Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 3
hér og þar í skóginum. Svo sem sjö mínútna flug í 315 gráóa stefnu frá Cócónacó (við vorum þá búnir að snúa við) benti flug- maðurinn okkur allt í einu á dá- lítinn hól til hægri handar. Hóll- inn var sléttur ofan, og ljós á lit, skar sig úr græna litnum og skuggaskiptunum í kring. Þyrlan færðist nær, og við sáum staðinn betur. Það var ekki um að villast, að þarna höfðu Aukarnir verið að verki. En vel voru þessi ummerki falinj í þykkninu. Sáust ekki nemá'flogið væri svo til beint yfir þau. Og við höfðum ekki farið nema nokkra tugi metra enn, þeg- ar rjððrið hvarf okkur aftur. Við flugum nú í 50 metra hæð og skimuðum í allar áttir eftir geil- um í skóginn, ef þar skyldu leyn- ast kofar eða ræktarskikar. Skyndilega hrópaði flugstjór- inn upp yfir sig og benti til jarðar. Hann hafði komið auga á eitthvað kvikt. Og viti menn: þarna gat að líta nokkra smá- vaxna, gulbrúna náunga, átta eða tfu saman; þeim virtist hafa skot- ið upp úr jörðinni. Við hrósuðum happi. Við vorum bersýnilega komnir á slóðina. Og enn lék lánið við okkur. Handan við dá- litla hæð varð rjóður í brekku og kofi kom í ljós fram undan. Við lækkuðum flugið enn, sáum nokkrar litskrúðugar skepnur á ferli, en enga menn. Við litum aftur niður til mann- anna sem við höfðum rekið aug- un í rétt áður, og vissum ekki hvers við ættum af þeim að vænta. Viö vorum búnir að hafa uppi á þeim, en framhaldið var allt óvíst. Þessir menn voru úr „Villtasta þjóðflokki veraldar“, svo notað sé orðalag trúboða. Þeir bjuggu svo fjærri öðrum, að við vorum líkast til fyrstu menn ókunnugir, sem þeir höfðu séð. Okkur gafst þarna frábært færi að fylgjast með steinaldarmönn- um í eðlilegu umhverfi þeirra. Okkur var þó fullljóst, að við yrð- um að fara að öllu með gát. Aukarnir voru langhvekktir og mundu ekki góðir viðskiptis. Þeir voru hræddir við aðra menn og vildu ekkert af þeim vita. Þeir vildu einungis fá að vera í friði. Þess vegna fóru þeir huldu höfði i skóginum. Okkur hafði verið margsagt, að það væri óðs manns æði að leita kynna við Aukana. En við þótt- umst nú vera við ýmsu búnir; höfðum við útspekúleraó aðferð til þess að afla okkur vinsælda skógarmanna þessara. Þyrlan hnitaði hringi yfir Aukunum, en við settum álkassa út í dyr og bjuggumst til að fleygja þeim út; kassarnir voru í fallhlífum. Höfð- um við látið í þá ýmislegt, sem við héldum að komið gæti Aukum að gagni, og væntum þess, að gjafir þessar friðuðu nokkuð hina óárcnnilegu stríðsmenn þarna niðri. Við fleygðum nú út kössun- um, fallhlífarnar lentu í loftið- unni frá skrúfunum og slógust til og frá í loftinu nokkur andartök en opnuðust svo og kassarnir svifu hægt til jarðar og komu niður spölkorn frá Aukunum. Fjórir úr hópnum hlupu þegar til, þrífa kassana og hverfa óðara inn í skóginn. Vinsamleg kynni takast Nú leið og beið. Við köstuðum enn niður kössum. Og þegar komnir voru fimm varð okkur loks að von okkar. Aukar gáfu til kynna, að þá fýsti að vita, hverjir það væru, sem stráðu yfir þá gjöf- um af himnum ofan. Þrír menn komu út í mitt rjóður. Einn þeirra rétti út hendurnar og klappaði því næst lófunum á jörð- ina, annar veifaði löngum hárauð- iitn fjarðaskúf til okkar, en sá þriðji lyfti báðum höndum móti okkur og vildi sýna okkur eitt- hvað blátt og skært. Ekki var um það að villast, að þeir vildu ná tali af okkur. Nú var að hrökkva cða stökkva. Við höfðum þegar hugsað ráð okkar. Flugmennirnir reyndu að telja sér trú um það, að allt færi vel á endanum, og við sigum hægt til jarðar. Við lentum í rjóðrinu miðju. Mennirnir þrír i móttökunefnd- inni ríghéldu sér í trjástofna meðan við lentum, svo að rokið frá skrúfunum feykti þeim ekki um koll. En þeir fóru hvergi, hurfu ekki inn í skóginn eins og áður. Nú stóðu þeir kyrrir, virtu fyrir sér „fluguna" og gáfu okkur til kynna með svipbrigðum, að þeim væri gott eitt í hug. Þeir biðu þess jafnvel ekki, að skrúfur þyrlunnar stöðvuðust alveg. Þeir komu hálfbognir í átt- ina til okkar, vopnlausir, og þótti okkur þeir furðu djarfir að nálg- ast þyrluna, þetta skrýmsli, er þeir höfðu séð svcigja tré og runna með vængjasúgnum ein- um. Þeir komu nú alveg tii okkar. Þeir fóri að hlæja og tala án afláts. Þeir voru nefmæltir og tungan var okkur auðvitað fram- andi. Þcir voru nærri alis naktir, báru Ktið utan á sér nema stóra, fjöðrum prýdda tréspæni í eyrna- sneplunum; eyrnasncplarnir höfðu verið teygðir með einhverj- um ráðum og voru afar stórir. Mennirnir virtust okkur mjög vel á sig komnir, stæltir og liðlegir. Aftur á móti voru þcir lágir vexti, ekki nema svo scm hálfur annar metri á hæð. Þeir voru svarthærð- ir og nam hárið við herðar að aftan, en stýfður ennistoppurinn. Virtist hárið vel hirt svo sem það væri klippt og kembt reglulega. Mennirnir báru mittislinda einan „klæða“. Það varð ekki annað sagt. en kynni okkar hæfust með fullum friði og vinsamlega. Einn Aukinn sýndi okkur örvamæli sinn fullan af örvum smurðum cúrareeitri. Annar rétti okkur hárautt fjaðra- skraut sitt. Hinn þriðji færði fram dauðhræddan hláan fugl, vafinn þurrkuðum laufblöðum; fuglinn var tjóðraður fjað- urskreyttum leðurskildi svo, að hann flygi ekki upp. Áhugi á tækninni Fyrirliði Aukanna hermdi nú eftir hljóðið í skrúfum þyrl- unnar. „Túkk-túkk-túkk“, sagði hann hvað eftir annað og sveiflaði handleggjunum í hringi; það átti að lýsa flugi vélarinnar. Hann líkti einnig eftir svifi fallhlíf- anna. Okkur þótti allmerkilegt, að Aukarnir stóðu ekki gapandi og orðvana yfir þessum tækni- undrum siðmenningarinnar en fóru strax að reyna að gera sér grein fyrir þeim. Fleira vakti þeim og forvitni. Real flugstjóri varð að láta sér það lynda, að einn Aukinn smeygði fingri niður í sokk hans og tróð siðan hendi niður í skóinn unz hann náði um fót flugstjórans og fann, að ekk- ert fleira var þarna niðri. Fengu Aukarnir nú mikinn áhuga á fót- um okkar og tóku til að bretta sokkum niður en buxnaskálmar upp og þreifa á okkur. I Quító höfðum við komizt í kynni við Sam nokkurn Padilla. llann var blendingur af ættum Auka og Ketsjúa. Móðir hans var Auki, hafði farið til byggða og „siðmenntazt". Við höfðum Sjá nœstu I síðu /A Matthías Johannessen Hávallagata 49, eða: „gulur prestur í grasi svörtu” K.K. í þessu húsi áttum við aldrei neinn frið en aðeins þá byrði sem er þessi grunur og spurn, líkt og ungi sem brýtur af egginu kalkaða skurn og eignast með trjánum fögnuð vorsins og klið — þannig kom lífið til okkar þó enginn vekti athygli manns á því hvernig gleðin blekkti „og kyrrstæðar myndir, sem minna á eilífan frið" En ósvöruð spurn var áleitið verkefni drengs sem átti i brjósti sér tóna þess gamla strengs sem niðuðu undir og enginn til fullnustu þekkti. — Heimsstyrjöld kom og dauðinn var daglegur gestur. Þeir drápu hver annan og sá þótti vitaskuld mestur sem úthellti blóði síns bróður af mestri snilld. Og drengurinn sér að þeir drepa hver annan að vild. Að hjarta hans er grunur sársaukans ókunna setztur, þessi svartklædda vitund skálds, þessi guli prestur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.