Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 9
Til vinstri: Lizzie Ashe býr t ellinni ( þessu steinhúsi og hefur hvorki rafmagn né vatns- veitu. Hjá Lizzie hanga þrjár myndir á vegg; ein af Jesús Kristi, ein af John F. Kennedy og ein af bróður hennar, sem varð fræg hetja í páskaupp- reisninni 1916. Til hægri: Fisk- veiðar eru stund- aðar frá Dingle- skaga og hér eru þrír sjómenn að hressa sig á barn- um hjá Jonnic Frank Sullivan eftir árangurslít- inn veiðitúr. brjósti mér. Ég er írskur í aðra ættina. Mamma min er fædd í Cork og ég var á sumrin þegar ég var lítill, í Eest Clare ekki ýkja- langt fyrir norðan. Ég var kallað- ur Brian Ög, hinn ungi Brian — og líka Brian Boru, en ég var mjög uppmeð mér af því, af því það var sama nafnið og 11. aldar stríðshetja frá Munster hét. Hann hiaut síðast konungstign. Síðan hefur mér verið tíðhugs- að um írska þjóðtungu og ensk áhrif á hana. Ég man vel tignar- legan hljóm hennar frá því ég var lítill. En John Hanifa talaði ai'ls ekki það mál, sem ég mundi eftir. Það eru um 70.000.- manns á öllu írlandi sem tala enn hina upp- runalegu írsku. Hvað gat valdið þessu? írska þjóðin átti sínar eigin bókmennt- ir tveim öldumá undan Englend- ingum. Ef til vill var upphafið að þessu árið 1014, þegar nafni minn Brian Boru lét lífið í orustunni við Clon- tarf og hrakti víkingana frá völd- um í írlandi. Eftir hans dag var enginn nógu voldugur írlending- ur til að sameina þjóðina. Árið 1169 réðust engilsaxneskir vík- ingar inn í landið og þá hófst á ný valdabarátta Ira. Þeir réðu ríkjum í 400 ár og áttu i stöðugum orustum við ensku krúnuna. En þeir tóku upp irska siði og hætti írsku konunganna. í Corca Dhuibhne urðu hroða- leg manndráp í nóvember 1580. Þá fengu kaþólikkar í Desmonds spánskar og ítalskar hersveitir sér til hjálpar 600 manns að tölu. Þeir voru allir sigraðir i Fortress of Gold í Dún an Óir. Lýsing Grey lávarðar á verknaðinum til Elísa- betar drottningar hljóðaði eitt- hvað á þessa leið: „Ég lét menn mína afvopna þá. Síðan setti ég á fót aftökusveit og þessir 600 útlendingar voru allir teknir af lífi .. .“ Yfirmaður af- tökusveitarinnar var Sir Walter Raleigh. Hann var heiðraður með 40.000 ekrum af irskum landi fyr- ir verknaðinn. Næstu öld var ír- land þjakað af hroðalegum upp- reisnum og ruddalegum gagnárás- um. írsk menning og þjóðtunga drukknaði í sínu eigin blóði. Jarð- ir írskra lávarða voru teknar af þeim og írsk skáld voru hrökt út í sárafátækt. Þúsund ára gamlar þjóðsögur og rímur voru sagðar mann fram af manni á sveitabýl- unum. Þjóðtungan var aðeins töl- uð yst á vesturlandinu, en þar var fólkið of fátækt og hrjáð til að geta staðið í orustum. í Dunquin, vestasta bænum á írlandi, fóru ég og konan min, Linda að nema irska tungu. Það fyrsta sem við lærðum var irsk bæn. „Dias ’ Muire dhuit — Guð og Maria séu með ykkur", sagði Micheál O Duláane. „Dias ’Muire dhuit agus Pádrig — Guð og María og Patrick", svar- aði ég og krakkarnir í skólanum hlógu að enska hreimnum hjá mér. „Hafðu ekki áhyggjur af þessu. Þau gerðu ekkert annað en hlæja af írskunni minni fyrst." sagði Micheál. Hann er kennarinn í St. Gohnet’s National School i Dunquin. Skólaherbergið er frið- samlegt á að líta og erfitt að imynda sér að fyrir tveim árum siðan urðu mikil átök í St. Gobnet’s sem opnuðu augu allra fyrir mikilvægi þess að vernda írska þjóðtungu. Arið 1970 lokaði stjórnin skól- anum í Dunquin. „Þá hófust átök- in“, sagði Micheál. „Fólkið í Dunquin talar hreinustu írskuna i landinu. Þvi skyldum við ekki senda nemendur okkar til Dunquin til að viðhalda og læra málið okkar. Skólinn var opinn á kostnað fólksins sjálfs og ég kom frá Kildare sem sjáifboðakenn- ari.“ Mótmælendur frá Gaeltacht gengu til Dublin og hófu mót- mælasetu fyrir utan þinghúsið í Dublin. Mecheál og aðrir for- sprakkar voru settir í fangelsi. „Þetta olli mikilli óglu. Fólkið átti erfitt með að horfa upp á landsmenn barða og setta í tukt- hús fyrir það eitt að vilja viðhalda þjóðtungu sinni. Við réttarhöldin neitaði fólk að tala annað en irsku svo það varð að túlka fyrir dómar- ann. Niðurstaðan varð sú, að írsk- an væri ekki „opinbert mál.” Við segjum irskuna vera sálina í okk- ur og við eigum erfitt með að halda líkama og sál sarnan." Árið 1973 kom ný stjórn til valda. Eitt af fyrstu verkum hennar var að opna aftur skólann i Dunquin. Micheál var kallaður kennari. „Foreldrar eru farnir að senda börn á eigin kostnað út um landið til að læra írskú og búa með fólk- inu úti á landi. Við ætlum að veita styrki til að heilir bekkir og kenn arar geti farið og búið úti á landi um mánaðartíma,” segir Micheál. Um leið og Micheál er að Ijúka máli hljómar írskur söngur frá 30 krökkum frá Dublin úr næstu kennslustofu. Ég skil ekki orð. Kona Micheáls, Aine, býður okkur upp á írskan mat um kvöld- ið, hafrasúpu með graslauk og mjólk, kjúklinga með ferskum sveppum og sveitaost úr mjólk framhald á bls. 12 Vandantál mannlffs á Dingleskaga eru mörg, en eitt það alvarlegasta er, að unga fólkið flytur á brott, einkum til Englands. Skemmtanalff er lítið, en áður þandi þessi aldni Iri harmonfkuna á böllunum. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.