Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Síða 16
Moshe Dayan Framhald af bls 11 ég að undirmenn mínir könnuð- ust við sig og fyndu helzt ekki til neins virðingarmunar. Eg hélt mér svo við efni, fór könnunarferðir einn míns liðs að næturlagi, gætti að því, að liðs- sveitirnar væru ávalt reiðubúnar og gerði mér far um það að taka hermennina tali, leita fregna hjá þeim og rabba við þá. 1 september 1955 urðu tímamót í miðausturlöndum. Nasser, for- seti Egyptalands gerði mikinn vopnakaupsamning við Tékka. Áður höfðu Egyptar tekið upp á því að teppa ferðir ísraelskra skipa um Súezskurð og Aqaba- fióa. Samtímis þessu jukust skær- ur í Palestínu og áttu Egyptar upptökin að þeim. Nú átti bersýnilega að ryðja okkur Israelsmönnum úr vegi i eitt skipti fyrir öll, eða koma okkur á kné að minnsta kosti. I aprfl 1956 vildi okkur það til, að F"rakkar seldu okkur nokkrar orrustuflugvélar. Þeir lofuðu okkur einnig skriðdrekum og enn fremur hétu Bretar að selja okkur nokkrar Meteorvélar. Hinn 1. júni fór ég með leynd til Frakklands og samdi um vopnakaupin. 26. júlí kom Nasser svo öllum á óvart. Eýsti hann fyrirvaralaust yfir því, að hér með þjóðnýttu Egyptar Súezskurð. Frakkar og Bretar brugðu skjótt við; fór Pineau, utanríkisráðherra Frakka þegar til London að ráðgast við Eden, forsætisráð- herra Breta og dró nú brátt til frekari tíðinda. En það er önnur saga. Frh. (næsta blaði Nastase Framhald af bls. 5 ur í höndum hans. En þegar spennan færist í leikinn æs ist hann upp og getur þá soðið upp úr, hvenær sem rtK. r.mdi II f Vrtaktir. Krtkjatlk I i.tmkt slj llaraltlur Stpinssoii Hilsljórar Mutthfas Johannt‘sst‘11 S|> rmir (iunnarsson Hilslj.fllr. I.íslt Siutir«1sson \nul' sinuar: \rni (iarðar Krislinsson Hilsljórn: Aóalslra'li l> Simi IUIOU er. Bud Collins. tennisleik- ari hafði þau orð um hann, að „skapið væri ákaflega stökkt". „Hann hefur sára- litla stjórn á sér. Hann er óútreiknanlegur". Dominique, eiginkona Nastase, hefur sömu sögu að segja. „Ég held, að hann viti stundum ekki hvað hann gerir og jafnvel ekki, hvar hann er staddur", seg- ir hún. „Hann er að mörgu leyti líkur barni. Ef hann reiðist getur hann ekki stillt sig, geturekki þagað. Hann gæti nú a.m.k. látið vera að bölva á ensku þar sem hann kann fimm önnur tungumál! Oft, þegar hann byrjar að öskra langar mig mest að hlaupa út á völlinn og skipa honum að halda sér saman". Nastase er hið mesta gæðablóð utan tennisvall- anna. Það er engu likara en renni af honum víma, þegar hann kemur úr keppni. Verður hann þá hinn Ijúf- asti og þykir ákaflega leitt, ef mönnum er illa til hans. Vill hann sættast heilum sáttum og finnst undarlegt, að menn eru ekki alltaf jafnfúsir til. „Fólk verður að láta sér skiljast það, að Nastase er listamaður", segir fyrrverandi félagi hans og kennari, lon Tiriac. „Hann er tilfinninganæm- ari en flestir aðrir, hefur fjölþættari tilfinningar — og er þvf síður útreiknan- legur" Nastase fæddist og ólst upp í Búkarest i Rúmeníu. Við hliðina á æskuheimili hans var tennisklúbbur og þar hóf hann að leika sjö ára gamall. Eldri bróðir hans, Constantin, komst í rúmenska liðið sem tók þátt í Davis Cupkeppninni, en llie varð að biða frægðar enn um sinn. „Þjálfarar voru ekki sérlega hrifnir af llie", segir vinur hans einn. „Hann var horaður og virt- ist ekki efnilegur; skapið auk þess feykilegt". En 1972 sigraði hann í opnu, bandarisku keppninni, komst nærri sigri á Wimbledon og leitti rúm- enska liðið til úrslita i Daviskeppninni. Það ár var hann þegar talinn bezti tennisleikari heims. Sama árið kvæntist hann Dominique. Hann hafði rekið augun i hana i áhorf- endapöllum i Forest Hills, er hann keppti þar eitt sinn. Þau hjón eiga lögheimili í Brussel og annað heimili í Suður-Frakklandi. Foreldr- ar Nastase búa aftur á móti i húsi, sem hann á i Búka- rest. Sjálfur fer hann sjald- an til Rúmeniu nú orðið. Rúmenskir kommissarar láta hann að mestu i friði; hann má fara ferða sinna að viid. Nastase keppir i 11 mán- Nú fást tvær tegundir af Close- Up, Rautt Close-Up, og nýtt Grænt Close-Up. Græna tann- kremið Close-Up er ekki bara nýr litur—heldur líka nýtt bragð. Heilnæmt og hressandi pipar- mintubragð. I hvorutveggja—rauðu og grænu—er Close-Up efnið sem tryggir yður mjallhvitar tennur— og ferskan andardrátt. Þess vegna getið þér verið alveg örugg i návist annarra. Og þaraðauki getið þér valið bragðið eftir smekk: Nytt Grænt Close-Up uði á ári hverju. Hann hefur þvi litinn tíma aflögu handa fjölskyldunni og heimilinu. Eiginkona hans segir hann samt ástrikan föður og hug- ulsaman eiginmann; er hann alltaf að gefa henni skartgripi. Hann ætti að hafa efni á þvi. j fyrra hlaut hann 210.000 dollara alls (nær 40 millj. kr.) i verð- laun á tennismótum, auk þess auglýsir hann Adidas- sportvörur fyrir riflega þóknun. En hann eyðir þessu ekki i sjálfan sig. Smekkur hans er heldur óbrotinn. „Hann hefur ekk- ert gaman af dýrum hlut- um", segir Dominique. „Hann er skrýtinn að því leyti. Hann kaupir hins veg- ar oft eitthvað smálegt — útvarpstæki, segulbands- tæki og þvi um líkt. Hann hefur gaman af svona appa- rötum". Dominique verður oft talsvert um, þegar eigin- maður hennar stekkur upp á nef sér; hún flúði t.d. af vettvangi, þegar hann ærð- ist í Forest Hills svo, sem sagt var í greinarbyrjun. En hún kveðst gleyma þessum æðisköstum fljótt. „Hann verður bara svona í keppni", segirhún. „Þaðer spennan, sem veldur. Ann- ars er hann eins og fólk er flest. Hann er alls ekkert ótamið villidýr". Nastase litur þessi mál sínum aug- um; hann kveðst aðeins borga fyrir sig — ef áhorf- endur láti reiði sina bitna á honum hljóti hann að mega greiða i sömu mynt.„ Ef menn öskra að mér öskra ég bara á móti. Það er rétt, að ég missi stjórn á mér. En allir missa einhvern tima stjórn á sér. Ég verð eflaust búinn að borga 40.000 dollara (7 V2 millj. kr.) i sektir, þegar upp verður staðið. Én hvernig stendur á þvi, að enginn er sektaður nema ég? Er ekki auðskilið, að fólk er misjafnlega skapi farið? Þegar ég er ekki í keppni er ég nákvæmlega eins og fólk er flest.” Ég æsist bara upp á tennisvell- inum. Og það þýðir i raun- inni ekkert annað. Þar þýð- ir ekkert að standa eins og lamb og biða þess að verða leiddur til slátrunar. Annað hvort berst maður af lífi og sál — ellegar verður und- ir".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.