Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 5
 Næsta morgun hefur fár- viðrinu slotað. En útvarpið segir ðfagrar fréttir. f landinu rfkir hreint ófremdarástand. Fjöldi trjáa hafa brotnað og rifnað upp með rótum. Vfða hÖfðu þessi tré valdið stór- skaða, þar sem þau hafa ffallið á hús og brotið þökin, slitið sfma og rafmagnsleiðslur, þau hafa fallið á bfla og eiðilagt þá, mörg hafa fallið yfir götur og vegi og er umferðaröng- þveiti af þeim sökum. Á Sæbyholm hrundi hundrað og tfu kúa fjós og þær kýr, sem ekki höfðu drepist strax, voru drepnar stórslasaðar. Hluti að þaki Cristjánsborgarhailar, sem er úr þriggja m.m. þykk- um kopar, losnaði og vafðist upp. Fjórir höfðu farist af slysförum og tuttugu og einn drukknað, þegar skip sökk á Norðursjó. Við Roskilde fauk minkabú á hliðina og þúsund minkar sluppu út, drengjum f nágrenninu til mestu ánægju; þeir gátu notað haustfrfið sitt úr skólanum til þess að fara á minkaveiðar. Flestir mink- anna náðust fljótlega aftur, en þó hafðist þeim unnist tfmi til þess að stúta nokkrum alifugl- um. Flugvellinum f Kastrup hafði verið lokað um hálf nfu leytið kvöldið áður, eða skömmu eftir að við lenntum þar. Tvær flugvélar I eigu Faro-Airways fuku saman og ný flugvel af Nord 262 gerð eign Cimber-Air fór á hliðina. önnur vél, einnig eign Cimb- er, fauk á byggingu og rakst annar vængur hennar inn um glugga. Dönsku skógarnir hafa þó orðið verst úti; 600 þúsund rúmmetrar, lauslega áætlað hafa brotnað niður og ekki nýtilegir til annars en eldivið- ar. Við göngum út f borgina. Allsstaðar er verið að ryðja burt trjám og trjágreinum, og gengur þessi vinna ótrúlega fljótt. Þeir saga trén, að stór- virkum vélsögum f u.þ.b. meterslanga búta. Þessir trjá- kubbar eru svo drifnir upp á bfla og þeim ekið á brott. „En fátt er svo með ölli illt--“, við göngum fram hjá barna- leikvelli þar sem tré, með stóra laufkrónu, 'hafði fallið á hliðina. Strákpatti sem klifrað hefur upp f efstu greinarnar hrópar himinlifandi. „Ég er api“. Og hin börnin eru óðara orðin að villidýrum, sem lifa f frumskóginum. Hvar sem við komum er óþrjótandi umræðuefni hjá fólkinu. Það er talað um fár- viðrið, sem braut 150 ára gamla eik f garðinum hennar frú Liang, sem feykti burt skorsteininum hjá frú Larsen, sem liðaði sundur 10 nýbyggða sumarbústaði sem nágranni hans Jensens hafði byggt úr flekum og ætlaði að selja með vorinu. Flekana tók á loft; þeir komu að vfsu niður aftur, en þá mátulega brotnir f eldinn. Tvöhundruð tré höfðu brotnað eða fokið um og rifið upp með sér ræturnar, og lágu þannig á hliðinni f Vestri-kirkjugarði það mun láta nærri að króna og rætur séu álfka stór þannig að það er ekkert smáræði af jarðvegi sem þessi stóru tré hafa rifið upp með sér I fall- inu. Þetta er talið mesta fárviðri sem hefur komið f Danmörku á allri öidinni, og hefur valdið skaða sem áætlað er að nemi yfir sjötfu milljónum danskra króna. Það hefur einhvern- tfma verið talað um minna. Nastase f hita leiksins og eins og allur annar maður, þegar hann er kominn út af leikvellinum. NASTASE vann sér inn W milljónir kr. ifyrra - með tennisspaða ILIE Nastase er góður tenn- isleikari. En hann þykir vandræðagripur. Allir eru þó á einu máli um það, að hann sé langverstur sjálf- um sér. Nú seinast olli hann uppnámi á opna, bandarfska tennismótinu og tókst honum þar að koma bæði áhorfendum og þátttakendum upp á móti sér með óvönduðum munn- söfnuði og illum látum. Hann var að keppa við Hans-Júrgen Pohlmann frá Vestur-Þýzkalandi og leik- urinn gekk ekki að óskum. Nastase hafði allt á hornum sér, kallaði ókvæðisorð til áhorfenda, sem voru hon- um heldur mótsnúnir, og skeytti skapi sfnu á öðrum keppendum, aðstoðar- mönnum og ekki sízt nær- stöddum Ijósmyndurum. Réðist hann svo á dómar- ann með skömmum og klykkti út með því að hrækja hressilega f áttina til hans. Fyrir þessi geðgos öll, var hann dæmdur til að greiða 1000 dollara (187 þús. kr.) sekt og settur f keppnisbann í tuttugu daga og einum betur. Margir, sem til sáu, urðu hneykslaðir á látunum í Nastase. Þau munu þó hafa komið fáum á óvart. Nastase hefur löngum haft litla stjórn á skapi sínu; hann er skapi farinn Ifkt og prímadonnur þær, sem menn eiga að venjast í söng og ekki má orði við halla. Nastase er viðkvæmur æv- inlega, en þó er langmest hætta á ferðum í keppni. Hann er fæddur íþrótta- maður, ef svo má komast að orði. Tennisspaðinn leik- Framhald á bls. 16. Nastase ásamt konu sinni, Dominique. Þrátt fyrir skapofsa tenn- isleikarans, hefur hjónabandið þolað átökin hingað til. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.