Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 2
Rœtt við Boris Borotinskij barritönsöngvara frö Finnlandi sem kom til islands aö syngja með Karlakör Reykjavíkur Slutt samtal viö finnska barri- tonsöngvarann Boris Biritinskij sem söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur nú í vor. Meðal erlendra gesta á afmælis- hátíð Karlakórs Reykjavíkur í fyrravor, var sá frægi finnski karlakór, Muntra Musikanter. Einsöngvari með kórnurn, vakti athygli og þótti takast sérlega vel. Hann hét Boris Boritinskij og síð- ar talaðist svo til að hann kæmi á nýjan leik til íslands og yrði ein- söngvari með kórnum á söng- skemmtunum í aprilmánuði. Boris syngur barriton og mörg- um áheyrendum virtist söngmát- inn vera á einhvern hált rúss- neskur; hljómurinn í rödd hans var þannig og nafnið er raunar rússneskt einnig. Boris er ekki hár i loftinu, en knálegur og næst- urn harðsnúinn á svipinn, þegar á sviðið er komið. Aftur á móti er hann mjög venjulegur ungur maður, nteð skegg þegar hann er laus við kjólfötin og kominn í peysu. Hann virtist njóta þess að vera kominn til íslands í annað sinn; nóg var af samkvæmislífinu, kannski of mikið stundum. Söngv- arinn verður að fara vel með sig og gæta raddarinnar eins og sjá- aldurs auga sins. Það var þoka og rigning þegar við hittumst — mildur vorúði rétt fyrir páska- hretið. „Ég vildi það kæmi sólskin aftur eins og búið er að vera hér siðustu daga“, sagði Boris, — „þetta veður fer mjög illa í mig. Ég verð niðurdreginn og melan- kólískur" „Þið eruð þvi vanari að hafa bjartviðri og frost að vetrarlagi í Finnlandi", sagði ég. „Stundum snjóar að vísu mikið; það er allt á kafi i snjó þar núna. Svo er bjart á milli og þá er fallegt. Svona veður er þar sjald- an“. „Þú ert finnskur, en nafnið virðist rússneskt?" „Það er rétt, enda er ég rúss- neskur i aðra ættina; amma min var Rússi. Þaðan er nafnið komið — og söngröddin býst ég við.“ „Það hlýtur að vera ógnvekj- andi að hafa stórveldi og herveldi að nágranna allar götur norður að íshafi?" „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt eins og þú veizt. Ég er að vísu orðinn 35 ára, en ég man ekki sjálfur eftir Finnlandsstríðinu. Aftur á móti hafði það áreiðan- lega sin áhrif á mig og önnur börn, þegar við óxum úr grasi og skildum, hvað hafði gerzt. Núna er sambandið gott að kalla; Kekk- onen situr veizlur í Moskvu, og ef Rússar fá eitthvað að fara út úr landinu, þá er það helzt til Finn- lands. Þrátt fyrir allt er léttara yfir Rússum en Finnum. Þó kerf- ið sé eins og það er, þá hittir maður einstaklinga, sem eru framúrskarandi hjartahlýtt og elskulegt fólk. Ég ólst upp i Vasa i Mið- Finnlandi og það var músík i fjöl- skyldunni, því faðir minn lék á fiðlu i hljómsveit og það var og er ágætur konsertsalur í Vasa. Reyndar var þar karlakór lika eins og svo viða i Finnlandi." „Voru sönghæfileikar þinir ef til vill uppgötvaðir þar?“ „'Nei. Á æskuárunum í Vasa var maður að hugsa um allt annað. Eftir að hafa gegnt herþjónustu i eitt ár, fluttist ég frá Vasa til Helsinki og innritaðist í Listahá- skólann þar. Listnámið stundaöi ég í fjögur ár og náði mér i rélt- indi sem teiknikennari. En um það er listnáminu lauk, rann það upp fyrir mér, að það var allt annað, sem mig langaði til að læra og fór rakleiðis úr Listaháskólan- um i Sibelíusar Akademíuna, sem er tónlistarskóli. Eftir söngnám í ár á þeim stað lá leiðin í Statens Musikdramatiska Skola, þar sem ég lagði stund á óperusöng og leiklist. Og innan vébanda þeirrar stofnunar var ég svo næstu þrjú árin.“ „Varstu kannski farinn að sjá sjálfan þig í anda á fjölum Scala óperunnar eða Metropolitan, eða með öðrum orðum: Var ætlunin að sigra heiminn og vera fljótur að því?“ „Nei, ég hef verið blessunar- lega laus við metnað til slíkra stórræða. Mig grunar aö sá frami sé oft dýru verði keyptur og mér finnst einfaldlega svo gaman að lifa og nýt þess svo að hafa það frjálst og geta skroppið til íslands til að syngja ef mér sýnist svo — eða eitthvað annað — að ég tek það langt framyfir. Ég veit af afspurn um þá spennu, sem menn lenda i, þegar þeir ráðast í topp- stöður hjá þessum frægu óperu- húsum. Mér skilst að utan við dyrnar bíði hópur eftir þvi, að stjarnan fari að dala, eða þá að henni mistakist — þvi þá fær hún pokann sinn og er máð burtu af stjörnuhimninum. Mér er lifsins ómögulegt að skilja þann hugsunarhátt, að geta selt sig í þá ánauð að vera bókað- ur eitt eða tvö ár fram i tímann einhversstaðar úti um allan heim og verða að vera á fartinni með þotum um heiminn þveran og endilangan og sjá ekki fjölskyldu sina nema þá að hafa hana með sér. Þannig hafa sumir tónlistar- menn komið sínum málum fyrir — Askenashy, sem íslendingar þekkja vel, er þar á meðal. Ég held að lifið þurfi ekki að vera svona óskaplega erfitt, þó maður geti sungið eða spilað á píanó og ég held að það hljóti að liggja einhverskonar sálrænar skýring- ar á því að verða stanzlaust að sanna hæfileika sina og getu í hverri viku.“ „Þú hefur þá ekki reynt að vera fastráðinn?" „Jú reyndar, — ég var fastráðinn um þriggja ára skeið hjá Malmö Stadsteater. Þar söng ég ýmis hlutverk eins og gengur og kunni afskaplega vel við leikhúslífið og mannskapinn þar. En Malmö er nú svona og svona; kannski dálítið leiðinleg og með ýmis einkenni smábæjar- ins þrátt fyrir stærðina. Ég var lika um tima í Stokkhólmi, en núna bý ég rétt utan við Helsinki og geri sitt litið af hverju. Stund- um býðst manni að syngja og þá er það þegið og"ég hef sungið mikið með finnsku karlakórun- um, Akademiska Sangföreningen og Muntra Musikanter. Maður verður að æfa sig að staðaldri og það geri ég heima á þeim tíma, þegar sizt er hætta á að það valdi nágrönnunum ónæði. Annars heyrist ekki mikiö á milli, þvi við búum i raðhúsi. Konan mín er kennari og við eigum eina unga dóttur. Við lifum afskaplega þægilegu lífi og ég held aö konan eigi bágt með að hugsa sér að ég færi að ráöa mig einhversstaðar úti í heimi. Aftur á móti getur verið gaman fyrir hana að skreppa með og nú er ég búinn að fara tvær islandsreisur án hennar og má til með að taka hana með, þegar ég kem hingað næst. Aftur á móti hef ég lagt málara- listina á hilluna að mestu og grip aðeins I að teikna öðru hverju. Maður verður að velja sér leið og það getur orðið einskonar bölvun að margskipta sér. Finnar eru miklir áhugamenn um söng og í landinu eru 15 eða 20 áhuga- mannahópar, sem færa upp óper- ur og oft með ágætum árangri. En þótt merkilegt megi virðast, er aðeins ein ópera í Helsinki skipuð atvinnufólki i söng og leiklist og hún starfar í gömlu og úr sér gengnu húsi. Þetta er sérstakur heimur, sem ekki á sinn lika og söngvarinn á sín stórkostlegu augnablik, sem hann lifir á. Það hefur verið sagt að söngvarinn sé vinur konunga og guða.“ „Þú mundir ekki taka freist- andi tilboði frá einhverju hinna stóru óperuhúsa í álfunni, ef það biðist ?“ „Aldrei skyldi maður segja aldrei. Ugglaust væri hægt að freista manns og þá mundi ég hugsa mér það aðeins I skamman tíma. Það yrði erfiðara líf, en um leið dálitið ævintýri. En ég kæri mig ekki um að standa í þessari eiturhörðu samkeppni. Maður verður þó að minnsta kosti að hafa tima til að smiða eitt og eitt flugmódel. Það er nefnilega min stóra ástriða að smíða flugmódel; komast I bækur og blöð með ná- kvæmum vinnuteikningum og út- færa í balsavið. Ég var svo hepp- inn að komast yfir ofsalega spenn- andi blað í Kaupmannahöfn á leiðinni hingað. Það var ekki músíkblað og heldur ekki Play- boy eða þessháttar blað. Það var flugmódelablað og nú hlakka ég til að koma heim og hella mér i að smiða eftir þessum teikningum. Sjáðu, hvernig vængirnir eru unnir, — alveg eins og í alvöru flugvélum. Sjáðu þessa, Spitfire orrustuflugvél, og þessa Lan- caster og þessa. Það verður spenn- andi og síðan að sjá þær á flugi. En nú er bezt að hætta. Ég finn að ég er að verða hás. Og á eftir þarf ég að fara til frú Kristinsdóttur — Guðrúnar Kristinsdóttur — og fara yfir eitt lag eða svo með henni. Ég ætla nefnilega að syngja Bára blá — á íslenzku.“ ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.