Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1977, Page 10
veita af, að íslendingar standi sameinaðir að þessari starfsemi. En hvað verður, þegar núver- andi flugvélakostur okkar gengur úr sér? Hvernig er líklegt að þrö- unin verði í næstu framtíð? Um það sagði Birgir Þorgilsson: „Uppá síðkastið hefur ekki orð- ið nein stökkbreyting í farþega- flugi; engin byltingarkennd tækni. Að visu er Concord i förum á tvöföldum hraða hljóðsins, en ekki á ég von á því, að hljóðfráar þotur verði notaðar á stuttum flugleiðum. Helzta breytingin að undanförnu er tilkoma miklu belgvíðari þotna, sem nefndar hafa verið breiðþotur hér. Mörg- um sýnist að það sé miklu skyn- samlegri þróun en það eitt að auka hraðann. Stærstu breiðþotur taka 430 farþega og er verulegur munur á því að vélunum okkar, sem taka frá 120—250 farþega. Þvi er lika spáð, að flugfragt eigi eftir að vaxa gífurlega. Það fer þó eftir flugleiðum, hvort stórar breiðþotur borga sig. Ekki eru allar leiðir nægilega fjölfarnar til þess að svo stórtæk samgöngutæki borgi sig. Munur- inn á fólksflutningum að og frá íslandi er líka mjög mikili, hvort það er að sumri eða vetri. D:gleg- ar ferðir nægja að vetrinum, en að sumarlagi verður að fara uppí 14 ferðir utan á degi hverjum; þar af til dæmis tvær ferðir til Kaupmannahafnar. Það hefðu einhverntima þótt tiðindi, þegar aðeins var vorskip og haustskip. Eldri Boeingvél Flugfélagsins er nú 10 ára og Loftleiðavélarnar eru álíka gamlar. Hjá báðum félögunum þarf að fara að huga að endurnýjun. Ugglaust verður þá miðað við að kaupa breiðþotur, sem þykja þægilegri farartæki og hafa reynzt sérstaklega öruggar. Að visu er ekki lengra milli sæta, en rýmið i vélinni er allt miklu meira og farþeginn hefur á til- finningunni, að það sé ekki eins þröngt um hann. Auk þess getur hann staðið upp og gengið um án þess að vera fyrir“. Leiðrétting í Lesbók 24. aprii, þar sem vikið var að handritum a8 sögum Halldórs Laxness F tilefni 75 áa afmœlis skáldsins, var ranglega sagt, a8 þau væru F vörzlu Þjó8- skjalasafnsins. Þa8 rétta er a8 handritin eru F vörzlu Handrita- safns Landsbókasafnsins, sem raunar er einnig til húsa F Safna- húsinu vi8 Hverfisgötu. LeiSréttist þetta hér me8. Fimmtán sinnum öruggara en í bíl Svo snar þáttur er flugið orðið í lífi okkar íslendinga, að nú er næsta sjaldgæft að rekast á einhvern, sem af barnsaldri er kominn og aldrei hefur flogið. Samt ala furðu margir með sér ugg ( brjósti, þegar flugferð er framundan, en sitja þurrir f kverkum og sveittir f lófum á meðan verið er í ioftinu. Þetta heitir vfst að láta sig hafa það og bíta á jaxlinn, en margir mundu ugglaust óska þess, að þeir gætu notið þess að fljúga f stað þess að hræðast það. Nýlega barst þetta f tal við konu, búsetta úti á landi, sem oft átti erindi til Reykjavfkur og fór þá með hinum ágæta og örugga Fokker, sem búinn er vel að þjóna f innanlandsfluginu. Hún sagði: „ Ég get ekki að þvf gert, en ég hef alltaf litið á það sem tilviljun. hvort flugferð slampast". En hún hafði einsett sér að taka þessu með „karlmennsku" og það gera raunar flestir, þótt þeim.sé ekki rótt. Einn af flugstjórum Flugleiða lét svo ummælt f samtali við höfund þessa rabbs, að nútfma farþegaþotur væru aldeilis ótrúlega örugg farar- tæki, — miklu öruggari en hinn atmenna farþega grunar. En þótt flugfélögin hér og annarsstaðar verji miklum fjárfúlgum til aug- lýsinga, er svo að sjá að þeim hafi láðst að upplýsa farþega um flugvélarnar sjálfar og þau öryggistæki, sem þær eru búnar. Sumar aug- lýsingar flugfélaga virðast hreinlega út f bláinn; önnur auglýsa veitingarnar, stundvfs- ina, ellegar þá hvað flugfreyjurnar eru fallegar. Allt er það að vfsu gott og blessað. En hvað um öryggið, sem sýnist þrátt fyrir allt vera aðal- atriði? Minna eða nánast ekki neitt er skeytt um að auglýsa það tækniundur sem farþega- þoturnar eru. Væri það gert, yrði þó mörgum rórra og hættu kannski að hafa þungar áhyggj- ur af þvf, þegar vélarhljóðið breytist; þegar flugvélin hallast Iftisháttar f beygju, eða þegar smávegis ókyrrð verður f loftinu. Sumir flugstjórar hafa þá reglu að láta far- þega spenna á sig öryggisbeltin, þegar veðra- skil eru framundan, eða ókyrrð f loftinu. En margir misskilja það og telja að þá hljóti að vera hætta á ferðum. Þegar betur er að gáð, kemur f Ijós að ókyrrðin er oftast ekki meiri en verður f bíl á sléttu malbiki. En hversvegna er öryggið F fluginu varla nefnt á nafn í auglýsingum flugfélaganna Ifkt og ekkert skipti minna máli? Af samtölum við framámenn f fluginu hér hefur mér skilizt, að það sé einskonar alþjóðlegt feimnismál. Menn eru smeykir við að leggja áherzlu á, að ekkert geti komið fyrir. Það væri svo hrapallegt, ef óhapp bæri að höndum. Og kannski eru menn ekki alveg lausir við hjátrú, þótt þeir viti allt um meistarastykki tækninnar. í ágætri grein um öryggi ( farþegaflugi, sem birtist f fréttaritinu Time f aprfl síðastliðnum, var þess getið, að aldrei f sögu flugsins hefðu átt sér stað eins fá óhöpp og sfðastliðið ár. Þrátt fyrir síaukna umferð f loftinu um allan heim, fer ástandið batnandi. í Bandarfkjunum einum flugu 2300 farþegaþotur samtals hálfan þriðja milljarð milna á síðast liðnu ári; fluttu samtals um 220 milljónir farþega — og aðeins urðu fjögur minni háttar slys og fórust þar 45 manns. Talið er, að f Bandaríkjunum sé að minnsta kosti 1 5 sinnum öruggara að fljúga en aðaka f bfl hverja „farþega-mflu". Minni háttar flugslys verður fréttaefni, en hinsvegar ekki á það minnst þótt fleiri látist þar af völdum bifreiðaslysa á hverjum sólarhring. j Ameríku hafa þeir tiltækar tölur um alla skapaða hluti og samkvæmt tölfræðinni á farþeginn, sem stfgur um borð f farþegaþotu 99.999% Ifkur á að komast heilu og höldnu á áfangastað. Mörgum stendur stuggur af mjög stórum flugvélum, einkum og sér f lagi breiðþotunum, sem svo eru nefndar og eru ámóta háar og þriggja hæða hús, þegar þær standa á flugvelli. Niðurstaða sérfræðinganna er þó sú, að nútfma farþegaþota sé tíu sinnum öruggara farartæki en skrúfuvélarnar voru. Og þar að auki hefur flugöryggi aukizt til muna vegna bættra tækja á sjálfum flugvöllunum. Risaþoturnar Boeing 747, sem rákust saman með hörmulegum afleiðingum á Kanaríeyjum — á jörðu niðri og af manna völdum — eru aungvu að sfður taldar öruggustu farþegavélar, sem völ er á. Síðan þessar vélar voru teknar f notkun árið 1970, hefur ekki eitt einasta slys orðið vegna þess að vélin bilaði á flugi. Ein slfk fórst f flugtaki á flugvellinum f Nairobi 1974, vegna þess að flugstjórinn gleymdi að taka upp „flappana" á vængjunum. Nú er vélin þannig út búin, að viðvörunarkerfi fer f gang, ef þetta gleymist og annað kerfi er til vara. Menn reka sig á það aftur og aftur, að það eru mannleg mistök, sem erfiðast er að girða fyrir. Hversvegna hóf til dæmis hinn þraut- reyndi flugstjóri KLM flugtak á Tenerife án þess að hafa til þess heimild? Þvf verður að sjálfsögðu aldrei svarað og hefðu forfeður okkar látið sér nægja að álykta, að eigi yrði feigum forðað. Almennt eru flugstjórar á far- þegaþotum meðal bezt þjálfuðu atvinnumanna f nokkurri starfsgrein. Þeir eru undir stöðugu eftirliti; hafa oft 20 þúsund flugtfma að baki og eru kannski búnir að fljúga f 20—30 ár. í Bandarfkjunum er meðalaldur flugstjóra á far- þegaþotum 45 ár. Menn eru sammála um frábæra hæfni þeirra, en þeir sem vinna að öryggismálum hafa samt sem áður mestar áhyggjur af þvf, að enginn er svo fullkominn að hann geti ekki orðið annars hugar þegar mest á rfður að einbeitingin sé alger. Sérfræðingarnir telja að hættulegustu augnablikin verði á þeim punkti f lendingunni, þegar tækjunum sleppir og sjónflug tekur við. Mannleg sjón er ófull- komin og lausnin er talin vera rafeinda- búnaður, sem stjórnar lendingunni algerlega. Flestir verða að fljúga, hvort sem þeim líkar betur eða ver; ekki sfzt eyþjóð úti f reginhafi, sem ekki á lengur farþegaskip. Sfzt er ástæða til að vorkenna sér það; flugið heldur áfram, betra og öruggara, unz sfðasti olfudropinn er þrotinn og upp rennur tímaskeið seglskipanna að nýju. Gfsli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.