Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 13
Bjarne Habekost Nielsen er 21 árs
gamall Dani. Hann er spastfskur sjúkl-
ingur, 100% öryrki og búinn að vera á
spftöium og öðrum stofnunum frá þvf
hann var tveggja ára. Rafdrifinn hjóla-
stóll er þýðingarmesta hjálpargagn
hans, en þvf miður er Bjarne alls ófær
um að gera nokkuð með höndunum.
Hvað getur hann þá gert, mætti spyrja.
Það er ótrúlegt, hvað hægt er, þegar
höfuðið er f lagi og viljastyrkinn
vantar ekki. Bjarne er nú vistmaður á
sérstakri stofnun fyrir lamaða og fatl-
aða í Ballerup og orðinn formaður f
sérstöku ráði, sem vistmennirnir
mynda. Um nokkurra ára skeið hefur
Bjarne skrifað á rafmagnsritvél á þann
hátt, að pinni var festur á enni hans og
sfðan skrifaði hann með höfuðhreyf-
ingum.
Nú þarf Bjarne Habekost Nielsen
þess ekki lengur. Stóra táin á vinstra
fæti er nefnilega það eina af útlimum
hans, sem lætur að vilja hans og nú
skrifar hann á ritvélina með henni.
Ritvélinni er komið fyrir á sérstakan
hátt eins og sést af myndinni og Bjarne
skrifar á pappfrsrúllu til þess að þurfa
ekki að skipta um pappfr á venjulegan
hátt. En hann getur ekki hjálparlaust
tekið pappfrinn úr vélinni.
Bjarne er ákveðinn f að fá það út úr
tilverunni sem getan framast stendur
til. Hann ætlar með bréfaskólanámi að
leggja stund á innanhússarkitektúr og
koma á framfæri hugmyndum sínum
um innréttingar bygginga, þar sem
tekið er tillit til fatlaðra.
Um ökuhæfni er það að segja, a8
Renault 20 liggur vel á vegi, en er
ekki alveg eins fastur I rásinni og
margir framhjóladrifnir btlar. Hann
er Ijúfur I akstri, þótt ekiS sé á
rúmlega 100 km hraSa og ekki
hávaSasamur. Samskonar dósar-
hljóS er í gtrskiptingunni og mörgum
öSrum btlum, sem annaShvort eru
meS gtrkassann aftur I eða frammt.
Sætin eru hæfilega mjúk og góS i
stórum dráttum og mælaborSiS rtku-
lega búiS; meira aS segja meS
snúningshraðamæli. Allur frágangur
er sterklegur og sýnist muni þola sitt
af hverju, en hinsvegar vantar
herzlumuninn á fallegan frágang og
verður á sumum atriSum nokkur
austantjaldsbragur fyrir vikiS.
FjöSrunin er einstaklega góð og
stærð bflsins og lengdin milli hjóla
gera aS verkum, að hann flýtur
mjúklega yfir holur og ójöfnur t stað
þeirra óhjákvæmilegu hreyfinga upp
og niður, sem fylgja smábtlum. Á
malarvegi er hann afbragS og i lang-
akstri á slikum vegum koma beztu
kostir þessa bils i Ijós. Hitt er svo
annað mál, að I bæjarumferð er
óþarfi aS kvarta yfir honum; þar er
hann lipur, hemlarnir vinna vel og
snerpan er alveg þolanleg. í aftur-
sætinu er svo mikiS rými, aS þar er
óþarft aS taka ofan hattinn og það er
meira en hægt er að segja um ýmsa
svokallaSa stóra bila, sem eru
kannski hálfur sjötti metri á lengd.
Renault 20 er í stærsta flokki aS
innan, en aS utan er hann rétt
meðalstór og eyðslan er hliðstæð
smábtlum. ÞaS er málamiðlun sem
sýnist skynsamleg og þaS er einmitt
orðið yfir þennan btl: Hann er meira
skynsamlegur en spennandi. G.S.