Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 10
TASADÆAR steinaldarfölk ö 20. öld, sem ekki ö til grimmd, þekkir ekki manndröp og lifir af því, sem frumskögurinn gefur. Bökarkaflar eftir John Nance. Síöari hluti. Balayam leikur á flautu og drengirnir Lobo og Ukan hlusta á með andakt. Það tekur Tasadæa tfu mfn- útur að búa til svona exi úr þunnri steinhellu, trjágrein og vafningi úr vínviði, — en hún er heldur engin Rimmugýgur. Hellisskútar þar sem Tasadæar búa. Lftill Tasadæadrengur situr f mestu makindum á örmjðrri trjágrein hátt uppi. Karlarnir urðu þvi vinsamlegri þeim mun oftar sem við komum. Tveir þeir elztu, Kuletaw og Tekaf, voru þó alltaf fálátir. Balayam var opinskáastur allra. Bilangan var heldur hlédrægari. en samt mjög vinsamlegur. Mahayag sat sig aldrei úr færi að taka þátt í „hópfund- um“ okkar. Udelen og Lefonok voru hæglátir en viðmótsþýðir. Lobo litli lék ævinlega á als oddi. Hann var satt að segja aldrei í rónni nema allir veittu honum fulla athygli. Neytti hann allra mögulegra og ómögulegra bragða til þess að vekja eftirtekt okkar. Hann læddist aftan að okkur og batt viðartágar í beltin okkar, hrifsaði af okkur húfurnar, kleif upp á axlir okkar. Það var engin ieið að láta sem maður sæi hann ekki. Hinir unglingarnir voru langtum óframfærn- ari. Þeir stálpuðu voru feimnir, en þeir litlu hræddir. Einn daginn, er við vorum í hellinum, gleymdu sér þrír smástrákar og fóru að tuskast og fljúgast á um hellinn. Þeir léku nokkurs konar elting- arleik og köstuðust á sandi og rusli af hellisgólfinu. Gekk svo þar til móðir eins þeirra kallaði höstuglega til hans og kippti honum til sín. Þeir höfðu farið svo framarlega i hellinn, að þeir stigu fram yfir gólfbrúnina. Þaðan var rúmur metri niður á mjóa syllu en síðan ekkert nema hengiflugið niður í dalinn. Ekki virtust þeir taka eftir hættunni. En þetta var undantekning; vanalega voru þeir mjög stilltir. Konurnar voru alltaf fálátar viö okk- ur, alla nema Dul. Þær voru nokkru vinsamlegri við Igna, Mai og Sindi og sóttust jafnvel eftir því að sitja hjá Manda. En þegar einhver okkar hinna bættist í hópinn, urðu þær strax feimn- ar, og litu undan ellegar flissuðu vandr- æðalega. Etut var langfálátust og það svo, aö Balayam sá sig loks neyddan til aö biðja okkur afsökunar fyrir hennar hönd. „Við megum ekki áfellast Etut, þótt hún virðist óánægð", sagði hann. „Það er eins með hana og aðrar konar þegar þær eru ófriskar; hún er ánægð, það sést bara ekki á henni“. Morgun einn sýndi Sekul þeim Eliz- alde og Lindberg mikið vinarbragð. Hún gaf þeim fyrst lirfur að eta og riörtuðu þeir í þær. Þegar Sekul sá, að þeim bragðaðist þetta bara vel, fékk hún Eliz- alde annan rétt; það var hauskúpa af einhverjum apa og hafði verið steikt. En hún var orðin nokkurra daga gömul og farið að slá heldur betur í hana. Elizalde og Lindberg höfðu nartað í lirfurnar af stakri hreysti. Sagði Elizalde þær áþekk- ar „gömlu, seigu gúrni". Hann hafði etið ýmsan undarlegan mat hjá frumstæðum þjóðum. Sumt vissi hann aldrei hvað var og hvaðst ekki kæra sig um að vita það. Hann kvað snáka og slöngur bærileg, rottur og eðlur væru öllu verri. Þyrfti mikinn sjálfsaga til þess að koma þeim niður. En aldrei fyrr hafði hann fengið úldna hauskúpu. Hauskúpuna átti að brjóta upp og eta síðan heilann. Tasa- dæar töldu þennan rétt eitthvert almesta sælgæti. \7oru þeir hreyknir af gjöf sinni. Elizalde rétti Mai hauskúpuna og þakkaði ástsamlega fyrir. En hann sagð- ist hafa það fyrir reglu, að deila sliku hnossgæti með vinum sínum og nú vildi svo til, að flestir þeirra væru niðri i tjöldum. Hann ætlaði því að fara með kúpuna þangað svo, að allir mættu njóta hénnar. Létu Tasadæar sér það vel lika. Kúpan var svo fengin Igna. Vissum við ekki hvað hún gerði af gripnum. Kúpan hvarf, en lyktin var viðloðandi enn um sinn. Einn daginn fengum við að bragða á öðrum nýstárlegum rétti, sýnu lystugri þó. Hann nefndu Tasadæar natek. Dafal veiðimaður hafði kennt þeim að búa til natek. Til þess þurfti merg úr sérstökum pálmatrjám. Ekki var mergur í öllum slíkum trjám, en Tasadæarnir fundu hann með því að banka í trén og hlusta eftir réttu hljóði. Þegar þeir fundu tré með merg tóku þeir svo sem metra stykki úr bolnum og klufu það eftir endilöngu. Svo stöppuðu þeir trjákjarn- ann með eins konar mortéli. Loks tróðu þeir hann í furðu flókin tæki, sem þeir reistu úr greinum bundnum vafnings- viði, og fengu svo úr þessu safa eða þunna súpu. Öll voru þessi vinnubrögð langtum flóknari en önnur, er við höfð- um séð hjá Tasadæum, Dafal veiðimaður hafði kennt þeim þetta nýlega; hann kenndi þeim einnig að búa til dýragildr- ur og leggja. Var greinilegt á handtökum þeirra við hvort tveggja, að þeir voru viðvaningar í þessum listum. En trjásaf- ann fóru þeir þannig með, að þeir létu hann setjast, og fleyttu ofan af það, sem þeir þurftu ekki. Sterkjan, sem varð eftir var vafin í blöð og bökuð yfir eldi. Þetta varð að kökum og voru þær etnar við svo búið. Okkur þótti þær þurrar undir tönn, en vel ætar. Þegar Tasadæar þóttust hafa bakað nóg natekbrauð héldu þeir heim á leið, nema Bilangan varð eftir og bakaði meira. Hann haföi fyrir flestum að sjá, konu og fjórum sonum. Það var okkur jafnan mikið unhugsun- arefni, að ekkert salt varð fundið i mat Tasadæa. Læknir okkar sagði, að lang- vinnur saltskortur leiddi til dauða. Við gátum þess til, að Tasadæar fengju nóg sódíum klóríð úr jurtum. Þeir átu mikið af ávöxtum; vissum við, að þeir lögðu sér enn fleiri ávaxtategundir til munns, en við höfðum séð. Þeir voru við hesta- heilsu, ef frá eru teknir ýmsir meinlitlir sjúkdómar. Það virtist því svo, að matar- æði þeirra væri alveg mátulegt. Það lítið Tasadæar höfðu af verkfær- um var frumstætt og þeir virtust yfir- leitt kæra sig lítið um þau. Dafal hafði fært þeim hnífa svo, að þeir voru mikið til hættir að smíða steináhöld. Við báð- um þá samt aó sýna okkur hvernig þau væru gerð. Þeir fóru þá með okkur niður að á. Nokkrir óðu út í og leituðu steina. Þegar þeir höfðu fundið hnullunga, sem hentuðu krupu þrir, Udelen, Lefonok og Balayam, niður við lágan klett, sem gekk út í ána. Fóru þeir nú að slípa hnullung- ana á klettinum og gáðu öðru hvoru í eggina, sem myndaðist smám saman. Þegar komin var sæmilega hvöss egg var trjágrein tekin og lögð saman í lykkju yfir steininn. Síðan var tágum sívafið utan um steininn og greinina og niður eftir skaftinu. Var steinninn þá orðinn allfastur I greininni. Lefonok var tæpar 12 minútur að ganga frá sinni öxi, Bala- yam og Edelen svo sem korter. Axirnar voru lítið eitt frábrugðnar hver annarri. Eggjar þeirra dugðu til þess að vinna á vafningsviði og með axarsköllunum mátti brjóta hnetur og harða ávexti. Miklu meira þýddi ekki að bjóða þeim. Tasadæarnir gáfu okkur axirnar, þegar við fórum niður i tjöld. Síðar voru þær sendar til rannsóknar. Það virtist, að þessi amboð væru aðeins notuð einu sinni og þeim væri síðan fleygt. Þau ónýttust enda fljótt í geymslu'; þaó slakn- aði á vafningsviðnum, er hann þornaði og losnuðu svo steinarnir. Tasadæarnir hirtu líka litt um verkfærin. Er við höfðum verið viku í skóginum kom það til tals, sem við höfðum frétt þá fyrir tveim dögum, að flokkur sjónvarps-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.