Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 12
kannski, að við færum hvergi, ef fuglinn birtist. I nokkrar minútur heyrðist ekk- ert nema flaut þairra. Allir fullorðnu Tasadæarnir störðu út yfir skóginn nið- ur í dalinn. Skjannabjart sólskinið brá ýmsum lit á skógarþykknið. Dalurinn og skógurinn voru Tasadæum til sifelldrar skemmtunar. I hvert sinn, er við kom- um, voru einhverjir þeirra að horfa út í skóginn sér til gamans. Oft bentu þeir okkur á sitthvað, sem okkur veittist erf- itt að greina. Það gat verið ikorni á trjágrein, fugl, sem flaug milli trjáa eða annað þesslegt. Það var gaman að bera saman þessi fábrotnu ánægjuefni Tasa- dæanna og sifellda eftirsókn siðmennt- aðra manna eftir æ nýjum skemmtiatrið- um. Tasadæarnir voru búnir að horfa á skóginn alla ævi sína og þreyttust aldrei á því. Igna settist á syllu og fór að syngja hárri röddu. Það var auðheyrt, að þetta var harmsöngur. Ekki þurfti að skilja orðin, efniö komst til skila samt. Mai staðfesti það, að söngurinn væri um að- skilnaö vina. Brátt fóru tárin að streyma niður hústnar kinnar Igna, rödd hennar brast og varð svo mjóhljóöa, að hún heyröist varla lengur. Ég fór fram á brún hellisgólfsins og leit yfir skóginn fyrir neöan. Hann var gulgrænn á lit og teygði sig viða vegu. I hellinum var hlýtt, loftið dálítiö reyk- mettað. Ég var hvort tveggja i senn, hryggur og glaður. Ég var líka dálítið kvíðinn. Tasadæuro virtist vel borgið inni i skóginum þar, sem þeir höfðu veriö einir frá ómunatíö. En þeir voru saklausir sem smábörn, og einfaldir, og mig grunaði, að þeir þyldu ekki heim- sóknir aökomumanna til lengdar. eir voru þegar búnir aö gera sér grein fyrir því, að sumir menn höfðu háar raddir og hvöss augu. Það hlyti aö koma að því að þeir yrðu að læra að verjast háum rödd- um og hvössum augum. Og hvernig yrði þá framhaldiö? Þegar við kvöddum föðmuðu karlarnir okkur. Þeir lögðu vanga síria að okkar vöngum, sugu upp i ncfið, muldruðu nöfn okkar, litu í augu okkar og brostu dauflega. Augu þeirra voru rök af tár- um. Ég var óviðbúinn eigin viðbrögðum. Allt i einu fann ég, að ég var farinn að tárast. Ég sneri mér undan og sá þá, að sumir félaga minna voru lika orðnir vot- eygir. Tasadæar reyndu ekki að hemja söknuð sinn og hágrétu þeir. Elizalde hvarf í hóp Tasadæa, sem þyrptust að honum, föðmuðu hann, nefndu nafn hans og grétu hástöfum. Skömmu síðar fórum við úr hellinum. Við höfðum beðið Tasadæa að fylgja okkur ekki eftir út á „flugvöll", en þó komu allmargir niður að tjaldstaðnum um það bil, er við vorum að láta niður farangur okkar. Lobo hljóp á meðal manna. Balayam var ósköp vesældarleg- ur að sjá. Sindi var komin úr laufpilsinu sínu og búin að klæða sig aftur í gömlu fötin, sem hún hafði komið í. Ferðin á flugvöllinn varð sýnu erfiðari en þá, er við komum. Nú var leiðin öll á brattann; það var hált og okkur skrikaði oft fótur. Auk þess höfðum við nú ekki til jafnmikils að hlakka og þegar við koraum. Um níuleytiö sáum við stóra herflugvél uppi yfir okkur. Skömmu síð- ar kom þyrla. Hún fór nokkra hringi og lækkaði alltaf i loftinu. k'lugvöllurinn var ekki nema svolítið rjóður, fimm metrar á annan veginn og tíu á hinn. Þyrlan kom ekki við jörð, en staðnæmd- ist i rúmlega metra hæö. Við klifum 12 um borð og þyrlan hófst upp. Við vorum settir niður nálægt þorpi Blitmanna og gengum í áttina, en þyrlan fór að sækja þá, sem eftir voru. Þorpiö virtist mannautt. Mai og Elizalde hrópuðu og loks komu þrir menn i ljós. Blitmenn höfðu séð þyrluna koma, orðið skelkaðir og búist um i launsátri vopnaðir spjótum og byssum, reiðubúnir að gera áhlaup úr skóginum, ef þar færu fjandmenn. Nú komu þeir hlaupandi og þyrptust að Eliz- alde með fagnaiarlátum. Þyrlan flutti alla úr skóginum í fjórum ferðum. Svo fór hún að selflytja okkur til Kematu þai, sem Tbolimenn bjuggu. Fyrsta heimsókn oKkar til Tasadæa var á enda. (Hér verður staðar numið i bók John Nance. Aðeins skal þess getið aö lokum — vegna rómantiskra lesenda — að Sindi sneri aftur til Tasadæa og þau Balayam fengu að eigast!) LIFIÐ A DINGLESKAGA Framhald af bls. 9 með vorrósavini. Súpan og ostur- inn er ævagamall réttur í lrlandi frá bornsöld; heilagur Patrick lagði opinberlega blessun sina yf- ir graslaukinn eftir kristnitöku og heilagur Colmcille var mjög hrif- inn af brenninetlum sem kryddi. „Kartöflurækt hófst ekki hér fyrr en á 17. öld. Sumir segja, að Sir Walter Raleigh hafi fyrstur ræktað þær hér. öðrum finnst ótrúlegt að þeim manni hafi fylgt nokkuð annað en eymd.“ segir Micheál. „Nafn Raleighs ’ er aðal grílan á börn hér. Fólk man vel aftur í tímann hér um slóðir og á Blasket Island hefur aldrei verið talað annað mái en írska.“ Við skreppum í heimsókn með Micheál til gamals bónda, sem er hættur að búa. Hann spilar af hrífandi leikni á nikkuna sina gömul dans— og sönglög og úr augum hans skín glóð gamalla minninga. Hann heitir Paddy Bol- and og lítill sonarsonur hans Paudie, fer allur á ið, þegar afi fer að spila en er of feiminn að dansa fyrir okkur. Pabbi hans og mamma fóru tii Birmingham í Englandi fyrir mörgum árum, til að pabbi gæti unnið sér inn pen- inga fyrir fjölskylduna. En þau komu aftur til Irlands, þvi Micheál fannst ómögulegt að ala Paudie og Eileen, eldri systir hans upp í Birmingham. En þessi fjölskylda er ein af fáum, sem hefur snúið við aftur til írlands. Af íbúum Gaeitacht hafa 4,5% flutzt burt I atvinnuleit og ekki snúið aftur. Margt hefur verið gert til að halda í fólkið heima. Otlendingum hefur verið boðið að koma upp atvinnufyrirtækjum í landinu; Belgar hafa stofnað síldarfiskiðjuver, Amerikanar hafa stofnað stórfyrirtæki og stjórnin hefur komið á laggirnar gistihúsum tilað laða að ferða- menn. Ennþá er búskapur samt aðalatvinnan í Corca Dhuibhne. Micheál Boland handmjólkar kýrnar sínar og ekur mjólkinni á hestvagni til mjólkurbúsins. Þegar Paddy hættir að spila fer hann og sonarsonur hans að ná í kýrnar. Frá því árið 1300 hafa farið fram mánaðarleg markaðs- uppboð á nautpeningi á Dingle- skaganum. Þau hafa nokkurn veg- inn haldizt í gamla forminu; bændurnir koma inn í bæinn með búpeninginn og síðan koma gler- fínir kaupendur á Jagúarbilum og Range Roverum hvaðan æva, m.a. frá Tipperary og Cork, og tipla á gljáfægðum skóm innan um kúadrullu og kálfa og byrja boðin langt fyrir neðan það, sem nokkur bóndi getur tekið við. En kaupin takast að lokum og kaup- andi og seljandi enda með því að takast í hendur og hrista hvorn annan lengi og innilega. En þessir viðskiptahættir eru smátt og smátt að leggjast niður og aðrir I ætt við nútíma viðskiptahætti Evrópulanda taka við. Nú búa aðeins 9 þúsund manns á Dingleskaga. Þar hefur oft orðið hungursneyð hér áður fyrr og fjöldi fólks hefur látið lífið. En írar minnast sjaldan á plágur. Trúabragðastyrjaldir Ira og Eng- lendinga eru aldagamlar. Frelsis- barátta irska lýðveldishersins, I.R.A., er öllum kunn. Hún hófst fyrir 60 árum, þegar Thomas Ashe frá Corca Dhiubhne dó i hungurverkfalli í ensku fangelsi. Siðan hefur þrotlaus skæruhern- aður og mannvíg átt sér stað. Á næstu fimm árum voru yfir 750 irar drepnir í Suður-Irlandi og 600 Englendingar. 455 manns voru drepnir í uppþotum í Norð- ur-lrlandi, en þar höfðu mótmæl- endur háð 300 ára baráttu við kaþólska landsbúa. 1 friðar- samningnum frá 1921 var kveðið á um frelsi 26 ríkja í Suður- Irlandi. En 6 ríki i Ulsterhéraði skyldu áfram vera háð Englandi. I.R.A. hafnaði friðar- samningnum. 655 manns voru drepnir í borgarastyrjöldinni 1922 og 70 forsprakkar gegn nýja stjórnarfyrirkomulaginu teknir af lífi. Þegar heimsókn okkar lýkur og við fljúgum yfir þetta fagra og hrjáða land er ekki annað en hægt þrátt fyrir allt, að minnast alls hins fagra og göfuga, sem þessi þjóð er gædd. Heimsmet í barneignum Sum heimsmet eru þess eðlis, að fæstir hafa mikinn áhuga á að hnekkja þeim og þannig er um heimsmet frú Vassilet, sem var rússnesk bóndakona, fædd 1816 og dó 1 872. Eiginmaður hennar var Fyodor Vassilet, en ekki fylgir sögunni, hvort hann var faðir allra barnanna. Það er ótrúlegt, en haft fyrir satt, aðfrúin eignaðist samtals 69 börn og sýnist það í fljótu bragði vera mannlega ómögulegt, þegar litið er á þann árafjölda, sem konur geta átt börn. En Frú Vallilet fór létt með það samt; hún var alveg árviss i 27 ár og eignaðist 16 sinnum tvíbura, sjö sinnum þríbura og fjórum sinnum fjórbura. Að sjálfsögðu vakti frjósemi frú Vassilet athygli á sínum tima, svo mikla að Rússakeisari kvaddi hana til hallar sinnar og heiðraði hana. Renault 20 stór, mjúkur og spar- neytinn Enda þótt tilhneigingin hafi I stór- um dráttum verið sú að framleiða fyrirferðaminni bíla, hefur Renault hafið framleiðslu á tveimur gerðum, sem raunar eru eins að kalla má að ytra útliti og telst sá bíll stór á Evrópumælikvarða. Hér er um að ræða Renault 30. sem búinn er 6 strokka vél og er flaggskip verk- smiðjunnar og þann, sem hér verður um rætt: Renault 20. Til að gefa hugmynd um stærðina má geta þess að hann er 4,52m á lengd og 1,73m á breidd en það er sama breidd og á Audi, en 9 cm er hann styttri. Renault er 18 cm styttri en Volvo að ytra máli, en það segir ekki söguna alla. Sökum byggingarlagsins verður hann rúmmeiri að innan og raunar er þessi blll rúmmeiri að innan en flestir amerlskir bllar, þeir sem ekki eru með station-lagi. Hér er sem sagt stór fjölskyIdubill með góðu útsýni og afturentía, sem opnast. Aftur- sætið er ýmist hægt að hengja upp og renna flutningi undir það. eða taka það alveg I burtu, ef mikið þarf að flytja. Eins og aðrir bllar frá Renault er þessi framhjóladrifinn, en vélin er 4 strokka 99 hestöfl SAE við 5 þúsund snúninga. Hámarkshraðinn er 165 km á klst., en viðbragðstala liggur ekki fyrir. Hann er langt I frá að vera nokkur sleði og að minnsta kosti eins röskur og Citroen CX. sem telst keppinautur hans I Frakklandi. Raunar er verðflokkurinn ekki sá sami, þvi Renault 20 kostar innan við 2.5 milljónir kominn á götuna hér. Eyðslan á að vera lltil og hafa full ótrúlegar sögur farið af þvl, en svissneska bllabókin Automobil Revue telur að hann eyði 10—15 lltrum á 100 og hefur það frá verk- smiðjunni sjálfri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.