Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 4
fengið Sam til þess að scgja
nokkrar setningar úr Aukamáli
inn á segulbandsspólu. Ekki vildi
hann þó koma með okkur á fund
Aukanna; virtist hann ekki viss
um áhrif orða sinna. — Við sett-
um segulbandstækið nú á jörðina
og mennirnir þyrptust i kringum
það. Við settum tækið f gang og
Sam tók til máls, hálfbrostinni
röddu. Tækið var ekki gott og
skilaði hljóminum illa. En þegar
Aukarnir heyrðu röddina úr
kassanum brá svo við, að þeir
tóku allir til máls í einu. Gekk svo
smástund, að þeir ræddu við
röddina i tækinu. Sam hafði talað
inn á spóluna nokkrar setningar,
sem hann héll, að gætu orðið okk-
ur til framdráttar og hafði hann
endurtckið þær allar nokkrum
sinnum. Þær voru eitthvað á
þcssa leið: Erum góðir menn.
Gerum ekkert illt. Viljum vera
vinir, o.s.frv. Svo dó rödd Sams
loks út og smellur heyrðist, síðan
ekkert. Eyrirliði Aukanna ræddi
nú hástöfum við tækið stundar-
korn án þcss það tæki undir við
hann, en svo hófst allt í einu
tónlist. Það var „Bóleró“ eftir
Ravel. Fyrirliðinn hlýddi með
athygli á nokkra takta úr laginu,
en þreif tækið þá allt f einu upp
og sneri sér frá okkur. Svo sneri
hann sér aftur við og lagði tækið
frá sér.
Þcgar þrjár stundir voru liðnar
fundum við, að báðir tveggja voru
orðnir hálfþreyttir á þessum
fagnaðarfundum. Brosin voru
orðin hálfstirð slundum og
hláturinn ekki alltaf jafnglaðleg-
ur og í upphafi. Við þorðum ekki
að tefja öllu lengur, vildum ekki
heldur spilla fyrir okkur. Loks
tók Real flugstjóri af skarið og
bað okkur stiga um borð í þyri-
una.
Erfið lífsbarátta
Við vorum sannast sagna hálf-
smeykir í flugtakinu. A þeirri
stundu voru okkur flestar bjargir
bannaðar og hefði getað orðið
brátt um okkur, ef Aukarnir
hefðu ráðizt á okkur. En ekki bar
til tíðinda. Þyrluskrúfurnar fóru
af stað og snerust æ hraðar;
Aukarnir héldu sér í tré eins og
©
A TJCA-INDIANARNIR -
VILLTUSTU VILLIMENN í HEIMI
Til vinstri: Indfánarnir ganga kviknaktir, en
flestir hafa einhverskonar bandspotta yfrum
mittið. Hér horfa nokkur ungmenni á þyrl-
una koma til lendingar.
Frumskógasvæðið þar sem Auca-indfánarnir
búa, er svo flatt að fljótin hlykkjast þar I
stðrum bugðum. Skógurinn er svo þéttur, að
erfitt er að sjá niður úr þykkninu úr lofti.
Lffið er einfalt þarna. Eldurinn er útbrunninn og
þá er að leggjast til svefna á staðnum.
þá er við lentum, en þegar við
vorum komnir á loft fóru þeir að
veifa. Veifuðu þeir að minnsta
kosti meðan við sáum til.
Okkur hafði tekizt árekstra-
laust að stofna til kynna við Auk-
ana, þessa „hræðilegu villimenn"
og það var fyrsta og þýðingar-
mesta skrefið. Eftir þetta fórum
við oft á fund þeirra. Um það bil,
er leiðangri okkar lauk leyfðu
þeir okkur að fara inn f þorp sitt
og sýndu okkur bústaði sina, kon-
ur og börn.
Aukar eru ólíkir öðrum frum-
skógaindíánum á þessum slóðum
í því, að þeir sigla ekki ár og fljót,
þótt þeir búi við þessi vötn og
veiði í þeim. Byggja þeir hvorki
fleka né báta en fiska af bökkun-
um. Þetta stóð þcim nú ekki fyrir
þrifum lengi vel og heldur hitt
því, að þar eð þeir voru ekki á
ferli um fljótin urðu aðrir menn
þeirra nær aldrei varir og fengu
Aukarnir að vera í friði mestan
part. Fljótin eru langhelztu sam-
gönguleiðirnar á þessum slóðum.
Aukarnir eru ekki nema svo
sem 250 talsins og skiptast f
nokkrar fjölskyldur, 20—30
manns í hverri. Þeir eru á
sífelldu flakki og sitja sjaldan
lengi á einum stað. Ástæðurnar
eru ýmsar: fjandskapur í hópi
þeirra innbyrðis, minnkandi villi-
bráð, fljótshyljir eyddir af fiski
og ræktarbiettir uppurnir.
Aukarnir eru svo í sffelldum
búferlaflutningum, enda eru þeir
álíka vandhittir og saumnálar f
heysátu.
Eitt stórt samkomuhús er mið-
stöð hvers fjölskyldubóls. Kofar
standa svo i kringum það.
Skammt frá kofanum er ruddur
smáblettur til ræktunar. Aukarn-
ir ryðja skóginn eldi og frum-
stæðum tréverkfærum og hlýtur
jarðræktin að vera þeim mjög
fyrirhafnarsöm. Og sjaldan hrósa
þeir lengi sigri yfir frumskógin-
um. Þegar laufþykkni trjánna er
farið eru steypiregn ekki lengi að
skola burt jarðveginum, enda
haldast fjölskyldur ekki nema tvö
eða þrjú ár við hvern ræktarblett.
Aukarnir fá helztu næringar-
efnin úr villibráð, öpum og fugl-
um; skjóta þeir þessi dýr með
eiturörvum, sem þeir blása úr
löngum pipum. Stærri skepnur,
svo sem tapfra og pekara veiða
Aukar margir saman, elta dýrin
uppi, króa þau af og drepa með
spjótum. Nágrannar Aukanna,
Jfvaróar og Ketsjúar nota hunda
við veiðar, láta þá rekja slóðir og
þefa uppi veiðidýr, en Aukarnir
eru hundlausir.
Cúrareeitrið verður þeim
drýgst í mataröflun á landi. Til
fiskveiða hafa þeir annað eitur,
unnið úr löngum vafningsviðjum;
heita þær barbascó. Aukarnir
kremja viðjarnar og ná eitrinu
þannig. Þeir finna sér svo heppi-
legan veiðistað á árbakkanum
þar sem fljótið er mátulega lygnt
og djúpt. Þeir kasta svo færunum
út í strauminn. Eitrið berst inn í
tálkn fiskanna og lamar öndunar-
færi þeirra.
Þetta eru mikil þing, cúrare-
eitrið og barbascóeitrið, og hljóta
að létta Aukunum veiðarnar.
Samt sem áður virtist okkur, að
þeir hefðu mikið fyrir mataröfl-
un sinni og Iffsbaráttan væri
þeim þung. Eru þeir þó nægju-
samir og afla ekki meira, en þeir
þurfa. En margir þeirra voru
horaðir um of, gamlaðir fyrir ald-
ur fram eða sjúkir.
Verkfæri þeirra eru Ifka mjög
frumstæð, eins og fyrr var sagt.
Þvi hlýtur sundurþykki f hópi
þeirra að gcra þeim mjög erfitt
fyrir. Þegar fjölskylda hrekst af
bústað sfnum líður á löngu þar til
hún kemur sér aftur upp góðum
ræktarbletti og á meðan hlýtur
hún að vera allaðþrengd.
Samt sem áður grípa Aukarnir
oft til vopna hverjir gegn öðrum
eða gegn nágrönnum af furðu
litlu tilcfni. Þarf oft ekki annað
til en ættingi manns deyi svo að
hann fyllist heift til töframanns,
gamalla, „gagnslausra“ ættingja
á framfæri sfnu, eða þá nágranna
og grípi til vopna. Við kynntumst
einu dapurlegu dæmi þessa. Við
hittum gamla konu, eina og yfir-
gefna; 40 ættingjar hennar voru
dánir — og aðeins eiginmaður
hennar hafði dáið eðlilegum
dauða. Hinir höfðu fallið fyrir
sjúkdómum fyrir aldur fram, ell-
egar látið Iffið í skærum við
nágrannanna. Mikil viðkoma er
„eina vopn“ Aukanna f þessari
baráttu; ef viðkoman minnkaði
dæi þjóðin fljótlega út. Þeir byrja
Ifka ungir að fjölga sér. Stúlkur
eru taldar mannbærar 12 ára.
Meinið er, að Aukarnir eru
dreifðir f smáhópum og f jölskyld-
ur ekkki stærri en svo, að mjög er
hætt við arfgengum skakkaföll-
um af skyldleikagiftingum. f
einni fjölskyldu sáum við t.d.
nokkur börn fædd með aukafing-
ur og tær af þessum sökum. Auk-
arnir reyna nú af eðlisávfsun
sinni að forða við skyldleikagift-
ingum og leyfa einungis allra
f jærskyldustu ættingjum að eign-
ast börn saman, en mannfæðin er
slík, að samt verður ekki komizt
hjá arfgöllum.
Olían og
trúboðið
Siðmenningin þrengir nú æ
meir að Aukum og getur ekki
liðið á löngu þar til hringurinn
um forna veröld þeirra verður
rofinn og endir bundinn á flakk
þeirra um frumskógana. Það er
ýmislegt, sem sækir að þeim, en
þrennt helzt: trúboðar, nýbyggjar
og olfuleitarmenn. Og þvf mun
óhætt að spá eftir sögunni hingað
til, að allir þessir munu halda
áfram að vinna akur sinn unz
hann er á enda. Aukarnir munu
ekki stöðva þá. Aukunum er lang-
hættast af olíunni. Olfu hefur
mjög verið leitað á þessum slóð-
um og er það vissa manna, að
miklar olíulindir séu f löndum
Auka. Þegar „siðmenningin"
heldur innreið sína munu
Aukarnir eiga einskis úrkosta
nema farast ellegar „siðvæðast“
og ganga umyrðalaust f þjóð-
félagið f Ekvador, félagsskap,
sem þeir höfðu ekki hugmynd um
áður. Með því móti verður þeim
lífs og framtfðar auðið. En það
verður annað Iff en áður og þeir
verða þá aðrir mcnn en þeir voru
forðum. Þeir, sem voru Aukar
verða Ekvadormenn — og Aukar
verða þeir aldrei framar.
Elín
Guðjónsdóttir
I
útlönd-
umer
ekkert
skjól
Það er hvfld eftir eril og
amstur ferðaundirbúnings, að
setjast upp f þotu Flugfélags
Íslands, ferðinni er heitið til
Kaupmannahafnar. Eftir
augnablik erum við komin
hátt á loft, andartaki seinna
austur yfir fjall, svo sér til
jækla f gegn Um skýjaslæðing
og svo er island horfið. — Ég
halla mér aftur f sætinu. Skelf-
ing er nú gott að vera laus við
næðingana heima hugsa ég. En
það blæs nú vfðar en á lslandi.
Eftir tveggja og háffs tfma
flug fer vélin að tækka flugið
og fer þá að hrikta töluvert f
henni og þegar við erum lent á
Kastrupflugvefli, og farþeg-
arnir fara að tfnast niður land-
ganginn verður flestum það
fyrst fyrir, að grfpa f höfuðföt
sfn, hér er sem sé hvfnandi
rok. Jensen vinur okkar, sem
þarna er staddur til þess að
taka á móti okkur, tekur
töskurnar sfna f hvora hendi,
leggst f vindinn og þrammar af
stað, en það er eins og andi sé
hlaupinn f töskurnar og þær
hef ja sig og leita til himins, en
Jensen heldur fast og missir
ekki tak á þeim. Við göngum
drjúgan spöl en þá segir Jens-
en; „Bfðið þið hérna, ég man
ekki hvar ég lagði bffnum mfn-
um“ en þarna eru mjög margir
gráleitir Wolks-Wagen bflar.
Við setjumst á töskurnar og
bfðum, á meðan Jensen geng-
ur á röðina og les bflnúmerin.
— Eg horfði f kring um mig.
Trén sem gróðursett hafa ver-
ið f grasblettina sem aðskitja
akreynarnar, eru ung og grönn
og það er mikil sveigja f þeim,
enda kenbogna þau f rokinu og
það er eins og að vindurinn
togi f laufið.
Eftir stundarkorn hefur
Jensen fundið bflinn sinn og
við leggjum af stað til mið-
borgarinnar. Vindurinn rikkir
f bflinn, ég er hálfhrædd um
að hann velti. AUt f einu fýkur
eitthvað fyrir hann og verðup
undir honum. Jensen kippist
við. „Var þetta maður" spyr
hann. „Áreiðanlega ekki“,
svarar sonur hans stillílega,
„það hefði ekki glamrað svóna
f honum". Við lftum við, fyrir
aftan bffinn liggur saman-
klesst hjólhestagjörð.-
Við sofum illa þessa nótt.
Það hriktir f húsinu og annað
veifið heyrast brothljóö og það
má sjá knosaðar þakhellur
liggja á götunni. Lögreglan
sjúkrabflar og brunalið eru
tfðum á ferli.