Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 11
Charles Lindbers með Lobo á bakinu. Furðulegt áhald þessi myndavél. Að neðan: Svona gerir hvfti maðurinn, þegar hann tekur myitdir. manna var kominn frá Bandarikjunum til Manila og vildi gera mynd urn Tasa- dæana. Við höfðum sent frá okkur frétt- ir um sendistöð og svo hafði ég sent lengri frásagnir. Við vorum ekki sérlega hrifnir af ráðagerðunum um sjónvarps- myndatöku. Lindbergh vildi ekki flana að neinu; hann sagði að réttast væri að bíða og láta kvikmyndamenn bjóða í verkið en taka svo hæsta tilboði, sem okkur litizt vel á. Þegar kæmi að því að vernda Tasadæana skipulega fyrir sið- menningunni þyrfti á stórfé aö halda og væri þá gott að eiga það í sjóði. Sumum þótti ótilhlýðilegt að leyfa nokkrar myndatökur. Það liti svo út, sem við værum að nota Tasadæana okkur til fjárhagslegs framdráttar — selja þá jafnvel. En Lindbergh benti á það, að margar virðingarverðar stofnanir öfluðu rekstrarfjár með svipuðum hætti. Eliz- alde benti á það, að ekkert yrði gert nema Tasadæarnir vildu. Sjónvarps- mynd gæti aftur á móti komið þeim að góðu gagni; hún vekti á þeirn athygli, ekki sizt athygli umhverfis- og mann- verndarfólks. Við komumst að þeirri nið- urstöðu, að rétt væri að leyfa sjónvarps- mönnum NBC að taka svo sem fimm mínútna mynd af Tasadæum. Höfðum við það m.a. i huga, að nægt efni yrði eftir i langa heimildarmynd. En allt yrði þetta kontiö undir því, að Tasadæarnir kærðu sig um myndatöku. Þótti sjálfsagt að hætta undir eins og þeir sýndu þess merki, að þeim væri nóg boðið. Við kom- um þessu á framfæri við NBC-menn og þeir gengú að skilmálunum; kváðust þeir mundu konta daginn eftir. Balayam kont öllum á óvart í mynda- tökunni. Hann fór að herma eftirýmsum okkar. Hann hermdi eftir lækninum, klöngraðist með erfiðismunum upp á hól með litlu svörtu töskuna hans, hrasaði oftsinnis og datt á rassinn, másaði og blés eins og hvalur og hvarf loks reik- andi inn í helli. Svo likti hann eftir ljósmyndurunum og kvikmyndamönn- unum, bar hendur upp að andlitinu, setti sig í undarlegustu stellingar og smellti i góm. Þá átti að tákna smellina í mynda- vélunum. Loks kórónaði hann leikþátt þennan með þvi að segja frá ferð sinni í þyrlunni. Hann settist i sæti, spennti beltið, ýtti á imyndaða takka og tók í handföng, teygði sig upp i „þak“ og kveikti þar á rofa. Svo rétti hann upp aðra hendi, benti einum fingri og sveifl- aði honurn yfir höfði sér — það var skrúfa þyrlunnar. Það var greinilegt, að hann var bæði mjög athugull og bar gott skyn á hreyfingar og svipbrigði. Hann forðaðist allar ýkjur og fetti sig og bretti ekki meira en nauðsynlegt var. Hann var bersýnilega gæddur rnikils háttar hermi- gáfu. Það var ákveðið, að við yrðum á brott úr skóginum 1. april. En þegar kom aö þeim degi Vorum við ekki sem bezt staddir. Skrúfublað i þyrlunni hafði losnað og stórhættulegt var að fljúga henni. Við sendum skeyti eftir varahlut en fengum þau svör, að honum yrði ekki komið til okkar fyrr en eftir hálfan mánuð. Og engar þyrlur voru falar til leigu. Nú var ógott i efni. Rafhlööurnar i sendistöð okkar voru farnar aö dofna. Mjög var gengið á vistirnar. Við gátum reynt að leggja af stað gangandi, en þaó var viðbúiö, að við yrðunt átta daga á leiðinni, eða jafnvel lengur. Og við höfð- unt aðeins mat til þriggja daga. Yrðum við þá að afla okkur matar í skóginum jafnóðum. Enn kom til greina, að fá einhvern til að kasta vistum niður úr flugvél. En þá kæmum við upp um dval- arstað okkar. Og okkur var ekkert gefið um þaö, að heimilisfang Tasadæa yrði á allra vitorði. Einmitt þess vegna vildum við ekki reyna að leigja þyrlu af ein- hverju námafélaginu eða vegagerðar- mönnum, sem voru þarna ekki alllangt frá. Það varð úr, að okkur var lofað þyrlu úr herstöð Bandaríkjamanna, Clark Áir Base, norðan við Manila. Ein- hvern veginn barst það út, að við værum „strandaglópar" i skóginum og yrði far- inn björgunarleiðangur eftir okkur. Þóttu þetta mikil tiðindi, og ekki sizt af því, að Lindbergh var með okkur. Við reyndum að eyða þessum orðrómi með skeytum og frásögnum; kváóumst við i engri hættu. En við bjuggumst til þess að fara um morguninn eftir. Dálítill flugvöllur hafði verið ruddur svo, að menn þyrftu ekki að klifa tré til að komast um borð í þyrluna. Tasadæar vissu ekki, að við vorum á förum. í dögun um morguninn fórum við að kveðja þá. Sólin var aö koma upp og fyrstu geislarnir skutust inn i hellana. Nokkrir Tasadæar söfnuðust um Eliz- alde og hann sagði þeim málavöxtu með aðstoö Mai. Tasadæar grettu sig, er þeir heyrðu tíðindin, og tár komu í augu suntra. En enginn mælti orð frá munni. Elizalde var ekki vel hress sjálfur. Hann bað Mai að segja Tasadæunum að gráta ekki; ef þeir færu að gráta mundum við gráta líka. Við yrðum aö skiljast við þá um sinn, en við kæmum aftur. Þeir skyldu því taka gleði sína aftur. Tasadæ- ar tóku undir þetta með upphrópunum, ekki þó ýkja glaðlegum og ekki tókst þeim að brosa þótt þeir reyndu sumir. Manda spurði nú Mai, hvort Sindi væri ferðbúin. „Hún verður aö fara með okk- ur. Hún getur svo komiö aftur, ef hún vill. Segðu Balayam, að hún geti komið aftur, en fyrst verði hún að fá samþykki foreldra sinna. Segðu honum, að hún vilji ekki fara, en svo verði nú samt að vera. Er Balayam farinn að gráta?" Hann var að vísu ekki farinn aö gráta, en honum lá við gráti. Mai sagði: „Honum þykir vænt um hana, henni þykir vænt um hann.. .“ „Já“, sagði Manda. „En segðu þeim, að þvi fyrr sem við förum þeim mun betra verði það þeim. Við viljum Balayam allt hið bezta. En for- eldrar Sindi venða að fá að vita af henni'*. Mai þýddi þetta og Balayam kinkaði kolli til samþykkis — með hálf- um huga, og reyndi að brosa. „Segðu Balayam að syrgja ekki þótt við förum", sagði Manda. „Það verðum vió iíka hryggir". Tasadæarnir tóku undir þetta og brostu. Manda bað Mai að segja þeint að vera um kyrrt þar til við kæmum aftur, fara hvergi, ekki leita annarra manna. Einnig að hætta að fella tré nenta þau, sem nauðsyn krefði að þeir felldu, aðeins til að búa til natek. Ef þeir felldu tré að nauðsynjalausu gengju trén brátt til þurfðar og skógurinn hyrfi. Tasadæar kinkuöu kolli við þessu. Mai sagði þeim svo í hálfum hljóðum, aö stóri fuglinn (það var þyrlan) hefði veikzt óvænt svo, að við færurn burt i öðrum fugli; sá væri faðir stóra fuglsins. Læknirinn gerði að nokkrum smásár- um Tasadæanna og holnabba á nára Sasa. Balayam og Mahayag fóru að kalla á hinn helga fugl, le mokan. Þeir vonuöu Sjá nœstu 1 síöu ^gj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.