Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 9
1974. lirnar ningu arre í lúsinu haust. Samúð með lítilmagnanum og andúð á kúgun eru sterkustu drættirnir í fari Viktors Sparre. List hans er oft póli- tísk, en hún sker sig frá venjulegum subbuskap slíkrar listar, vegna þess að myndræn gildi sitja ævinlega í fyrirrúmi hjá Sparre. Rithöfundurinn f Ziirich, 1976. Málverk um Solshenitsyn f útlegðinni. Smirnov dómari, eða Hver er fanginn? Maðurinn á myndinni er dómari sá, sem upp kvað dóminn yfir Sinjavski. tekst til, þegar myndræn gildi sitja ekki f fyrirrúmi. Þessar hugleiðingar koma Viktor Sparre dálftið við, vegna þess að hann er eins og áður segir vel skólaður og vandaður iistamaður, sem kýs að setja fram skoðanir f verkum sfnum. En flokkast þá verk hans undir póiitfska list? Að sjálfsögðu, sum þeirra að minnsta kosti. Myndverk sem tekur afstöðu móti einhverjum valdhafa. hlýtur að teljast pólitfsk list. En það athyglisverða er að hjá Sparre situr það myndræna samt f fyrirrúmi. Boðskapurinn nauðgar ekki myndinni og það er frekar óvenjulegt f pólitfskri list. f samtali við Morgunblaðið 24. október sfðastliðinn, sagði hann m.a.: „Eg reyni að skapa list út frá hlutum, sem óg upplifi og angra mig... Ég reyni að nota listina til að undirstrika það, sem mér finnst mikilvægt og það sem ég held að geti orðið mönnum til hjálpar. Eg reyni lfka að fá fólk til að skilja, hvað baráttan fyrir frelsi einstakl- ingsins er mikilvæg. Frelsi er nefnilega nokkuð, sem við verð- um sífellt að berjast fyrir.“ Hér er eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Flestir hafa tilhneig- ingu til þess að gera að mynd- efni einmitt það, sem gleður augað og þeir hafa ánægju af. En Sparre er efst f huga það, sem angrar hann. Það er rétt, að trúin er sterkur þáttur f lffi hans og starfi. Andúðin á of- beldi og kúgun og einlæg sam- úð með lítilmagnanum, eru þó kannski framar öllu öðru sá boðskapur, sem Viktor Sparre hefur fram að færa. Lengi hafði andleg kúgun sovézkra yfirvalda gagnvart listamönn- um verið eitt af þvf sem angr- aði hann. Og viðbrögð hans voru svo sterk, að venjulegur fslendingur á erfitt með að skilja það. Við höfum heyrt fréttir af ómennskum rudda- skap rússneskra valdhafa, sem sverja sig í ætt við frásagnir frá Þýzkalandi Ilitlerstfmans. Við heyrum að þessi eða hinn hafi horfið innf gúlagið að tortfmast hægt eins og þegar glæpamenn voru seighengdir. Við hugsum kannski: Æ, manngreyin, — og það verður allt og sumt. En réttlætiskennd Viktors Sparre er svo áleitin, að hann lætur það ekki duga. 1 fyrr- nefndu samtali við Morgun- blaðið kemst hann svo að orði: „Það var haustið 1969 að Solsjenitsyn var rekinn úr rit- höfundasamtökunum f heima- landi sfnu. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Hvað myndi gcr- ast? Ég svaf ekki um nóttina, var ekki eitthvað, sem ég gæti gert. Svo fékk ég hugmyndina. Ég skrifaði bréf til norsku yfir- valdanna. þar sem ég lagði til að Solsjenitsyn yrði boðið sem heiðursgesti til Noregs, þar sem hann gæti sezt að, ef ómögulegt yrði fvrir hann að búa f Rússlandi.. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.