Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1976, Blaðsíða 4
¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ Lengsta lista- verk í heimi Lengsta listaverk sög- unnar, „Girðingin" eftir Christo Java- cheff. Verkið kernur ir Kyrrahafinu og hlykk^tet 40 km inn i" land. 4m]Kverkamenn reistu þai&^Stundur" kom fullmri CHRISTÓ Javacheff heitir listamaður og er af búlgörskum ættum. H:nn hefur fengizt við listir alla tíð. en í haust varð hann 41 árs gamall og náði þá loks þeim þroska í listinni, að hann gat gert rengsta lista- verk, sem sögur fara af. Það hefst einhvers staðar úti í Kyrrahafi, kemur úr kafi I grennd við San Franciscó, skríður upp sjáv- arkambinn — og hlykkjast 40 kílómetra inn í land. Það liggur um 59 bújarðir, fram hjá fjórum þorpum eða gegnum þau, loks yfir þjóðveg og tekur þar enda. Listlengja þessi heitir „Girðingin", og er úr mjall- hvftum nælondúk; 150.000 metrar alls fóru í dúkinn. Girðingin er i sam- felldum köflum, hver þeirra 6 metra á breidd, eða öllu heldur hæð, og 23 á lengd. Kaflarnir eru svo strengdir milli stálstaura; staurarnir eru 2050 talsins. Ólistrænir menn kynnu að halda, að þarna væri nýstárleg mæðiveikigirð- ing. En það er misskilning- ur; þetta er listaverk, skap- að og reist af hugsjóna- mönnum. Verkið kostaði 2.5 milljónir dollara (um 470 millj. kr.) og seldi höf- undurinn teikningar sínar um allan heim til að geta komið upp þessu höfuð- verki. 400 verkamehn reistu girðinguna (það er til marks um hugsjón þeirra, að sumir báru hjálma með svofelldri áletrun: „Áfram Crostós krossmenn"), og voru þeir varla búnir að koma henni upp, ér hún var tekin niður aftur. Hún stóð nefnilega ekki nema hálfan mánuð. „En það er nú ein- mitt leyndardómur girðing- arinnar", segir höfundur- inn. „Hún sprettur skyndi- lega upp, likt og dularfull tjöld hirðingjanna I Sahara- eyðimörkinni, og hverfur jafn fyrirvaralaust. Staur- ana, wírinn og nælondúkinn gefum við bændum, ef þeir skyldu geta nýtt þetta dót. Landið verður eftir rétt eins og það var áður og hefur alltaf verið. Girðingin verð- ur hvergi til framar nema í minni manna, i kvikmynd og bók, sem á að semja um fyrirtækið". Christó er conceptúal- listamaður, hugmynda- smiður í bókstaflegri merk- ingu þess orðs. í þeim list- um er margt skrítið og sumt ekki við alþýðuskap. Christó hefur t.d. helzt fengizt við innpökkun — hann pakkar inn hluti. sem honum þykir innpökkunar- verðir, jafnt mannaverk sem náttúrunnar. Og hann er rnjög stórhuga i umbúða- listinni. Eitt sinn pakkaði hann inn safnhúsi, öðru sinni sjávarhömrum E Ástralíu. Á milli stórverk- efna hvflir hann sig, nema pakkar inn smámunum, sem hann rekst á og þykir fullumbúðalitlir; má nefna naktar konur til dæmis. Oft hefur hann þurft að striða við skilningsskort manna. Hann hefur stund- um lent í málaferlum út af innpökkunum. Og þegar hann sneri sér að girðinga- listinni keyrði skilnings- leysið úr hófi. í máli orms- ins langa, sem sagt var frá áðan, fengu lögfræðingar 380.000 dollara fyrir sinn snúð. 17 yfirheyrslur fóru fram, hæstiréttur f Kalifornfu varð að koma saman þrisvar, og 450 sfðna skýrsla var samin um hugsanleg áhrif girðingar- innar á umhverfið. En mál- unum lauk með frægum sigri Christós. „Þegar mað- ur er byrjaður á listaverki, og orðinn tengdur þvf, má hann ekki til þess hugsa að hætta við það f miðjum kliðum", segir eiginkona Christós. Það er öllu há- fleygara, sem vakir fyrir Christó sjálfum. „Listin er ekki af hinum skipulega heimi", segir hann. „Hún heyrir ekki til skikkan skap- arans, heldur glundroðan- um, heimi óskapnaðarins. Röð og regla er ósköp leið- inleg. Óskapnaður er undir- staða „Girðingarinnar". FRÚ MAO Fyrir hana yfirgaf formaðurinn konu og fimm börn Til skamms tíma var Chiang Ching voldugust kvenna í fjölmennasta landi heims. Hún var eiginkona Maós, „formanns" Kín- verja; sjálf var hún jafnan nefnd „félagi frú". Áreiðanlega ætlaði hún sér mikinn hlut í völdunum, er maður hennar lézt fyrir skömmu. Hún er talin kona valdagfrug og kaldrifjuð og mun láta sér fátt fyrir brjósti brenna, hefur enda verið nefnd lafði Makbeð þeirra Kínverja. En að þessu sinni kom hún ekki fram áformum sfnum; hún fór halloka f valdataflinu, andstæðingar hennar ráða nú ríkinu alveg og jafnvel hefur þess verið krafizt, að hún verði tekin af Iffi fyrir margsíslega „glæpi" sfna. Chiang Ching var rúmum 20 árum yngri en Maó, er nú 61 árs að aldri. Þau kynntust árið 1937. Það var f Yenan, f hellishælinu þar, sem kommúnistar höfðu búizt um í leiðarlok göngunnar miklu, sem hófst tveimur árum áður. Um þetta leyti hafði Maó þrjá um fertugt. Hann var kvæntur þriðja sinni, en varð samstundis ástfanginn af Chiang Ching, er þau sáust. Var þvf líkast sem „saman kæmu skrjáfþurr viður og skfðlogandi eldur" Landar Chiang nefndu hana „hægri byltingarhönd" Maós. Chiang Ching í Shanghai einhvern tíma upp úr 1930. Hún er þarna í hlutverki Nóru í „Brúðuheimilí" Ibsens. » r ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.