Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Qupperneq 2
KÆRI Kafli úr sögu eftir Hrafn Gunnlaugsson Við létum úr höfn rétt eftir fimm og héldum eitthvað vestur fyrir land, held ég. Karlinn blind- fullur og sagði öllum að þamba drullu ef yrt var á hann. Hann einn vissi hvert var haldið. Áhöfninni kom það ekki við. — Þið eruð fallbyssufóður helvítis fíflin ykkar. Ef Friðrik mikli hefði haft svona ónytjunga í sinu liði, hefði hann látið skjóta þá á staðnum. . . ef hann hefði þá talið ykkur þess virði að spandera á ykkur byssukúlum. Reynið svo að vera ekki eins og aumingjar og fara að splæsa eins og skot. Niðri ( messa stóð litil súpuskál full af pillum, sem menn gátu gengið í að vild. Ég fékk mér lófafylli og var sama hvort ég væiaað hakka í mig C-vitamín, spýt eða downer, bara ef ég gæti flippað burt úr prísundinni. Ég varð að lifa þetta af. Drepa timanum á dreif. Nonni kom niður og röflaði eitthvað um að hann hefði ekki kjaftað neinu, allt væri Bibba að kenna. Sagði að Bibbi hefði sloppið strax út og færi ábyggilega í ieynimakki við lögguna, en ég var svo dópaður og langt I burtu, að mér var aiveg sama um kerlingarausið i honum, sá fiflið fyrir mér með tíkarspena og málaðar varir, á svörtu net- nælonsokkum og hló alveg ofsalega. Stímið á miðin og vaktirnar byrjuðu. Jonni krókur handjárnaður á meðan var að renna af honum. Neitaði að éta downer. Fastir liðir eins og venjulega. Nonni var með tvo plastpoka af klám- ritum og nokkur glös af kogara. Fyrsta kvöldið stálumst við i apótekið og náðum i dálitið af morfini. Ég fraus fram á armana í borðsalnum eftir snapið og hefði legið ifla ( því ef bátsmaðurinn hefði ekki borið mig niður. Nonni lenti á simavak} daginn eftir og þóttist geta reiknað út að við héldum suður fyrir. Hann var sæmilega að sér i siglingafræði svo ég tók niðurstöðu hans góða og gilda. Um nóttina hvessti með frosti. Dallurinn fleytti kerlingar á öldutoppunum og ég vaknaði hland- blautur og kaldur. Klósettsetan sveiflaðist fram og aftur og ég slengdist flatur á daunillt klefagólfið með æluna í hálsinum. — Allir á sinn stað, var öskrað eldsnemma um morguninn í kapp við vélardrunur og veðurofsa. Ég lenti með Nonna á litla spilinu. Við áttum fullt í fangi með að hifa og slaka þannig að trollið tæki ekki með sér hálfa áhöfnina fyrir borð. En mér var alveg sama með logandi bylgjuhreyfingu í höfðinu, horfði á virana slakna og strekkjast eins og linar teygjur og titra eins og gitarstrengi þegar minnst varði, svo hvein og brakaði ( spilinu sem svinaði á nokkrum snúningum. Allt söng og nötraði og skalf og hristist. Ég var ekki þarna. Það var einhver allt annar en ég sem stóð við spilið uppljómaður og dofinn eins og kirkja, undir rifnum sjóstakknum, með tak i öxlunum. Kannski dreymdi mig eða var einhver að dreyma mig, og ef hann vaknaði? Myndi ég þá hverfa? Ég og skipið? — Ef við siglum til Englands þá ætla ég að kaupa mér kabojstigvél, hvæsti Nonni með samanbitnar tennur og tók af öllum kröftum í vlrinn: Ekta kabojstigvél með háum hælum. — Ég segi tuttugu tonn, spáði Helgi. Aldrei minna kannski 40. Ef við verðum heppnir gæti þetta orðið 1 20 þúsund kall á kjaft. Trollið kom upp, rifið og tætt. Ég reyndi fyrst að handleika nálina með vettlingum, en það var vonlaust. Frostið beit t saltstorkna húðina og fingurnir byrjuðu strax að stirðna. Ég reyndi að kreppa hnefana aftur og aftur til að koma blóðinu á hreyfingu en logsveið I liðamótin og fannst neglurnar brenna I norðanbálinu. Loks voru hendurnar orðnar svo dofnar og kaldar að ég tók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.