Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 13
II. „Þá sáust undarlegir og sérlegir hvalfiskar tveir í Borgarfirði; voru alhvítir á lit, sem stór útsel- ur að vexti; sá í Hvalfirði sást var þar frá krossmessu um vorið og fram á jólaföstu það menn vissu; þeir fóru svo grunnt, að menn máttu gerla sjá þá af þurru landi.“ (Annálar 1400 — 1800, II. bindi, bls. 139. — Fitjaánnáll, ár 1641.) “Ekki orðið var við neitt. Ekki heyrt talað um neinar ein- kennilegar skepnur eða þvium- likt á Hvalfjarðarströnd?". (ís- landsklukkan, bls. 199.) III. „Ritgerð um risa. ... Einnig á Islandi hyggur Jón tröll hafa ver- ið eða vera enn, en telur þó flest- ar sögur um þau þvílíkar, að þeim sje hæpið að treysta.... Ef mergð jötna hafi verið mikil, ætti miklu meira að finnast af stórum bein- um i jörðu.“. (Safn fræðafélags- ins V., bls. 215 og 216. Jón Helgason: Jón Ólafsson frá Grunnavík. tJr um ritgerð Jóns Ólafssonar um risa.) „Hann inti þá Jón Hreggviðs- son að þvf hvort hann hefði eing- in samskipti átt við risa, en um það efni hafði hann f smfðum dálftið latfnurit. Vissi bóndínn nokkuð til þess að fundist hefðu tröllabein f jörð á hans afrétti eiiegar á heiðum uppaf Borgar- firði? — “. (fslandsklukkan, bls. 202.) IV. „Nú skömmu áður en (sc. 28. Nov.) þessi kvöð Möllmanns kom mér til handa, hafði svo illa að borist, að sá famosus þræll og rétti spitzbube und galgenvogel Jón Marteinsson hafði með lymsku lokkað mig til að sýna sér Historiam mfna literariam, ... “. (Æfisaga Jóns Þorkelssonar II., bls. 152. (Jr bréfi Jóns Ólafssonar frá Grunnavfk til Jóns Þorkels- sonar.) ,4á ætli þetta sé ekki eitthvert uppátækið úr þeim spitzbub og galgenvogel Jóni Marteinssyni til að krfa út bækur og penfnga." (fslandsklukkan, bls. 200.) V. „Barn fætt í Flóa, höfuðlaust, munnurinn var á bringunni, lifði viku“. (Annálar 1400 — 1800, II. bindi, bls. 112. Fitjaannáll, ár 1629.) „Meðal annara orða, sagði hann ekki vænti ég þú hafir heyrt getið barns þess ef barn skyldi kalla með munn á brfngu sem í hitti- fyrra sá dagsins ljós að Ærlækjar- seli f Flóa?“. (tslandsklukkan, bls. 203.) VI. „Á þetta minnist Jón Ólafsson hvað eftir annað; á einum stað ritar hann á spássíu; „Jón Mar- teinsson stal minni hist. lit. 25. nóv. 1758“. (Þorvaldur Thorodd- sen: • Landfræðisaga Islands II., bls. 328 neóanmáls.) „J6n Marteinsson, ég skipa þér að fá mér aftur historiam mfna literariam sem þú stalst frá mér á helgidegi". (fslandsklukkán, bls. 207.) Allar tilvitnanir í íslands- klukkuna eru í fyrstu út- gáfu 1943. BILAR Nokkrir nýir frá General Motors Chevrolet Nova er einskonar Fólksvagn vestra. Hann getur varla talizt mjög spennandi, en ágætur vinnuhestur og útlitið er miklu betra en fyrr á árum. Völ er um 6 og 8 strokka véiar, en bfllinn kemur f tveimur útgáfum, Nova, sem kostar 2,650.000 og einskonar lúxusútgáfa, Con- cours, sem kostar 2.950.00. Umboð fyrir bfla frá General Motors hefur Véladeild StS. Chevelle Malibu hefur verið lftið breyttur, amk. á amerfska vfsu um nokkurra ára skeið. (Jtlitið er fallega þróað og einfalt og bfllinn er fáanlegur með bæði 6 og 8 strokka vélum. Lagunaútgáfan af Chevelle hefur nú verið lögð niður. Verðið á Chevelle Malibu er 3,1 milljón króna. og meðalverðið á Islandi er 3,3 milljónir Chevrolet Impala hefur fram til þessa verið I fullri stærð eins og þeir segja vestra. Nú hefur honum verið gerbreytt og telst ekki fullstór lengur. Impala er ekki eins þungur og áður og á að vera léttari á fóðrum. Utlitið einfalt og látlaust og fyrir svo sem 18 árunf hefði þetta þótt einkennilegt útlit á amerfskum bfl. Vmsar sérútgáfur eru til af þessum bfl, hann er ýmist 2 eða 4 dyra og vélar eru bæði 6 og 8 strokka. Chevrolet Impala kostar 3.2 milljónir króna. Chevrolet Monte Carlo er tveggja dyra sportútgáfa, sem hefur seizi geysilega vel vestra og þessvegna hefur ekki þótt þörf á miklum breytingum, enda er varla hægt að segja að þær sjáist með berum augum. Verðið er 3.4 milljónir króna. Þannig Iftur Buick Century út f ár. Þetta er millistærð af Buick, vandaður bfll og vinsæll með hreinum og klárum Ifnum, sem sverja sig f ætt við ftalska skólann f bflahönnun. Buick Special er venjulega með 6 strokka vél, en fáanlegur með 8 strokka vél. Utlitinu hefur mjög lftið verið breytt, en miklar breytingar eru ráðgerðar á næstu árgerð. Buick Special kostar 3,4 milljónir kr. Oldsmobile Cutlass er meðal þeirra söluhæstu f Bandarfkjunum enda er hann meðal þeirra amerfsku bfla, sem bezt eru teiknaðar og Oldsmobile & að vera ögn vandaðri en Chevrolet til dæmis. Verðið fer þó jafnan eftir þvf, hvernig bfllinn er búinn og er erfitt að slá nokkru föstu um það, en meðal verð á Oldsmobile Cutlass gæti verið 3.2 milljónir króna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.