Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Page 11
Moshe Dayan kornungur ásamt foreldrum sfnum. I miðju: Við landbúnaðarstörf i æsku. Til hægri: Árið 1937: Moshe Dayan er kominn í lögregludeild Gyðinga sem þá heyrði undir brezka herinn. Hann var fljðtlega yfirmaður deildarinnar. Valgerður Þóra BÖRN OG BLÓM Moshe Dayan Framhald af bls. 7 formlega heldur hófu strax skær- ur. Meðal þeirra var sértrúar- flokkur, er Drúzar heitir. Hinn 14. arpíl 1948 féll Zorik, bróðir minn, fyrir kúlu úr liði Drúza. Okkur tókst að koma f kring fundi við leiðtoga Drúza. Fór ég með nokkrum félögum minum að finna þá. Er Drúzarnir fréttu, að ég væri bróðir Zoriks urðu þeir skelkaðir mjög. Héldu þeir, að ég hygðist hefna bróður mfns og væru þeir gengnir í gildru. En ég var ráðinn f því, að láta ekki tilfinningar mfnar hafa áhrif á ákvarðanir mínar. Okkur tókst að fá Drúzana til þess að hætta að berjast gegn okkur og fór jafnvel svo, að sumir slógust í lið með okkur. Mér var nú falin yfirstjórn her- fylkis og tók ég því fegins hendi. Brátt dró til tíðinda. 14. maf lýsti Ben-Gurion yfir stofnun ísraels- ríkis. Skipti þá engum togum, að herir sex Arabarfkja réðust inn f landið. Þessir herir voru allir búnir góðum og öflugum vopnum frá útlöndum. Við vorum hins vegar léttvopnaðir og áttum ekki vígvélar, nema nokkra heima- smfðaða brynvarða bíla og fáeinar kennsluflugvélar. Um þetta leyti hafði mér farið svo fram f sjón, að ég gat farið allra minna ferða, enda þurfti ég nú mjög á þvf að halda. Einn daginn vorum við á ferð. Eg kom þá auga á brynvagn, sem Jórdaniumenn höfðu látið eftir. Á honum var tveggja punda byssa og þótti mér hér bera vel í veiði. Við vorum á leiðinni til bæjarins Lod. Nú datt mér f hug, að við skyldum koma óvinunum á óvart og taka Lod með áhlaupi. Kallaði ég undirmenn mina á minn fund og sagði þeim þetta; en þeir héldu, að ég væri ekki með öllum mjalla. Bærinn var stór, þar voru margir hermenn, en við illa vopn- um búnir. Ég spurði einn vélvirkjann, hvort hann vildi skreppa með mér spölkorn og sækja brynvagninn, sem ég hafði séð fram undan. ,,Já, já“, svaraði hann, „það er alveg óhætt að fara með þér“. Sóttum við svo vagn- inn, gert var við hann og var hann tilbúinn til orrustu eftir klukku- tíma. Ég hélt skyndinámskeið í skotfimi, það stytzta, sem ég minnist. Svo héldum við áleiðis til Lod. Við brutum okkur leið inn í bæinn, æddum gegnum hann — og náðum honum á okkar vald, þótt ótrúlegt mætti virðast. Þegar við héldum aftur út úr bænum lftt sárir en ákaflega móðir mættum við fótgönguliðinu. Það var komið til að taka bæinn en við höfðum þá tekið af því ómakið. Gátu fótgönguliðarnir rölt áhyggju- lausir inn í bæinn og búizt þar um. Skömmu eftir þetta var ég skipaður yfirmaður f allri Jerúsalemborg. Reyndi þá lítið á hermennsku mína; voru það helztu verk mfn að semja við foringja Araba og Jórdanfu- konung um ýmis atriði. 1 október 1949 var ég hækkaður I tign og skipaður yfirmaður suðurhersins. Upp frá þvf var ég mjög á ferðinni; fór ég könnunar- ferðir með mönnum mfnum yfir landamærin og inn á Sfnafskaga. Bæði vildi ég kynna mér landið og enn fremur var þetta ágætt tæki- færi til þess að komast hjá skrifstofusetum. Ég hef aldrei verið gefinn fyrir kyrrsetur. Eitt sinn um þetta leyti var ég I veiðiferð með Udi, syni mínum. í Tel es-Safi, miðja vegu milli Gez- er og Lachish rákumst við á leir- ker f fornum vegg. Þau voru heil og virtust nýleg. Mikið hafði rignt þarna undan farið og regnið bersýnilega skolað jarðveginum frá kerjunum. Eg hélt, að þetta væru ósköp venjulegar krukkur. En það kom á daginn, er ég fór með þær til athugunar, að þær voru frá nfundu öld fyrir Krists burð. Þetta voru fyrstu kynni mín við ísrael hið forna. Ný veröld opnaðist mér. Þessar krukkur voru gerðar af höndum manna, sem lifðu og störfuðu f landi mfnu fyrir 3000 árum. Það rann upp fyrir mér, að alls staðar undir vegum og húsum, trjám og ökrum lágu faldar leifar og minjar for- feðra minna, sem byggt höfðu landið áður en Gyðingar flæmdust I útlegðina löngu. Þessi fundur kveikti með mér mikinn áhuga á fornleifafræði; hef ég ekki haft annað tómstundagaman upp frá þvf. Árið 1952 fór ég á yfirforingja- námskeið hjá brezka hernum f Devizes. Þar var ég vakinn á hverjum morgni, mér fært te f rúmið og skórnir mfnir burstaðir samvizkusamlega. Svona langt vorum við nú ekki komnir í ísraelska hernum. Kennarar og skólabræður mfnir á námskeiðinu voru kurteisir við mig en æði fálátir. Flestir þeirra höfðu gegnt herþjónustu f mið- austurlöndum og voru þeir engir vinir Gyðinga. Gat ég lftt við þessu gert, en hafði mér það eitt til huggunar, að ég virtist þola vetrarveðrið mun betur en hinir brezku félagar mfnir; voru þeir sfkvefaðir og hóstandi og bjuggu sig jafnan eins og þeir væru að fara f heimskautsleiðangur, en ég var alltaf hinn hressasti. Bret- arnir urðu heldur vingjarnlegri, er dró að lokum námskeiðsins. Höfðu þeir þá komizt að þeirri niðurstöðu, að ég væri ekki svo bölvaður. Eignaðist ég svo nokkra kunningja meðal þeirra og skiptumst við á skeytum, eftir að ég kom heim. En námskeið þetta varð mér að ýmsu gagni. Kynntist ég þar viðhorfum Breta og hernaðarlist þeirra. I desember þetta sama ár var ég skipaður yfirmaður framkvæmda- ráðs herstjórnarinnar. Um þetta leyti hafði liðsforingjum fækkað nokkuð í hernum frá því, sem var I sjálfstæðisbaráttunni. Nýir liðs- menn voru flestir óvanir hernaði og þurftu langrar þjálfunar. Flestar herdeildir voru fámennar og illa vopnum búnar. 1 ársbyrjun 1953 fóru Arabar að færa sig upp á skaftið og lögðust f skærur og hermdarverk. Okkar menn fóru aftur á móti hefndar- ferðir yfir landamærin. Stundum sneru herdeildir okkar aftur, er einn eða tveir menn voru fallnir og fáeinir særðir, þótt þeim hefði ekki tekizt ætlunarverk sitt. Ég gerði það þá að reglu, að framvegis yrðu afsakanir ekki teknar til greina, nema helmiiigur liðs a.m.k. hefði fallið f herferðinni. I desember 1953 varð ég for- maður herforingjaráðsins. Ég hófst þá handa um það, að brúa bilið milli yfirmanna og óbreyttra hermanna. Ég dró úr öllum serimónfum og viðhöfn, einfaldaði starfshætti hátt settra foringja og skipaði unga en strfðsvana menn úr sjálfstæðis- baráttunni í mikils háttar stöður. Ég fékk aðstoðarmanni sjálfs mín annað starf og bjóst sjálfur um í herbergi hans. Ég sneyddi bæki- stöðvar mfnar öllum íburði; vildi Framhald á bis. 16. „Mamma, ég fann þessi fallegu blóm handa þér í klóakinu, er ekki skrftið að þar skuli vaxa svona falleg blórn?" spurði gló- hærði hrokkinkollurinn mömmu sfna um leið og hann rétti henni, fullur stolts, fallega útsprungnar sóleyjar með dökkgrænum, safa- ríkum leggjum. „Frægt franskt skáld skrifaði einu sinni ljóð um blóm sorans; það er svo skrftið, að einmitt úr skítnum koma oft fallegustu blómin. Kvæðið heitir á útlenzku „Les Fleurs du mal“, minnar mig“ sagði mamma hugsandi. Þau röltu áfram eftir túninu, framhjá klóakinu, yfir túnið, sem var að skjóta upp nýgræðingnum eftir harðan vetur. Sumarið var alls staðar að skjóta upp kollin- um, brumið á hálfvisnum trjánum lét ekki á sér standa og fuglarnir sungu um allt. Daginn áður höfðu þau fundið hreiður ofar í túninu með stærðar eggjum grænum að lit með svörtum dflum. Það mun- aði einum að þau hefðu stigið á hreiðrið og brotið eggin. Þau gizk- uðu á að þetta væru spóaegg. Þau gengu lengra áfram, framhjá hreiðrinu og á leiðinni heim höfðu þau gætt þess að koma ekki nálægt hreiðrinu svo að fuglinn fældist ekki frá eggjunum sfnum. Nokkrar telpur voru með f hópn- um. Þær höfðu lært Ijóð í skólan- um um veturinn eftir Þorstein Erlingsson um fuglana, sem eru að berjast við hörð, íslenzk vor og sem biðja mennina ásjár að láta börnin sfn smá f friði. Allt þetta fléttaðist saman við lfðandi stund og náttúruundrin, sem hvarvetna blöstu við f einfaldleik sfnum. En hvað það virtist samt einfalt fyrir fuglana að liggja á eggjunum sfn- um nægilega lengi þar til ungarn- ir skriðu úr þeim og síðan þurftu foreldrafuglarnir aðeins að kenna ungunum að fljúga skamma hríð, til þess að þeir gætu sjálfir orðið sjálfstæðir fuglar og gætu flogið út í hinn stóra heim. Ef mennirn- ir bara hefðu vængi og gætu flog- ið burt frá foreldravandamálum, Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.