Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 14
Ingvar Agnarsson ÁLOCH NESS- SKRÝMSUÐ HEIMA Á ÖÐRUMHNETTI? i. Um langt skeið hefur hið svo- nefnda Loch Ness fyrirbrigði (skrimslið í þessu skoska vatni) verið mönnum mikil ráðgáta. Margir leiðangrar hafa verið gerðir út, með fullkomnum tækjabúnaði, en árangur hefur orðið lítill, í þá átt, að sanna tilvist þessarar furðuveru, sem svo margir einstaklingar hafa þóst sjá og jafnvel náðá Ijósmyndir. Nú er á ferðinni við Loch Ness (Nesvatn) mikill vísindaleiðangur frá Bandarikjunum, og á hann að fá endanlega úr þvi skorið, hvort dýrið er til eða ekki. Honum á ekki að Ijúka fyrr en gátan hefur verið leyst. (Sjá t.d. frásögn i Morgunblaðinu 1 2. júní 1976). II. Menn hafa enn ekki áttað sig á eðli fyrirbæra sem þessara, halda, að hér sé um að ræða fáséð dýr, sem lifi á þessari jörð. Má vel nefna í þessu sambandi hliðstæð fyrirbæri, svo sem Katanesskrímslið, sem skelfdi veg- farendur við Hvalfjörð seint á siðustu öld; Lagarfljótsorminn, sem margir telja sig hafa séð; og snjómanninn hræðilega i Himalayjafjöllum, sem skýtur upp kollinum við og við. Hér mun ekki vera um dýr þessarar jarðar að ræða, og þá sennilega ekki heldur að því er varðar Loch Ness skrímslið. Mun hér vera um að ræða dýra- tegundir, sem heima eiga á ein- hverjum öðrum jarðstjörnum annara sólhverfa. „En hvernig ættum við jarðarbúar þá, að geta séð þessi dýr, ef þau eiga heima á öðrum stjörnum?" munu ein- hverjir spyrja. Er þá því til að svara, að hér gæti verið um að ræða fjar- sýnir til annara hnatta, fyrir samband við sýngjafa á þeim stað, (samanber kenningar dr. Helga Pjeturs), en einnig kæmi tfl greina í sumum tilvikum líkamning (materialisation) um stundarsakir, og eru slík fyrirbæri ekki með öllu ókunn á jörðu hér, (samanber líkamninga á miðils- fundum, þar sem íbúi annars hnattar hefur komið fram um stundarsakir og verið rannsakaður af vísinda- mönnum, mældur og veginn). Líkamning getur átt sér stað hér fyrir sérstakt ástæði, skilyrði verða að vera hér fyrir hendi, til þess að slíkur líkamningur geti komið fram. Skilyrði til slíkrar efnunar (likamningar) hafa ávalt verið mjög skammvinn hér á jörðu. Hinn aðkomni gestur, i þessu tilviki furðudýrið í Loch Ness, hefur aðeins getað haldist hér við í mjög skamman tíma, þó nægilega langan til þess, að unnt hefur verið að taka Ijósmyndir í fáeinum tilvikum og þá ávalt án undirbúnings og án skipu- lags. Umfangsmikil leit með mannafla og tækjum hefur því ekki borið árangur, enn sem komið er. Gæti þó einhverntima viljað svo vel til að þetta dýr annars hnattar ætti eftir að koma fram í návist einhverra leiðangurs- manna, þeirra sem nú leita þess með öllum tiltækum ráðum. En sérstaka tilviljun mætti kalla það. Og ekki væri hægt að endurtaka þá tilviljun, að eigin vild leiðangursmanna. Því fyrir- bæri sem þessi hverfa jafn skyndilega og þau birtast. III. Ef mikilvægt þætti mætti hugsan- lega ná nokkrum árangri i rannsókn á dýri þessu meðallt öðrum aðferðum. Læt ég mér detta í hug eftirfarandi aðferð: Stofnað skyldi til miðilsfunda, þar sem gert væri ráð fyrir sambandi við menn á öðrum hnetti. Tilraunamenn þyrftu að skilja sambandseðli lífsins í alheimi, skilja eðli lífgeislunar, skilja að lífgeislaáhrif berast frá manni til manns og þeir þyrftu að hafa gert sér Ijóst að fjarlægðir eru þar engin hindrun, jafnvel þótt um fjarlægðir geimsins sé að ræða. Ohjákvæmilegt væri að þekkja til nokkurrar hlýtar þessi atriði úr kenningum dr. Helga Pjeturs, en þæreinar bregða skýru Ijósi yfir þessi mál. Tilraunamenn skyldu stefna að því að fá samband við mannkyn á hnetti, þarsem heima ætti dýr, samkynja þvi, sem sést hefur í Loch Ness. Leita skyldu þeir sambands við ein- staklinga þess hnattar, sem deili vissu á þessu dýri og sem helst gætu haft það fyrir augum á meðan á tilrauninni stæði. Hafa skildu þeir til aðstoðar góðan miðil. í hópi tilrauna- manna þyrfti að vera maður, gæddur mikilli fjarskyggnigáfu. Ef miðils- fundur tækist vel mundi hinn fjar- skyggni (ófreski) maður, fyrir tilstilli sýngjafa þess er hefði dýrið fyrir augum, geta séð og skoðað þetta dýr allnákvæmlega, og fengið fyrir sam- band, allmikla vitneskju um lifnaðar- hætti dýrsins, stærð þess, sköpulag, og ýms sérkenni þess. Alla lýsingu hins skyggna manns mætti taka upp jafnóðum á segulband, til frekari úr- vinnslu síðar. Gera verður ráð fyrir að halda þyrfti marga slíka fjarskyggni- og miðils- fundi, og mundu upplýsingar um það, sem leitað væri eftir, verða þvi fullkomnari, sem fleiri yrðu fundir og samband tækist betur við þessa íbúa annars hnattar, sem leitað yrði til um vitneskju. Sambandsaðilinn á öðrum hnetti, gæti fyrir miðilsmunn gefið all- nákvæma lýsingu á umræddu dýri og hinn ófreski maður,sem á miðils- fundinum yrði gæti séð dýrið eins og með eigin augum, fyrir samband við sýngjafann á þessum öðrum hnetti. Hugsanlegt er enn, að mynd af dýrinu gæti komið fram á Ijósmynda- þynnu, í herbergi því sem tilraun færi fram i. Sú mynd væri hliðstæða þess, sem oft hefur komið fram við mynda- töku, aðjafnframt mynd sem tekin hefur verið af ákveðnum manni, hefur komið fram önnur mynd af einhverjum, sem alls ekki hefur verið til staðar. Hefur stundum mátt greina, að um hefur verið að ræða þekkjanlega mynd af einhverjum, sem dáinn hefur verið og því fluttur burtu héðan af jörðu. og þá að sjalf- sögðu til annars hnattar. En stundum hefur enginn getað þekkt andlitin á slíkum „dulrænum" myndum. Ekki hef ég heyrt um, að komið hafi fram nema myndiraf mönnum á slíkum Ijósmyndum. En ekki fyndist mér það nema stigsmunur, þótt mynd af einhverju dýri gæti komið fram á slíkri mynd. Og mætti miklu fremur gera ráð fyrir slíku, ef verið væri að leita fróðleiks einmitt um slíkt dýr, á miðilsfundi slíkum, sem hér er gert ráð fyrir. Hinn mikli vandi er sá, að jafnan hefur mjög skort á samstillingu slíka, sem með þarf, til þess að góður árangur hafi náðst, á þeim sviðum, sem stofnað hefur verið til með miðilsfundum. En ef betur færi að takast, og ef réttur skilningur á eðli miðilssambanda yrði algengari meðal sitjara miðilsfunda, miðla og annarra, tel ég alveg víst, að tilraun til að öðlast fræðslu um sérstakt atriði lífsins á öðrum hnetti mundi takast svo, að mjög mundi leiða til aukinnar þekkingar. Hitt er svo annað mál, að eftir að þessu skilningsstigi hefði verið náð um sambandseðli lifs og lifgeislunar, mundu tilraunir oft beinast að mun mikilsverðari viðfangsefnum en þeim, sem um er rætt hér að framan. En allur jákvæður skilningur í þess- um efnum, er undirstaða þess, að vel megi takast um öflun fróðleiks frá öðrum byggðum hnöttum í alheimi, og það sem meira er um vert, eflingu lifmagnanar til jarðar okkar og þess lífs, sem hér er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.