Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 8
Dingleskaginn er hrjóstugur og ber og grjótgarðar hiaðnir kringum túnbleðlana. Eileen og Paddy Fitzgerald fluttust hóðan til Amerfku 1922, en undu þar ekki, sneru heim og búa á Coumeenoole (Kúmen- hóli?) sem sést hér á myndinni. Á haustin, þegar hafrarnir eru fullþroska slær bóndinn þá með orfi sinum og ljá af mikilli fimi í hæðardrögunum kringum Dingle- flóann. Hann heitir John Hanifa, þessi giaðlegi, írski bóndi og ég reyni að læra af honum handtök- in. Sömu vinnuaðferðir hafa kannske verið notaðar á írlandi í þúsund ár áður en Druid eða kristnir menn stigu á land. John Hanifa lítur brosandi og bjartleit- ur niður til mín úr hafrastakkn- um. Hann segir, drildinn á svip á skrítnu mállýzkunni sinni: „Það er bara eins og þú hafir aldrei annaðgert“. Við höfðum unnið saman þung- búinn eftirmiðdag í hlíðum Croaghskearda fjallsins. Við hættum stund og stund til að horfa á regnskúrirnar koma inn eftir flóanum. Haustin eru óþurrkasöm á þessum slóðum og mest um vert að reyna að bjarga hafrauppskerunni. Það hangir þurrt meðan við vinnum. Við reis- um siðasta hafrastakkinn og leggjum hafraöxin á burknabeð og purpurarauðar fúsíur svo að rakinn úr jörðinni nái ekki í hafr- ana. John þekur stakkinn laus- lega með stráum, síðan sezt hann mjúklega niður eins og unglings- strákur þannig að erfitt er að ímynda sér, að hann sé 64 ára. „Jæja, Bryan. Dagsverkinu er lokið. Við skulum fara heim.“ John og Nellie Hanifa búa á Dingleskaganum. Hann er há- lendur og vogskorinn með 30 há- um fjöllum og fjörðum, sem ná út í Atlantshafið frá Count Kerry á suðvestur írlandi. Vesturhluti skagans er nefndur Kerry Gaeltacht, sem er eitt hinna sjö smáríkja i írska lýðveldinu, þar sem er talað upprunalegt mál fólksins í landinu. írar hafa nefnt skagann Corca Dhuibhne (Cork-aGWEEN-eh): Sáðkorn Guðs, sem svo er nefnt eftir frumbyggjum landsins, sem kölluðu sig þessu nafni. Við fló- ana og uppi í landi eru rústir ævagamalla þorpa og kirkna frá dögum Druid prestanna og krist- inna munka. Engir minnisvarðar eru í rúst- um helgistaða íra um blóðug átök Englendinga gegn irum né um öldina, þegar þeir liðu hungur en töpuðu aldrei voninni. Eða um hryðjuverk okkar daga, um blóð- ug átök írskra gegn írskum. Um þau verk er þögn — eina sem minnir fólk á það eru fyrirsagnir fjölmiðla að norðan. „Langalangafi minn hét John. Hann átti son, sem hét Patrick. Afi minn hét John og faðir minn hét James. Ég heiti John og sonur minn líka. Hér voru menn með okkar nafni löngu fyrir okkar tíð, hversu löngu áður veit ég ekki.“ John Ifan'fa tillir sér niður i tandurhreinu eldhúsinu og Nellie býr tíl teið. Hún gefur okkur ný- bakað sódabrauð með. Og rjóminn og heimatilbúna sultutauið er ekki amalegt. „Gömlu mennirnir þekktu land- ið sitt. Hver staður var nafngrein- ur og þeir vissu hvað var bezt að rækta á hverjum stað. Ekkert fór í súginn hjá þeim, hvert strá var notað og þeir bjuggu allt til sjálf- ir. Þegar ég var lítill útbjuggum við sefþak á bæinn okkar. Þessi þök reyndust vel í regnéljunum á veturna. Þá mátti heyra rokk- hljóð í hverju húsi. Nú eru rokk- arnir þagnaðar. Nú er allt miklu erfiðara. Eg átti fimm systur og einn bróðir. Þau fóru öll í kaup- stað til að vinna sér fyrir farinu til Ameríku. En einhver varð að halda uppi heiðri ættarinnar og vera kyrr. Ég tók það að mér. Ég er ekki bitur. Allir ráða sínum verustað. Ég á 15 ekrur lands sem duga handa fimmtán kúm. Ég el kálfa og sel þá og uppi á heiðun- um beiti ég 40 kindum. Sonur minn er bátasmiður; hann þarf ekki að fara til Englands til að vinna fyrir sér.“ Þýður raddblær þessarrar sér- stöku mállýzku írska bóndans vakti ljúfar endurminningar í Vélaöldin hefur takmarkað haldið innreið sfna á Dingleskaga; orfið og ijárinn eru í fullu gildi og meira að segja blaðljár. Að ofan: Afurða- salan er ekki há- þróuð: Patzy Fitz- gerald hefur brugðið sér á markað f Dingle með hrút og kaup- endurnir kaupa hann á fæti og sjá sjálfir um slögt- un. Til hægri: Veðurbitinn bóndi af Dingle- skaga. Um skyld- leikann við tsl- endinga þarf varla að efast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.