Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 6
landeignanefnd (arealudvalg) ríkisins ekki gengiö frá afhend- ingunni. Varnarmálaráðuneytið var því tilneytt að ákveða, hvern- ig eftirliti skyldi hagað og það varð úr að herinn skyldi laus allra mála en varslan yrði í umsjá lög- regluyfirvalda í Kaupmannahöfn. Skyldi henni sinnt einkum á kvöldin og að næturlagi. Þessi varsla reyndist ónóg. Rúður voru brotnar og lausa- munum stolið (þar var ekki aðeins um smáþjófa að ræða heldur gerðu stór fyrirtæki sig sek um að hirða alla „fittings" úr húsum). 11. október 1971 tók hópur ungs fólks nokkur húsanna til ibúðar og voru það samantekin ráð. Innan skamms skiptu ibúarnir hundruðum og eru síðan að jafnaði 6—800. Þá gátu lögreglu- yfirvöld gripið strax í taumana og rekið fólkið burt, en varnarmála- ráðherra var því andvigur vegna þess að of dýrt þótti að halda þar uppi löggæzlu. Fljótiega komst á samband á milli íbúanna og fulitrúa frá byggingardeild varnarmálaráðu- neytisins og upp úr þvi var farið að tala um „friríkið Kristianíu". íbúarnir í Kristianíu komu sér saman um skipulag innan svæð- isins og stofnanir, hópfundir voru haidnir og ákveðið var hverjir úr hópnum skyldu vera fulltrúar íbúanna gagnvart yfirvöldum. Árið 1972 voru margir fundir haldnir með þessum fulltrúum þar sem vandamálin voru rædd. Þá var m.a. tekin ákvörðun um að hver íbúi skyldi greiða 50 kr. danskar á mánuði fyrir rafmagn og vatn, en misjafnlega hefur gengið að innheimta það fé. Sorp- hreinsun á svæðinu hefur og verið nokkurt vandamál. Tilraun til breyttra félaqs hátta í greinargerð frá samstarfs- nefnd, sem skipuð var af varnar- málaráðuneytinu og í áttu sæti fulltrúar frá ráðuneytinu og ibú- unum í Kristíaníu og gefin var út í ágúst 1973, er í einum kaflanum fjaliað um með hvaða rétti megi tala um „félagslega tilraun" í sambandi við Kristíaníu. Þar segir m.a.: Á síðustu árum verður í auknum mæli vart við hópa, sem hvorki vilja né geta sætt sig við þær kröfur, sem þjóðfélagið gerir til þegna sinna. Þar er um að ræða ungt fólk, sem er hætt komið félagslega séð, fólk, sem hefur hafnað þeim möguleikum, sem þjóðfélagið býður upp á. Þetta eru minnihlutahópar, sem fjölskylda, vinir og starfsfélagar hafa snúið við baki og einmana eldra fólk, sem finnst það hafa verið sett hjá. Gagnvart þessu fólki má líta á það sem fram fer í Kristíaníu sem tilraun til breyttra félagshátta, sem hefur það að markmiði að gefa hverjum einstaklingi skilyrði til innihalds- ríkara lífs... Meðal íbúanna, sem eru um 600 talsins, eru nokkur hundruð, sem þar búa vegna þess að ekki er hægt að finna þeim annan samastað. Það er fólk, sem hefur dvalist um lengri eða skemmri tíma á stofnunum, en árangurinn af dvölinni hefur verið neikvæður. Það er ekki mót- tækilegt fyrir þá hjálp, sem þar er að fá og hefur strokið æ ofan í æ. — enda þykir það ekki góð lausn í vestrænum lýðræðisríkjum að loka fólk, sem hefur beðið ósigur i félagslegum skilningi inn á stofn- unum gegn vilja þess, til lang- frama. Stundum hefur tekist að koma á samkomulagi við barnaverndar- yfirvöld um að leyfa unglingum frá brotnum heimilum, sem leitað hafa til Kristíaníu, að dveljast þar um tima þangað til þeir verða hæfir til að meðtaka þá aðstoð sem félagsmálayfirvöld geta veitt. Á öðrum stað í greinargerðinni segir: Það fólk sem orðið hefur undir í félagslegum skilningi er í meiri- hluta meðal íbúanna í Kristianiu. í minnihluta eru þeir sem vilja vinna að uppbyggingu svæðisins á félagslegum grunni. Sá hópur vill eyða þeim orðrómi að Kristíanía sé hæli eða felustaður fyrir eitur- lyfjasjúklinga og að þar sé mið- stöð fyrir eiturlyfjasölu. Sá hópur vill með aðstoð lögreglu losa sig við slíkt fólk og telur heppilegast að komið verði á samstarfi um hjálp þeim til handa milli ófag- lærðra sem sumir eru fyrrverandi eiturlyfjasjúklingar og þeirra hjálparstofnana, sem yfirvöld hafa yfir að ráða. Þess vegna verður að viðurkenna opinber- lega tiivist Kristíaníu og þau skil- yrði sem unnið er samkvæmt. Auðséð er, að slikt er i andstöðu við viðurkenndar aðferðir þar sem ekki er alltaf farið hinar svo- kölluðu „troðnar slóðir" í samfélagsháttum. Eigi að eyða misræminu á miili þess lífsstils sem íbúarnir í Kristíaníu kjósa sér og þess sem almenningur telur æskilegastan, verður að koma til viss sveigjanleiki og aukinn skilningur bæði af hálfu þjóðfélagsins og íbúanna i Kristianíu. Ogennfremur: Einhliða gagnrýni á Kristíaníu virðist byggjast á þekkingarskorti á félagslegu raunsæi í nýtízku iðnaðarþjóðfélagi og þá sérstak- lega varðandi lífsskilyrði sem fólki er boðið upp á í stórborg. Tilraun í þrjú ár Danska ríkisstjórnin ákvað að sú „félagslega tilraun" sem kennd er við Kristíaníu skyldi standa í þrjú ár (frá 1973—1976) en þó með þeirri forsendu að ýmsum skilyrðum skyldi fullnægt — forðast skyldi að skerða réttar- vilund almennings — manntal færi þar fram — íbúarnir skyldu greiða tilskilin gjöld fyrir vatn og rafmagn og sömuleiðis skyldu gjöld fyrir hvers kyns rekstur sem þeir stæðu fyrir á svæðinu. Brýnt var fyrir barnaverndaryfir- völdum að fylgjast með börnum og unglingum, sem væru þar til húsa og elfd skyldi samvinna við hin Norðurlöndin varðandi af- brotafólk, frá viðkomandi löndum, sem leitað hafði þar hælis. Og að lokum segir: Hin félags- legu vandamál í Kristíaníu eru hvorki ný né áður óþekkt í stór- borgum. Hins vegar er það ný- lunda að þau eru þarna saman- komin á takmörkuðu svæði og hafa því komið betur i dagsins ljós. Þarna er um vandamál að ræða sem ekki er hægt að loka aug- unum fyrir, en með aðgát og raun- særri afstöðu ætti aó vera hægt að ieysa þau. Síðan þessi greinargeró var gefin út, (en hún er auðvitað miklu ýtarlegri en hér gefst kostur á að sýna) eru liðin þessi þrjú ár og rúmlega það. Siðan mun málið hafa verið afhent dóm- stólunum og skömmu eftri ára- mótin síðustu var kveðinn upp sá úrskurður í Östre Landsret að frá lagalegu sjónarmiði væri heimilt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.