Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Page 7
aö ryöja allt svæðiö i þessu
danska „fríríki".
Og nú tala íbúarnir um að
áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Húsin í Kristíaníu eru mörg,
190 alls, og afar ólík bæði aö
stærö og gæöum. Glestir ibúanna
hafa sezt að i þeim húsum sem
fyrir voru á staðnum, sumir hafa
hróflað sér upp húsum sjálfir og
einstaka búa í hjólhýsum. Sum
húsin eru mjög sæmilega búin, en
i öðrum er tæpast frumstæðustu
skilyrði uppfyllt.
Friöarörkin
og önnur hús
Eitt stærsta húsið og sennilega
það, sem flestir hafa heyrt af, er
FRIÐARÖRKIN, þar sem eitur-
lyfjasjúklingar leita sér helzt
hælis og þeir sem harðast hafa
orðið úti, likamlega, andlega og
félagslega. Þetta er fimm hæða
hús, fyrrverandi hermannaíbúðir
með baðherbergi og eldhúsi. Þar
búa nú að jafnaði 70—100 manns.
Ástandið i þvi húsi var löngum
iskyggilegt hvað umgengni snerti,
brunahættu og alla aðbúð. Nú
hafa Kristíaníubúar sjálfir séð
um ýmsar lagfæringar — nýjar
rúður háfa verið settar i glugga
og stíflur losaðar úr klósettum. Þó
mun þar mörgu ábótavant.
í Þinghúsinu sem líka er stór
bygging, hefur lengi verið rekin
upplýsingaskrifstofa, verkstæði
fyrir silkiþrykk var þar og til
húsa og þar hefur verið fundar-
staður íbúanna.
Leirkeraverkstæðið. Þar eru
snúningsskífur til leirkeragerðar
og brennsluofn, sem fenginn var
að gjöf frá velviljuðum. Þar eru
líka steypt kerti, sem seld eru og
nokkrir vefstólar standa þar til
afnota.
Baðhúsið. í bók eftir Evu Esmann
um Kristianíu sem Det danske
Forlag gaf út árið 1976 stendur:
Hreinlæti er gott og blessað, sagði
kellingin og þurrkaði af borðinu
með kettlingnum. Þessi athuga-
semd segir ef til vill sitt um af-
stöðuna til hreinlætis, sé kímni-
gáfan í lagi. En Kristíaniubúar
vildu eignast baðhús. Þeim varð
að ósk sinni eftir tveggja ára bar-
áttu. öll upphitun fer fram með
eldivið, svo á ýmsu gengur á vet-
urna ef birgðir þrýtur. Baðið
kostar 3 kr. danskar — gufubað 4
kr, en um leið eiga menn kost á
ókeypis „kjaftatörn".
Smiðjan. Rekstur smiðjunnar
hefur gengið bæði upp og ofan en
hún er þó starfrækt á alltraustum
grunni. Af þvi sem þar er fram-
leitt eru Kristíaníuofnarnir
svokölluðu þekktastir. Þeir eru
búnir tii úr gömlum olíutunnum
og gefast sæmilega. Með slíkum
ofnum hita margir híbýli sín i
Kristíaniu og fólk utan að kaupir
þá i sumarbústaði. Á sumrin,
þegar eftirspUrnin er minni eru
smíðaðir þar vagnar, sem tengdir
eru við reiðhjól og allskonar við-
gerðir fara þar fram.
Barnahúsið. Það hús hafa
Kristíaníubúar að mestu byggt
sjálfir fyrir fé sem safnaðist með
skemmtanahaldi. Þar dveljast 30
börn daglangt að jafnaði.
Byggingarefnið fékkst úr gömlum
bragga og sumarbústað á Norður-
Sjálandi. 1 húsinu er rafmagn og
vatn (það er alls ekki i öllum
húsunum) og allur innri búnaður
er miðaður við barnastærð. Það
uppfyllir ekki kröfur hins opin-
bera til barnaheimila en íbúarnir
segjast leggja áherzlu á að það sé
ekki rekið sem stofnun. Þetta er
hús fyrir börn, segja þeir.
Samkomustaðir og veitingahús.
Veitingahúsin i Kristíaníu hafa
verið mikið deilumál og mjög til
umræðu, enda er þar ekki farið
eftir settum reglum um slika
staði. Þau teljast allt frá þremur
upp i átján, allt eftir þvi hvernig á
þau er litið. Sum eru eingöngu i
þvi fólgin að einhver kaupir öl-
kassa og selur síðan eina og eina
flösku út um gluggánn. Aðrir inn-
rétta veitingastofu með borðum
og stólum og stundum leika
hljómsveitir þar beat eða jazz.
Veitingahúsin hafa verið mjög
umdeild vegna hávaða óþrifnaðar
og vegna þess að þangað hafa sótt
„óæskilegir aðilar“ og er þá
sérstaklega átt við þá sem ætla
sér að hagnast á eiturlyfjasölu, en
slikir eru illa séðir i Kristíaniu.
Fólk sem hefur orðið hart úi
leitar þangað í von um skilning
meðbræðra og hlýtt viðmót. Þvi
fólki hættir til að verða ofurölvi
og það leiðist oft út i slagsmál.
Þeir sem standa fyrir rekstrinum
eiga erfitt með að flokka gestina
vegna þeirra grundvallarsjónar-
miða, að allir eigi jafnan rétt.
„Jæja, — hvað ætl-
astu nú fyrir"? —
í bók Evu Esmann um Kristianíu
er fyrirsögnin á einum kaflanum:
Eignarréttur og afbrot. Þar segir
m.a.:
Hugtakið eignaréttur skiptir
eiginlega minnstu máli í
Kristíaníu. Þar hefur skolað á
land öllum manngerðum úr ólgu-
sjó stórborgarinnar: hugsjóna-
fólki, byltingasinnum, heittrú-
uðum stjórnleysingjum og af-
brotamönnum. Þeir sem hafa lent
í útistöðum við lögin geta kinn-
roðalaust trúað náunga sinum i
Kristíaníu fyrir því að þeir séu
nýkomnir úr fangelsi, án þess að
vekja á sér andúð. Svarið verður
oftast: Jæja, og hvað ætlastu nú
fyrir?
En ekki er loku fyrir það skotið
að þangað leiti lika forhertir, sem
ætla sér að stunda eiturlyfjasölu
og græða fé á veikleika annarra.
Þegar þeir stæra sig á hag-
kvæmum viðskiptum, hljóta þeir
last fyrir en ekki lof. Sjái þeir
ekki að sér, eru þeir afhentir lög-
regluyfirvöldum. Hinir temja sér
heiðarlegri lifnaðarhætti —
öðlast nýjan tiigang í lífinu.
Þjófnaður er algengur meðal
Kristianíubúa. Slíkt er ekki for-
dæmt, en vekur gremju. Oft er
mönnum kunnugt um hver
þjófurinn er, þótt hann af and-
legri fátækt geri sér það ekki
ljóst. Ef forsendur eru fyrir
hendi, taka aðilar tal saman og
ránsfengurinn hverfur hávaða-
laust aftur til réttra eigenda.
Stundum verða átök, ef sá sem
stolið var frá reiðist. Þó er lög-
reglunni ekki blandað í rnálið.
Einu sinni hefur maður verið af-
hentur lögreglunni vegna
nauðgunarbrots og eiturlygja-
sölum er heldur ekki hlíft...
„Þið eruð sníkju-
dýr á dönskum
skattborgurum"
Blöð eru gefin út annað slagið í
Kristianíu, en útgáfan er ekki
reglubundin og þau eru eðlilega
ekki stór i sniðum, sum fjölritaðir
einblöðungar eða handskrifuð og
eingöngu ætluð ibúunum. Eitt
þeirra kemur þó út reglulega einu
sinni i viku og er einnig selt utan
svæðisins, en það er „Orða-
kljúfurinn“.
Blöðin í Kristíaníu eru skyldug
að birta allt aðsent efni og á með
þvi að tryggja að enginn einn aðili
hagræði upplýsingum til íbúanna
eftir geðþótta. Það hefur hins
vegar orðið til þess að ritstjór-
arnir hafa mátt þola margan
skellinn frá lesendum.
Höfuðverkefni þessarra blaða
er auðvitað að túlka málstað
Kristianíubúa en það er freist-
andi að láta hér fylgja aðsent bréf
til íbúanna, sem gefur nokkra
hugmynd um, hve öldur hafa risið
hátt út af þessum málum i
Danmörku og þá um leið hve bréf-
ritari er rislágur: Bréf sent Orða-
kljúfinum til ibúanna í
Kristíaníu. Ritstjórninni ókunn-
ugt um nafn sendamla:
Þið eruð snikjudýr á dönskum
skattborgurum. Þið hleypið
börnum yngri en 14 ára inn. Þið
borgið enga skatta. Þið hafið fé út
úr félagsmálastofnunum. Þið
seijið þýfi. Þvi getið þið ekki
neitað. Eða hvað varð um skips-
líkanið sem þið stáluð frá gamalli
konu? Þið eruð eiturlyfjasjúkl-
ingar. Þið seljið eiturlyf. Þið felið
liðhlaupa úr hernum, m.a. banda-
ríska hermenn. Bankaræningjar
Framhald á bls. 16.
©