Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Side 8
Gísli Sigurðsson
EFTIR
MYNDLISTAR
VERTÍÐ-
INA
Nýraunsæi; a8 sjá hlutina frá nýjum sjónarhornum.
Ein mynda Hrings Jóhannessonar frá sýningu hans
aS KjarvalsstöSum
Eitt málverka Hauks Dórs á sýningu hans að Kjarvalsstöð-
um I vetur. Hann hafði oliumyndir sfnar undir gleri og
þessvegna speglast fáránlegt Ijósaverk hússins F myndinni.
GóSur sýningarstaSur verSa KjarvalsstaSir ekki fyrr en
búi8 er a8 rffa þetta fjarstæSukennda mannvirki ni8ur og
setja þarbetri lýsingu.
! !■ $
Í-& ^ 18
''Wmm
Áhrif frá popplist og ný-
raunsæi: Ein mynda
GuSrúnar Svövu Svav-
arsdóttur.
Myndlistarsýningar hafa í megin-
dráttum verið bundnar við tvær árs-
tíðir; annarsvegar haustið frá septem-
berbyrjun fram i desember og síðan
frá miðjum febrúar og frameftir vor-
inu. Það hefur verið nokkuð sam-
dóma álit, að þýðingarlítið sé að efna
til myndlistarsýninga um jólaleytið og
eins að sumrinu, þegar fólk er út og
suður.
Hitt er svo annað mál, að
þessar sýningarvertíðir hafa einlægt
verið að lengjast í báða enda áf þeirri
einföldu ástæðu að sýningum hefur
fjölgað svo mjög. Það verður einnig
að telja til nýmæla, að listamenn úr
höfuðstaðnum eru farnir að efna til
einskonar aukasýninga í kaupstöðum
úti á landi og eru páskar að því er
virðist eftirlætistíminn. Um síðustu
páska mátti heyra af auglýsingum, að
sunnanmenn höfðu hengt upp á ísa-
firði, Hvammstanga og Akureyri. Það
orð fór af Akureyri fyrir fáeinum ár-
um, að þar þýddi ekki að sýna annað
en aðgengilegar landslagsmyndir. Nú
starfar hinsvegar sýningarstaðurinn
Háhóll með glæsibrag og málarar eru
farnir að líta Akureyri hýru auga. En
víða er að þessu leyti ónumið land;
fólk nýtur þess ekki sem menn hafa
fram að færa, vegna þess að það
hefur lítið leitt hugann að nútíma
myndlist, hvað þá að það hafi fylgst
með sýningum. í því sambandi kem-
ur mér í hug húnverskur bóndi, sem
slæddist inn á sýningu á Hvamms-
tanga um páskana, þar sem þeir
hengdu upp myndir Weissauer hinn
þýzki og Jónas stýrimaður. Bóndi virti
gaumgæfilega fyrir sér myndirnar og
mælti: „Ég hef nú séð eina og eina
Ijóta mynd áður, en aldrei svona
margar saman".
Kjarvalsstaðir og Norræna húsið
éru þeir sýningarstaðir í Reykjavík
sem skipta máli. Eftir því sem ég bezt
veit eru þar gerðar kröfur um getu, en
vera má að erfitt sé að framfylgja
þeim kröfum til hins ýtrasta í landi
kunningsskaparins. Bæði þessi hús
eru ásetin og upppöntuð langt fram í
tímann. í Bogasalnum hefur á stund-
um verið slegið um of af listrænum
kröfum og er naumast jafn hátt ris á
honum og áður var. En þar að auki
eru smærri sýningarstaðir svo sem
Gallery SÚM, Sólon íslandus í Aðal-
stræti, salurinn í arkitektahúsinu við
Grensásveg, og Loftið við Skóla-
vörðustíg.
Bæði þarf þó nokkurn tíma og
gífurlegan áhuga til að fylgjast með
öllu því, sem upp er hengt á þessum
stöðum og fleirum, sem gripið er til
þegar allt um þrýtur. Ég ætla að
fæstir geri það; jafnvel ekki þeir sem
eru þó allir af vilja gerðir að fylgjast
sem bezt með þróun myndlistarinnar
og framgangi einstakra listamanna
Hættan er sú, að hér komi upp eins-
konar ofneyzla, sem skapar leiða og
þreytu. Ég þykist hafa orðið var við
þennan leiða; hann er eðlilegur og
kemur upp hvar sem of mikið verður
af einhverju, hvort sem það er list,
matur — eða dagblöð til dæmis.
Það er dálítið þversagnarkennt, en
blöðin, sem hafa þá skyldu að fræða
almenning um það sem gerist, eiga
sinn þátt i þessari listþreytu. Þau gera
þessu öllu jafn hátt undir höfði; at-
hyglisverð sýning að Kjarvalsstöðum
fær naumast meiri fréttaumfjöllun en