Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 7
meðvitundarlaus, vakinn við og barinn aftur til skiptis, en hann neitaði að anza spurningum Breta. Og nú var komið að mér. Mér var sagt, að ég hefði verið tekinn með vopn undir höndum og væri það dauðasök. Nú yrði dóttir mín munaðarlaus og auk þess yrði það eina endurminning hennar um mig, að ég hefði verið eins og hver annar ótýndur glæpamaður. Þetta var mér sagt fyrst, svo sem til hvatningar. Ég sagði til nafns og aldurs og greindi frá fjölskyldu minni, en neitaði að segja meira. Tveir verð- ir munduðu þá kylfurnar og bjuggust til að berja mig. En ég sagði, að þeim væri hollast að láta okkur félagana óáreitta, þvf að aðrir biðu utan fangelsisins og mundu óðfúsir að hefna okkar. Yfirheyrslunni var hætt og fmynda ég mér, að hótun mfn hafi forðað okkur við talsverðum hrellingum. En við fengum nú að tala við lögfræðing. Hugðum við, að áhrifamenn meðal Gyðinga okkar mundu koma f veg fyrir það, að við yrðum dæmdir. Við sátum þó áfram í fangelsinu með- an niáiÉ ckksr fór fram- Þar kom- að vandamönnum að heimsækja okkur. Hlökkuðum við mjög til þess. Ég fyrir mitt leyti varð fyrir miklum vonbrigð- um. Fjölda manns dréif að. En fólkið fékk ekki að koma lengra en að gaddavfrsgirðingunni um fangelsið. Rut stóð fyrir utan, en ég fyrir innan og kölluðumst við á svo hátt, sem við gátum. Heyrðist naumast mannsins mál, þvf að all- ir hinir hrópuðu líka fullum hálsi. En allan tfmann voru arabískir fangaverðir á þönum og ráku á eftir okkur. Loks féll dómur í máli okkar. Við vorum dæmdir f 10 ára fangelsi, en einn f lffstíðar- fangelsi. Þetta varð fjölskyldu minni mikið áfall. Sjálfur kostaði ég að herða huginn og trúði ég því, að ekki væri öll von úti. Enda fór það svo, að við vorum leystir úr haldi eftir eitt og hálft ár. Það var f febrúar 1941. Ég fór aftur að vinna að búinu heima en fór eftir- litsferðir um nágrennið á kvöldin. í tómstundum lék ég við Yael litlu. Hún var yndirslegt smábarn. Um þetta leyti leið að innrás. Rommel var byrjaður sókn öðru sinni. Sýrland (og Lfbanon) var undir stjórn Frakka. Mikil hætta var á ferðum og enn tóku Bretar og Gyðingar höndum saman. Komu Haganahmenn nú fram úr fylgsnum sfnum og söfnuðu á skömmum tíma miklu liði um landið. Varð ég herdeildarforingi. I maí var mér falið að stofna könnunarflokk til aðstoðar Ástra- lfumönnum, sem áttu að fara fyrir innrásarher bandamanna inn í Sýrland. Innrásin átti að hefjast eftir 10 daga. Ég fór strax á stúfana og tókst mér að safna dálitlum hópi manna. Urðum við 30 alls. Okkur voru fengin vopn — níu skammbyssur og skot, sem ðftki komust i þær! Fyrir þrábeiðni fengum við fjórar byss- ur f viðbót. Það, sem á vantaði fengum við úr ólöglegu vopnabúri Haganah. A innrásardaginn áttum við að taka tvær brýr á þjóðbrautinni til Beirút. Við vorum þess albúnir og lögðum við af stað um hálftíuleyt- ið á laugardagskvöld, fimm af okkar liði, 10 Ástralfumenn og arabískur leiðsögumaður. Þegar til kom var enginn vörður við brýrnar og við þurftum ekkert að gera nema bíða hersins. Hann átti að koma eftir tvær stundir. Ég lagði mig niðri f skurði og sofnaði. Dayan hefur þótt talsvert uppá kvenhöndina og kann vel að meta fagrar konur. Á myndinni hér að neðan sést hann ásamt fyrri konu sinni, Ruth. Þau gengu f hjónaband 1935, þegar Dayan var tvftugur. Til hægri er Dayan ásamt núverandi konu sinni, Rahel. Myndin er tekin á Ben Gurion-flugvelli, þegar þau voru að leggja af stað f ferð til útlanda. Ég vaknaði við skothrfð. Mér varð ekki um sel; innrásarherinn var hvergi sjáanlegur. Leiðsögu- maðurinn kvað lögreglustöð vera þarna nálægt og væru þar aðeins nokkrir lögregluþjónar. Við afréðum að taka hana. Þegar þangað kom sáum við enga lögregluþjóna en aftur á móti franska hermenn. Leituðum við þegar skjóls og hófum skothrfð. En Frakkarnir höfðu vélbyssu og varð okkur brátt ljóst, að við yrð- um að gera áhlaup ellegar verða fangaðir. Ég bað menn nú halda uppi skothríð meðan ég hlypi til og fleygði handsprengju inn í lögreglustöðina. Tókst mér þetta og náðum við stöðinni á okkar vald. Við komum vélbyssunni nú fyrir uppi á þaki og var það ekki seinna vænna, því að nú kom liðs- auki Frakka á vettvang. Hófst hörð skothríð að okkur. Ég greip kfki og ætlaði að skyggnast eftir skyttunum. I sama bili kom kúla f kíkinn, sprengdi annað glerið og reif af málmgjörð, og klesstist hvort veggja upp f vinstra augað á mér. Ég særðist einnig á hendi. Búið var um sár mín, en engin verkjalyf höfðum við. Einhver lagði til, að ég gæfist Frökkum á vald svo, að ég fengi læknishjálp en ég þvertók fyrir það. Einhvern veginn stóðumst við umsát Frakka og náðum jafnvel nokkr- um vörubílum og föngum. Stuttu sfðar kom deild úr innrásahern- um. Okkur hafði tekizt það, sem fyrir okkur var lagt. Þegar ég kom f sjúkrahús í Haifa var mér sagt, að ég mundi missa augað. Auk þess væri höfuð mitt fullt af glerbrotum og málm- flísum. Sárin höfðust illa við þegar frá leið. Sffellt lak gröftur úr auganu og hendin var lömuð. Stöðugur höfuðverkur hrjáði mig líka. Ég gat illa lesið og sjónmiðið var svo lélegt, að ég gat ekki hellt vatni f glas, en hellti ævinlega framhjá. Ég var í þann veginn að missa alla von um það, að ég yrði nokkurn tfma orrustufær aftur. Og vissi ég ekki, hvar ég fengi vinnu, fatlaður og auk þess lftt skólagenginn og réttindalaus til allra starfa. Einhvern veginn varð ég að sjá fjölskyldu minni farborða. Um þetta leyti gekk Rut með annað barn okkar, Ehúd. Þá var mér boðið starf f gyðing- Umgengni við byssur byrjaði snemma, óvinurinn var ein af staðreynd- um lffsins. Hér er Dayan á táningsaldri f varðstöðu. legu síjor"lrd?-ildinni' Þar með var séð fyrir daglegu brauoi. ^2 fór nú smám saman að braggast. Vandist ég augnmissinum brátt svo, að ég gat farið að aka bfl. Æfði ég fjarlægðarskyn mitt þannig, að ég gekk um á síðkvöld- um þar, sem erfitt var yfirferðar; datt ég oft á þessu ráfi mínu, en mér fór æ fram. Aðalverkefni mitt var það að stofna njósnasellur víðs vegar um Palestínu; þessar sellur áttu að hafa eyrun opin og láta banda- menn vita, ef Rommel færi yfir Súezskurð. Þriðja barn okkar hjóna fæddist í stríðslok. Árið eftir var ég skipaður i sendinefnd verka- mannaflokksins á 22. heimsþing Zionista í Basel. Þar hvöttu sumir til þess, að dregið yrði ur andófinu gegn Bretum. David Ben-Gurion var andvígur þessu og vildi, að barizt yrði til þrautar. Ég var sammála honum f því. Þegar þinginu lauk varð ég eftir I París. Átti að reyna að græða bein í vinstri augntóttina svo, að hægt yrði að festa í hana gerviauga. Ég hafði gengið með lepp fyrir auganu og það var orðið mér illbærilegt. Fólk veitti mér svo mikla athygli, að ég fór orðið ekki ótilneyddur út úr húsi. En uppskurðurinn mistókst og varð ég að hverfa heim við svo búið. Spennan jókst sífellt um þetta leyti bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Bretar áttu senn að láta af landsstjórn sinni f Palestínu og Gyðingar bjuggust til þess að mæta Aröbum, er þeir réðust inn f landið. Ég var kallaður til starfa í Haganah enn á ný. 1 nóvemberlok 1947 lögðu Sameinuðu þjóðirnar til, að Palestínu yrði skipt og Israelsríki stofnað. Þá lauk tuttugu alda útlegðargöngu Gyðinga, og æva- fornar óskir rættust um frjálst og fullvalda Zíon. Gleði okkar varð mikil; og dönsuðum við á götum úti. Vissum við þó, að við mund- um enn þurfa að berjast fyrir frelsi okkar. Aiabarfkin viður- kenndu ekki ákvörðun Sameinuðu þjóðanna og lýstu yfir stríði á hendur Ísraelsríki. Arabar í Palestfnu biðu ekki einu sinni þess, að ríkið yrði stofnað Framhald á bis. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.