Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1977, Blaðsíða 5
sem enn eru óleyst. Sé málið skoðað í kjölinn og tillit tekið til orsaka og atburðarrásar þá er það ekki svo einfalt að hægt sé að afgreiða það með einu pennastriki. Þótt segja megi að vandamálin sem að baki liggja séu dæmigert stór- borgarvandamál og komi okkur því ekkert við, þá getur verið fróðlegt að kynnast þeim. Þarna er um að ræða mál, sem tilvilj- anir réðu eiginlega að söfnuðust í einn brenni- punkt og þau hafa verið rædd af meira kappi og al- vöru á opinberum vett- vangi í Danmörku en dæmi eru til áður um slík mál. En það er jafn rangt að gera of lítið úr vandanum eins og að blása hann of mikið upp. Utangarðsfólk og endurskoðunar- sinnar. Meirihluti þeirra sem fundið hafa sér samastað í Kristíaniu er svokallað utangarðsfólk — fólk, sem hvorki vill né getur átt sam- leið með öðrum í borgaralegu samfélagi — er andþjóðfélagslega sinnað án þess að eiga sér stefnu eða markmið. En þar er líka hópur, sem með lifnaðarháttum sínum snýr vilj- andi baki við þvi lífsmynstri sem velferðarríkið býður upp á — vill snúa við á sprettinum f lifsgæða- kapphlaupinu og endurskoða rikj- andi gildismat. Sá hópur veit hvað hann vill og er ekki nema gott eitt um hann að segja. Það fólk, sem hann fyllir sækist ekki eftir því að brjóta lög eða troða öðrum samborgurum um tær. í mesta lagi má segja að atferli þess brjóti í bága við ýmsa siði og ríkjandi venjur, en um lögbrot er ekki að ræða nema að óverulegu leyti. Þessi hópur hefur hins vegar engin tök á þvi að verjast ásókn og aðild þeirra, sem skilja ekki hugmyndirnar að baki og sjá i Kristianiu aðeins ákjósanlegt og kærkomið tækifæri til að vinna í ró og næði að sinni eigin tor- tímingu. Þvi fólki er ekki vfsað burt harðri hendi, (enda striðir það sjálfsagt á móti öllum hug- myndum um mannlegt gildi). En það er fyrst og fremst þetta utan- garðsfólk, sem orð fer af í Krist- íaniu og menn dæma eftir. Ungt fólk tekur húsin til íbúðar Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að í febrúar 1969 ákvað varnarmálaráðuneytið að lögð skyldi niður bækistöð danska hersins við Bádsmandsstræde í Kaupmannahöfn, sem náði yfir allstórt svæði eða 16 ha lands og húsin, sem þar stóðu skyldu rudd (190 byggingar stórar og smáar). Árið 1970 var ákveðið að menn- ingarmálaráðuneytið tæki við umsjón svæðisins. Þegar flutn- ingum hersins var lokið i júlí 1971 var menningarmálaráðuneytið ekki reiðubúið að taka við svæð- inu vegna fjárskorts. Yfirvöld í Kaupmannahöfn höfðu ekki lagt fram neina áætlun um notkun eða skipulag svæðisins og því gat Til vinstri: Sölubúðin, sem enginn á og þar er heldur enginn fastur starfskraftur — f þetta sinn eru þau Hanne og Svend að afgreiða. Að neðan: Úr „barnahúsinu" — þar geta 30 börn leikið sér. í Kristíaníu eru verkstæði og fram- leiðslan er meðal annars ofnar smfð- aðir úr tunnum og aftanívagnar fyrir reiðhjól. '%ii l L IV jjfcSV 'W ■' y■ >; V"-”; ■! \ y j*||| .« \ Almenningsbað- kerið er úti á fal- legri flöt og tré f námunda. Vatniðer hitað f stórum potti á hlóðum og hér er einn, sem fremur kýs heita pottinn en kerið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.