Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Síða 9
Raunsæi án fvafs af öðrum toga. Lónakotsbærinn f Vatnsíitamynd oftir Gunnlaug Stefán Gfslason. — Frá sýningu hans f Norræna Húsinu. Nokkrar góðar sýningar hafa verið haldnar síðan um áramót. Þar hefur kennt margra grasa og ólíkra og áhugi almennings er lofsverður. En listamatið er laust í reipunum og byrjendur, sem sýna í húsgagnabúðum og félagsheimilum vilja fá sama verð og sömu fréttaumfjöllun og væru þar á ferðinni gamal- reyndir listamenn fyrsta sýning einhvers frístundamál- ara í gróðurhúsinu Eden í Hveragerði. Kjarvalsstaðir og Norræna húsið opna okkur dýrmætt útsýni með sýningum að utan; nú síðast með sýningu 12 Breta að Kjarvalsstöðum. Þessi sam- skipti eru nauðsynleg og hjálpa til að hér komi ekki upp einhverskonar nesjamennska i listáhuganum. En blöðunum hefur sannarlega verið annað betur gefið en rétt mat á því sem máli skiptir. Endalausar fréttir með myndum af viðvanmgum, sem efna til sýninga í Iðnaðarmannahús- mu i Hafnarfirði, félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, skátaheimilum og jafnvel í verzlunum, hafa orðið til þess eins að slæva áhugann á mynd- list og beina athyglinni frá þeim stöð- um, þar sem reynt er að halda merk- inu hátt og gera einhverjar kröfur. Sjónvarpið er hinn ákjósanlegi fjöl- miðill til að kynna myndlist, en þegar á heildina er litið má segja, að umfjöllun sjónvarpsins um einstaka listamenn og sýningar sé mjög handahófskennd. Tveir menn, sem sýna samtimis að Kjarvalsstöðum og í Norræna húsipu hljóta að eiga rétt á svipaðri umfjöllun og það hlýtur að teljast ósanngjarnt að nefna annan tæpast á nafn, en helga hinum langt prógram. En sjónvarpið hefur hins- vegar ekki verið að eltast við smásýn- ingará háaloftum og i gróðurhúsum. Gagnrýnendum dagblaðanna er einnig nokkur vandi á höndum í þessu sambandi. Þær raddir heyrast, að háaloftin og gróðurhúsin eigi að fá sömu meðferð og hinir virðulegri sýn- ingarsalir; annað sé ekki i samræmi við jafnréttishugsjónir okkar. Ég hygg, að þar sé mikill misskilningur á ferðinni og að þar sé verið að reyna að koma jafnréttinu á vafasaman grundvöll. Þeir sem sýna í hinum og þessum húsum, þar sem enginn ..þröskuldur" er í veginum, setja stundum pressu á blöðin og gagnrýn- endurna og vilja fá umfjöllun og auglýsingu. Oft hafa þeir sitt fram. Ég er þó fremur á þeirri skoðun að gagnrýnendur ættu að hafa þá reglu að fjalla vel og timanlega um sýning- ar að Kjarvalsstöðum, í Norræna hús- inu og ef til vill Bogasalnum — en láta annað eiga sig, nema eitthvað óvenju athyglisvert sé á ferðinni. Þeir sem eru að sýna myndir sinar í ein- hverjum skátaheimilum, mnari um húsgögn eða á viðkomustöðum túr- ista, verða vonandi með tímanum svo góðir, að þeir komist yfir „þröskuld- ana" í Norræna Húsinu eða á Kjar- valsstöðum og fá þá væntanlega sina réttlátu gagnrýni. Að þessum formála afloknum er freistandi að gera örlitla útekt á af- rakstri þeirrar myndlistarvertiðar, sem nú er senn á enda. Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað, að breiddin fer vaxandi. Hvorttveggja er, að myndlistarmenn eru ekki eins rig- bundnir við oliumálverkið og verið hefur og ólikar stefnur virðast eiga aðdáendur og fylgismenn. Við höfum séð í vetur sýnmgar á myndvefnaði, skúlptúr, vatnslitamyndum, conceptúal-list, oliumálverki, teikn- ingum og grafik. Framundir þetta hafa menn haft einskonar minni- máttarkennd af því að vinna „bara" i svörtu og hvítu; teikningar hafa ein- dregið flokkast undir einskonar ann- ars flokks list og löngum hefur þótt Heimur ævintýris, skáldskapar og ádeilu I senn. Ein af myndum Þorbjargar Höskuldsdóttur frá sýningu hennaraS KjarvalsstöSum. Frá sýningu Baltasar aS KjarvalsstöSum. stefnu sem list Baltasar hefur tekiS. Módelstúdfan getur talirt einkennandi fyrir þá Sjá nœstu síöu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.