Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 3
Frösögn Skúla fögeta sjölfs af svaðilförinni sem varö Grími Thomsen yrkisefni. Jön Kristvin Margeirsson töksaman. Það er vart umdeilanlegt, að Skúli Magnússon landfógeti hef- ur verið mestur ferðagarpur þeirra manna, er íslendingar telja þjóðhetjur sinar. Því er það mjög að vonum, að ferðalög hans urðu íslenzku skáldi að yrkisefni. Grímur Thomsen hefur á ódauðlegan hátt lýst einni sigl- ingu Skúla milli Danmerkur og íslands og segir í kvæðinu, að sú för hafi verið hin fjórtánda. Slík- ar ferðir voru einatt hin mesta þrekraun, þar til vélarorka leysti seglbúnað af hólmi og gafst þá ósjaldan tækifæri til að reyna á karlmennsku og æðruleysi. Þetta er og uppistaða i kvæði Grims. Farkosturinn lendir í ofviðri og allir láta hugfallast nema Skúli. Einu sliku ferðalagi hefur Skúli lýst sjálfur og var sú ferð farin á síðasta fjórðungi ársins 1756. Skúli átti á þessum árum í harðri baráttu við Hörmangarafélagið og urðu Hafnarferðir hans þá tiðar. Á árunum 1751— 56 fór hann á hverju hausti til hafnar, nema árið 1754, og dvaldist þar til vors. í marz árið 1756 var skipuð nefnd til að rannsaka deilur hans og íslendinga almennt við Hörmang- arafélagið, og var þá í fyrstu ákveðið að kyrrsetja Skúla í Kaupmannahöfn vorið og sumar- ið 1756, svo að hann væri jafnan til taks, ef nefndina vanhagaði um upplýsingar. Ber Skúli sig illa i bréfum sinum vorið 1756, en vill þó heldur vera kyrr en fjand- menn hans eigi því að fagna að mina reisu ■Jl. MQW- haínar 1756” „dansa á fráverandi hræi“ eins og hann kemst að orði i bréfi til Magnúsar Gislasonar amtmanns 7. mai þetta ár. Skúli er opinskár í þessu skrifi og minnist þess, að Magnús amtmaður hafi látið sér þau orð um munn fara á Alþingi, að ,,af engum hefur ísland haft betra en Skúla og af engum kann að hafa verra.“ Skúli heitir þvi í bréfi sinu* að seinni hluti þessara ummæla skuli vera sér „minis- stæð hugvekja" og að hann skuli „biðja guð sífelldlega að slíkt ei skuli ske“ og kveður það ásetning sinn að „deyja íslandi ærlegur.“ Það varð úr, að Skúla var leyft að fara til íslands um sumarið, er nefndin hafði spurt hann spjör- unum úr. Dvöi hans á íslandi varð stutt að þessu sinni, enda var hon- um ætlað að koma aftur til Kaup- mannahafnar með vetrinum. Hann sigldi frá Reykjavik rétt fyrir miðjan oktober og kom til Hafnar um átta vikum síðar. Um þetta ferðalag hefur Skúli skrifað frásögn þá sem hér fer á eftir. Fyrirsögn hans er „Um mina reisu til Kaupinhafnar 1756“. Ferðasaga Skúla. Þann 13-da oktober gékk ég til skips I Reykjavík á húkkort- unni Friðriksósk fört (undir stjórn) af skipper Mörk. Þann 15-da, — komist út af höfninni og vestur á Flóann. Þann 16-da, 17., 18. og til 22., — slfellt suðaustan stórviðri og á Framhald á bls. 16. Grímur Thomsen SKÚU FÖGETI Þrekvaxnar eltir um íslands haf öldurnar Góu stormur; hafskipið faðmar og færir í kaf fláraður Miðgarðsormur. Brýtur kjölur i bylgjum hrygg, svo bárurnar sáran stynja. en laushentur Ægir lætur á brigg löðrunga þétta dynja. Ránar dætur fljúga á flaust, faldinum hvíta hreykja, og allt sem á þilfari liggur laust. lafandi tungum sleikja. Rifna þá voðir og slitna þá stög, stengur og viðir molast, fyllir knör og f freyðanda lög fjórir af hásetum skolast. En hinir leggjast í búlka á bæn, þó bænahald sé þeim ei tamast; skipstjóri æðrast og grenjandi græn gjálpin á súðinni hamast. Hann Skúli fógeti á farinu var, ferðunum Hafnar vanur; í fjórtánda sinni frægan bar festar um hafið svanur. Brá eigi Skúla þótt gnötraði gnoð, á grönina mundi hann bíta; í litklæði fór hann og studdist við stoð stórhöfðinglegur að líta. gildur á velli og gildur í lund gulls var hann skrýddur baugum, Fróða skein honum mjöliðá mund og móðurinn út úr augum . Til skipverja kallaði Skúli snjallt: „Skreiðist þiðfram úrbælum; heitt er í vfti, þó hér sé kalt. og hættið þið öllum skælum." „Þið munið fá að súpa á sjó, þótt sitjið og bælið fletið. og háttunum ná f helvfti, þó þið hjarið á meðan þið getið." Við kenningu þessa brá þeim f brún og byrstir þutu á fætur, þeir sinntu nú ekki, þótt hlunna hún hömpuðu Ægis dætur. Þeir hertu á stögum og hirtu nú ei, þótt hörundið tæki af lófum; en Skúli stóð sjálfur við stýri á fley og stýrði þvf undan sjóum. Slotaði rokinu og stilltist dröfn, stormurinn vará enda, . og Vfkur að endingu heilum í höfn, heppnaðist þeim að lenda. Mælti þá Skúli: „Þið skilduð ei gjör, hvf skrautlega var ég klæddur, meðan að öldurnar knúðu knör og kuggurinn stundi mæddur. Þótti mér Rán heldur halda sér til með höfuðtrafinu bjarta, og gera vildi ég gyðjunni skil og gegn henni Ifka skarta." „ En — hefðum við átt að sökkva f sæ, sýna það vildi eg ef okkar ræki á fjörur af hafi hræ, að hunda það væru ekki skrokkar."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.