sem hann fór
til Hollywood.
Það er skýring að hluta á leynd-
ardómnum um frama og vinsæld-
ir Valentinos á tjaldinu, að hon-
um tókst að breyta þeirri mynd,
sem þá var viðtekin af „róm-
verska elskhuganum" („Latin
Lover“). Hann lék hann á fágaðri
hátt, og hinn granni vöxtur og
lipru hreyfingar atvinnudansar-
ans höfðu seiðandi áhrif. Hann
var alls ekki neinn ólifnaðarsegg-
ur eða slæpingi. Yfirbragð hans
og útlit allt var aðlaðandi og vakti
þegar f stað eftirtekt. Það var eins
og það væri honum uppbót fyrir
að þurfa að leika endalaust hálf-
vitlausa hjartaknúsara og
skemmtistaða snfkjudýr. Þegar
Valentino leiðir stúlku inn f
einkaherbergi sitt f kvikmynd, er
eins og hann ætli þar að dansa við
hana en ekki tæla. Þetta var nýj-
ung á tjaldinu á þeim tfma. 1
kvikmynd, sem hét „Eyes of
Youth“, 1919, lék hann hlutverk,
sem hann hafði ógeð á, atvinnu-
flagara, sem er að fleka konu á
gistihúsi uppi f sveit. En þegar
kemur að hinu viðsjála atriði, eru
hreyfingar Valentinos svo þokka-
fullar og innilegar, að þær voru
allsendis ólfkar framkomu allra
annarra amerfskra leikara á þeim
tima. Það er virðing og háttvísi f
ótuktarskapnum. Kyntöfrar hans
slá Ijóma á þann verknað, sem
hann er leigður til.
Valentino kom aðeins fram f
hluta kvikmyndarinnar, en það
var nóg til að afla honum þess
hlutverks, sem gerði hann frægan
samstundis — hlutverk glaum-
gosans Julios í myndinni „The
four horsemen of the
Apocalypse**. Koma Valentinos
inn f myndina er fágætlega
áhrifamikil. Nokkra stund er
sviðið autt, en svo birtist hann
allt f einu f gervi argentfnsks
kúreka, hann er með smávindil
milli sterkra tannanna og blæs
reyknum kröftuglega gegnum
nefið eins og stóðhestur á frost-
köldum morgni. Hann ákveður að
skilja sundur par á dansgólfinu,
hann gengur í hægðum sfnum
með hendur að mjöðmum, klapp-
ar laust, en undirfurðulega á öxl
mannsins, Iftur á stúlkuna ótvf-
©