Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1977, Blaðsíða 15
qjr hugskofti Woody c&Uen 5/íé>} ALUBNS- ÆTTAZINNAR ER FR'ABÆN 6ÖK ■ ■ ■ /VII6 LAH6MZ T/L AÐ RBM\ AÞ GfiNóA 'A i ^ JÖRPiNHL H/t, ,GLB RAU6M <?L'AMUR« þÚ'ATT Af> /£FA HBF UPFU „ HfiHN VAH ALLTAF'A UNPAN ÖPRUM, 06 þAP KOSTAÐ! MIKIL 'ATÖK /NNAN FJÖL- skjld-,, unnar/ ‘7/ Allensætt- /NN/BF ALLT r/L FJRSTcJ T/'/HA þpóUNAR - /NNAR. SATT A£> SB6JA VAR FURST/ MAÐUR- /NN Allbns- ættar." /e/ppi .p'KA T/L- þ&ss AP HANN VflPP AE> ÚB6JA OKILIP V/E> KÆR- USTUNA SÍNA " ( 'ö'34 V/OOIVf Víðir Kristjánsson (12 ára) HLAUP Ég er að hlaupa. Ég sé fólk kaupa vín til að staupa. Svo segir það við börnin sín að þau megi ekki drekka vin bara mjólk, svo þau verði almennilegt fólk. Böm og blóm Framhald af bls 11 jarðaráhyggjum og taugaspennu. Ein telpnanna var kropin niður að skoða steina á leiðinni heim niður gilið fyrir ofan túnið. Steinarnir voru f ÖUum regnbog- ans litum, sumir voru rauðir, aðr- ir hvítir og glampandi, eins og gimsteinar, og enn fleiri ljósrauð- ir. Þarna glampaði lfka á kol- svarta tinnu. Krummi flaug lágt yfir konunni með börnin á eftir litlum smá- fugli, sem sjálfsagt hefur verið að berjast við að fá að halda ungun- um sfnum fyrir hrafninum, a.m.k. tásti litli fuglinn ægilega og þeytt- ist áfram f loftinu og var kominn á eftir krumma, sem hlunkaðist áfram áþungu flugi. Seinna sama dag komu börnin á harðahlaupum niður hólinn fyrir ofan túnið hinum megin við gilið og hrópuðu að þau hefðu séð tvo hrafna ráðast á stóran fugl. Kon- an fór þegar á stúfana með krökk- unum og komust þau í samein- ingu að þvf, að þarna væri fálka- eða arnarungi, sem hrafninn hefði sært. Hrafnarnir, þeir voru tveir, flýðu af hólminum, þegar þeir urðu varir mannaferða. En krakkarnir og konan héldu f hum- átt eftir fálkanum, sem þau köll- uðu svo. Þegar komið var upp á melinn uppi á hólnum staðnæmd- ist fuglinn og beið hinn prúnkn- asti eftir því að myndavél væri sótt og hann myndaður f bak og fyrir þarna uppi á blámelnum. Þetta þóttu mikil undur. En skyndilega hóf fuglinn sig til flugs, að vfsu lágs flugs, og hvarf bak við slakkanna hinum megin við melinn. Krakkarnir héldu í humátt á eftir en fuglinn var horfinn. Þá uppgötvuðu þau gamla kindahússtóft f slakkanum hinum megin f hólnum og ákváðu að byrja búskap með drullukök- um skreyttum með sóleyjarblöð- um. En ekki var búskapurinn kominri langt á veg, þegar stóri fuglinn birtist rétt handan við kindahússtóftina. „Þetta er ugla, þetta er ugla“, hrópaði ein telpan, „ég sé það á því að þegar hún blikkar auganu verður það hvftt." „Gera uglur svoleiðis?" spurði önnur telpa. „Við gáum f fuglabókina, þegar við komum til Reykjavíkur", sagði konan sem hafði fylgt börn- unum og hóf nú myndatöku f grfð og erg af barnahópnum hringinn í kringum það, sem nú var álitið vera ugla. Hvort sem þetta var ugla, fálki eða eitthvað annað sat fuglinn mjög spekingslegur eins og fyrirmyndar myndafyrirsæta og virti hópinn fyrir sér af mikilli athygli að þvf er virtist. Sfðan skokkaði fuglinn f burtu, dritaði og hóf að elta maríuerlupar, sem sjálfsagt hefur verið að baksa við að koma sér upp hreiðri og af- kvæmum. Móðir náttúra var söm við sig, eins dauði er annars brauð. Þarna höfðu þau haldið sig vera að bjarga arnarunga úr klón- um á hröfnum en þá hafði þetta líklegast verið ránfugl f leit að einhverjum minni máttar en hann sjálfur. En samt var það nú furðulegt, hvernig þessir litlu fuglar gátu alltaf þraukað, þrátt fyrir smæðina og umkomuleysið. Næsta morgunn var haldið upp f gil til að vaða f hylnum, því sólin hellti miskunnsöm geislum sfnum yfir láð og lög á Islandi þessa dagana. Margt var skrafað og skeggrætt, ekki svo ýkja margt framkvæmt en það sem framkvæmt var var gert af heilum hug og aldrei leið sá dagur að kveldi að öll áhyggju- mál lfðandi dags væru ekki rædd áður en lagst var til hvfldar og bænir lesnar. „Guð hlýtur að ætla öllum jafnt, réttlátum sem ranglátum, fyrst hann leyfar öllum að horfa á him- ininn sinn og virða fyrir sér und- ur jarðarinnar", sagði konan sfð- asta kvöldið við vinkonu sína, þar sem þær sátu við stofugluggann og virtu fyrir sér útsýnið í kvöld- kyrrðinni. „Þess vegna er alltaf einhvers staðar skjól fyrir okkur öll, hversu lítilmótleg og aumkunar- leg sem skjólhýsin virðast á stundum", sagði vinkonan. „Ég átti einu sinni hjólhýsi sem gerði sér lftið fyrir og fauk. Séðan Ifður mér illa í flestum húsum og ég hefi enga trú á að hús geti gert nokkurn mann varanlega ham- ingjusaman." „Lifa eins og liljur vallarins og hafa ekki áhyggjur af morgundeginum", sagði vinkon- an; „en allt nútfmalíf hrindir manni frá þessari lífsskoðun ef maður er ekki nógu ægilega stefnufastur, þessi hlaup eftir hégóma, eftirsókn eftir vindi.“ „Sem skapast af klukkum, bílum, skrifstofum, gíróseðlum frá raf- magnsveitu, bönkum og fyrir- tækjum. Þetta ástand verður eins og mosi á heilanum á manni þar til maður getur ekki sofið." „Samt þrjóskast maður við að stöðva sjálfan sig á hlaupunum. Og telur sér jafnvel trú um að þetta hafi allt tilgang vegna sinnar eigan vel- ferðar eða sinna nánustu." „Ann- ars skulum við hætta að tala og horfa á sólarlagið og hlusta á klið- inn i ánni. Það er varanlegt."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.