Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Qupperneq 3
STÍMIÐÁ MIÐINOG VAKTIRNAR BYRJUÐU. JONNIKRÓKUR HANDJÁRNAÐURÁ
MEÐAN VARAÐ RENNA AFHONUM. NEITAÐIAD ÉTA DO WNER. FASTIR LIÐIR EINS
OG VENJULEGA. NONNIVARMEÐ TVOPLASTPOKA AFKLÁMRITUM OGNOKKUR
GLÖSAFKOGARA......
ekki eftir þvi að ég hafði skorið mig í grópina fyrr
en blóðið litaði trolltvinnann.
Ég rölti niður og hakkaði í mig allar pillur sem
ég fann. Á eftir hamaðist ég með nálina, fleygði
henni frá mér hoppaði, stappaði og barði mér, en
ég fann að kuldinn læsti sig úr einum líkamsparti í
annan þótt mér væri ekkert kalt. Fæturnir breytt-
ust í fislétta drumba. Tíminn sé áfram í kekkjótt-
um mauk. Ég fann aftur að ég var ekki ég. Flaug
út úr líkamanum eins og gullinn engill, burt, burt,
burt.
Örfáir fiskar í næsta hali. Frostið herti. Skipið
hlóð ís. ,,Takið ykkur barefli" var öskrað og ég var
viss um að ég yrði aldrei framar ég. Aldrei hiti eða
kuldi. Þegar ég ætlaði að fara úr pollabuxunum i
þurrkklefanum var öskrað í kallkerfinu: Fast!
Ég dróst aftur upp. Dallurinn sé aftur á bak þar
til við vorum beint yfir staðnum. Þá var sett á fullt
stim og upp komu stjórnborðsbobbingar og nokkr-
ar tægjur af vængjum. Nálarnar fóru aftur á loft
eins og litlar frosnar eldingar sem brotna og
hrynja ofan úr himninum og við komum nýju
undir. Ég var ekki lengur einhver annar. Ég var
engill. Illa smurður engill sem gat ekki baðað út
vængjunum. Ryðgaður.
Nóttina eftir leituðum við i var. Einhver fullyrti
að fjörðurinn héti Dýrafjörður. Við vorum þá fyrir
Vestan þrátt fyrir alla útreikninga. Um kvöldið
sofnaði ég vært í fyrsta skipti í marga daga. í
birtingu lægði rosann. Við sigldum beint út aftur.
Nonni benti á nokkra múkka sem hringsóluðu i
grámanum: Það er bjart yfir, þetta þýðir gott i
sjóinn næstu daga.
Ég nennti ekki að blanda geði við áhöfnina lá
inn í koju, treindi pillurnar með því að mylja þær
út í vatni og sprauta þeim beint í æð, svaf eða
fróaði mér. Vaktirnar sex timar á dekki, sex í koju.
Ræst í hvert skipti sem klukkan sló sex. Ég varð
smám saman svo ruglaður að nótt og dagur runnu
i eitt. Hvort klukkan var tólf á hádegi eða tólf á
miðnætti breytti engu.
— Ég hef aldrei vitað að hann snjóaði svona í
lok mai, sagði Nonni eins og óveðrið væri hans
sök. En snjókoman minnkaði ekki við það. Við
reyndum að loka hliðinu aftaná en það þýddi lítið
skaflarnir æddu upp rennuna og gusuðust um
dekkið svo ég fann ekki þurran þráð á mér. Loks
gafst karlinn upp og við sigldum aftur í var og nú
inn á Patreksfjörð. Ég lenti á símavakt, en var svo
illt í maganum að Nonni varð að leysa mig af.
Hann reyndi að hringja I Jóka og Ævar en þeir
voru ekki heima. Ég ældi blóði og plataði fyrsta
stýrimann til að gefa mér smá morfín. Skipstjórar
á nokkrum togurum sem höfðu leitað vars ræddu
saman í talstöðinni, bölvuðu veðrinu, og ákváðu
að sigla eins innarlega og kostur væri til að ná
sjónvarpinu. Við vörpuðum akkerum inn við
bryggju. Helgi kokkur horfði löngunaraugum í
land, hann var ættaður frá Patró. En það fær
enginn að fara í land fyrr en túrnum er lokið.
Ég náði útvarp Reykjavik, en slökkti strax aftur
á gaulinu í Guðmundi Jónssyni. Hvorki Lux né
Kaninn komu inn á. Rétt eftir tíu kom Helgi upp
og bað um fréttirnar. Þeim innlendu var að Ijúka
þegar ég svissaði á, en sagt að þær raddir f
Washington sem krefðust afsagnar Nixons forseta
gerðust nú æ háværari, og síðustu uppljóstranir í
Watergatemálinu hefðu orðið til þess að enn fleiri
í hópi almennings teldu forsetann sekan. Að
lokum var eitthvað röfl um að Listahátið væri
hafin, en ekki var minnst einu orði á Emerson,
Lake & Palmer.
Helgi hlustaði þegjandi, hristi svo hausinn og
fór niður.
Karlinn lét mig bagsa hjá sér klefann og bauð
mér í glas á eftir. Hann var fullur allan túrinn og
dauðleiddist að hafa engann til að drekka með. í
hádeginu fékk hann stundum æði og skipaði
messanum að dansa við sig, ef leiknir voru
vínarvalsar í útvarpinu. En hann var alls ekkert
hinsegin, bara hálf geggjaður. Hann blandaði
sterkt handa mér en drakk sjálfur staup. Við
sulluðum úr tveim vodka og ég fór á frivakt á milli.
— Það versta sem hægt er að fá um borð er
kunturígur, sagði hann og kreisti ofan i sig dræ
vodka með tilheyrandi grettum: Einu sinni var hér
nýr þriðji vélstjóri, Lárus Pálsson, sem kom með
konuna sína í siglingu. Kvöldið sem við lögðum í
hann fóru menn á smá kendiri niðri hjá fyrsta
vélstjóra og sá nýi með kerlinguna sína. Greyið
átti vakt eftir miðnætti og var sendur niður. Hvað
heldurðu að gerist þá? Þá neglir Grani kerlinguna.
Og neglir hana svona heiftarlega að hún verður
alveg óð og heimtar meira og meira og meira.
Grana greyið gat náttúrulega ekki neitt nema setja
Lalla á aukavaktir. Hann réð því hvaða vaktir hver
stóð, vegna þess að hann var fyrsti vélstjóri,
bölvaður skarfurinn. En hvað heldurðu að gerist?
Þessi Lárus skilur ekki neitt og er himinlifandi yfir
að fá svona mikla aukatíð, þar til einhver segir
honum bókstaflega, að Grani sé alltaf að taka í
kerlinguna hans og setji hann þess vegna á vakt.
Lárus var samt ekki meiri maður en svo, að hann
fór upp, barði klefa Grana að utan og byrjaði svo
að skæla. Grani svaraði honum ekki, en kerlingin
hneggjaði fyrir innan eins og stóðmeri. Svona
gekk þetta í tvo daga. Maðurinn gekk vælandi um
allt skip. Það var nú Ijóta djöfulsins ógeðið . . . að
hafa hágrenjanda mann yfir sér í tíma og ótíma.
Jafnvel í matnum grenjaði hann svo mikið að tárin
láku ofan í súpuna. Ég var búinn að fá slíkan
viðbjóð, þegar við komum til Antverpen að ég lét
senda hann beint heim með flugvél.
— En kerlingin, spurði ég.
— Kerlingin! Henni var alveg sama. Hún lá
bara í kojunni hjá Grana og lét hoppa á sér. Mér
kom það ekkert við. Menn mega riða eins og þeir
vilja fyrir mér. Hvað var það aftur sem Viktoría
sagði þegar Flotinn ósigrandi með Nelson í broddi
fylkingar kom í höfn: Ég skora á allar sómakærar
enskar konur að taka vel á móti sjóurunum,
leggjast á bakið og loka augunum.
Hann röflaði einhver ósköp um ensku konungs-
fjölskylduna og sofnaði fram á borðið með hendur
spenntar aftur fyrir haus. Ég notaði færið og drakk
mig dauðan.
Næsta morgun var haldið aftur á miðin. Hljóðið
dauft í liðinu. Ekki bein úr sjó. Út séð um að ekki
yrði siglt, aðeins þrjátíu tonn í lestinni. Við sól-
uðum suður á bóginn. Karlinn timbraður og
orðinn leiður. Brennivínið að verða búið. En svo
snérist honum hugur I einu æðiskastinu og aftur
var kastað, stímt, dregið, dólað, kastað.
— Hvert erum við að fara spurði Nonni, en
enginn svaraði.
Einn daginn upp úr hádegi gerði blindbyl. Hann
var svo svartur að sá ekki í sjó. Nokkrir múkkar
nauðlentu á þilfarinu og gátu með engu móti hafið
sig á loft. Við eltum þá um dekkið í æðisgengnum
veltingi. Þeir böðuðu út vængjumum eins og
dúfur og runnu á undan okkur, en að síðustu
höfðum við náð þeim öllum og slengt þeim upp í
loftið, þar sem þeir gripu flugið og hurfu út I
sortann.
Hvað ætli Jóki og Bibbi séu að gera núna,
hugsaði ég um leið og múkkarnir hurfu: í Klúbbn-
um eða Þórskaffi? Eða í Stapanum. Og brúsarnir
með spíranum? Samböndin hans Bibba?
Ég vaknaði um nóttina við ofsalegan dynk og
flaug fram á gólf. En það var bara hnútur: brúin
dældaðist og karlinn brjálaðist. Rak alla niður í lest
að þrífa. Ég hefði getað drepið hann, þrátt fyrir
vodkafylliríið. Jafnvel þeir bjartsýnustu byrjuðu að
örvænta að siglt yrði úr þessu.
— Þetta er hundalíf, sagði Nonni með heim-
spekilegri ró eins og hann væri að skýra frá nýrri
uppgötvun: Veiztu hvað mig langar í? Eina litla og
þrönga.
— Þú ættir að gifta þig. Þá fengirðu það
reglulega. Það róar taugarnar, sagði Helgi.
— Veiztu að stundum gæti ég vel hugsað mér
að eiga lítil börn, sagði Nonni og klóraði hugsandi
ofan af bólú á hökunni: Þau eru svo lítil og svo er
svo góð lykt af þeim.
— Það er pissulykt af börnum, sagði Helgi.
— En finnst þér hún ekki góð?
— Góð! Mér finnst gott að fá það. Þú ert með
nefið ofan í öllu.
— Ég á fimm ára frænku sem getur staðið á
höndunum. Hún er mjög sniðug.
— Djöfull er að hafa ekkert til að klípa í . . .
Reykjanesviti! hrópaði Helgi.
Þreifandi Ijóskeila í sortanum. Ég byrjaði aftur
að lifna eins og kjöt sem þiðnar og blæðir úr, en
við slóuðum strax i aftureldingu og svo var kastað.
— Geturðu ekki farið og spurt hann, hvort við
förum ekki bráðum inn, spurði ég Nonna.
— Ertu vitlaus. Hann væri vís með að halda
okkur úti alla helgina, ef hann firindi að við vildum
inn.
Ljósin í Keflavík blikkuðu glaðlega. Allt sat við
sama. Mér var óglatt af eftirvænting; hann hlyti
að halda í land, til hvers að bíða?
Ég sat einn aftur i skut um kvöldið og glápti í
land, þegar Nonni tróð sér upp á mig og settist á
trossuna. Netabátur sigldi fram hjá í lítilli fjarlægð.
— Sérðu þetta, sagði Nonni og kippti í öxlina á
mér, en ég vildi ekki gera honum til geðs að lita
þangað sem hann benti og vatt upp á mig.
— Sjáðu, hvilsaði Nonni aftur í mikilli geðs-
hræringu. Þaðer Bibbi!
Ég leit við og rétt náði að sjá einhvern hverfa
ofan i lúkarinn á bátnum, sem beygði fyrir stefnið
á dallinum og hvarf.
— Bibbi? ertu vitlaus.
— Jú, það var hann. Sem ég er lifandi.
— Ertu brjálaður?
—- Nei.
— Hann fer aldrei á sjó — er sjóveikur.
— En það var samt hann.
— Æ þegiðu.
— Ég er alveg. viss.
— Ertu viss um að það hafi ekki verið amma?
— Nei, ég sver. . .
— Láttu mig í friði með þessu rausi, sagði ég
og hrinti honum frá mér. Nonni rrióðgaðist og fór
fram í. Ég fór upp í brú og fylgdist með bátnum
síðustu mínúturnar inn í Keflavíkurhöfn. Hann
hvarf fyrir bryggjurnar og hefur líklega tekið land
neðan við Dráttarbrautina.
Nóttin leið og ekkert gerðist. Loks stóðst ég ekki
mátið og bankaði upp á.
— Já, svaraði karlinn önugur og ætlaði að blta
af mér hausinn.
— Er nokkur sjens að verði kikt inn fyrir helgina
ef veðrið heldur áfram að vera brjálað?
— Nei, góði minn.
— Af hverju?
— Við förum í land þegar túrnum er lokið.
— Hvenær?
— Það kemur í Ijós. Nokkuð fleara?
Framhald á bls. 16.