Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Page 13
MATA HARI var tekin af lífi fyrir 60 árum en frægð hennar lifir Enn er dularfullur ævintýrablær yfir sögunni af Mata Hari. Er 100 ár voru liðin frá fæðingu hennar, var afhjúpuð stytta af henni í fæðingarbæ hennar, Leeuwarden norðarlega í Hollandi. Og jafnvel þann dag bárust ferða- skrifstofunni þar bréf, sem ýmist for- dæmdu hina frægu „óheillakonu" eða lofsungu hana. Hinn fagri njósnari í hátindi frtagOar sinnar. Styttan af Mata Hari, sem nú hefur verið sett upp f fœSingarbœ njósnar- ans, Leeuwarden f Hollandi. 60 árum eftir að Mata Hari féll frammi fyrir franskri aftökusveit eru menn enn ekki á eitt sáttir um það, hvers konar hlutverk hún lék. Sú skoðun mun vera al- mennust í heiminum, að Mata Hari hafi verið austurlenzk dans- mær, sem hafi gerzt njósnari fyrir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld- inni. En var Mata Hari i reyndinni njósnari eða flæktist hún óafvit- andi inn í net njósna og undir- ferla? Nýjar upplýsingar eru enn að koma fram og gera málið að- eins enn dularfyllra. Hún fæddist 7. ágúst 1876 og var skirð Margaretha Geertruida Zelle. Hún var enn í skóla, þegar foreldrar hennar skildu, og frænka hennar I Utrecht tók hana að sér og ól hanan upp. Að lokinni skólagöngu var hún kennari um hrið. En hún var 18 ára að aldri, er hún svaraði hjónabandsauglýs- ngu, sem höfuðsmaður í nýlendu- her Hollendinga hafði sett í dag- blað. Hann hét Rudolph MacLeod, Hoilendingur af skozkum upp- runa, og var tuttugu árum eldri en hún. Hann valdi hana úr hinum mikla hópi, sem svaraði auglýs- ingunni, og brúðkaupsveizlan fór fram í ameríska hótelinu i Amsterdam. Þau héldu til hol- lenzku Austur-India og eignuðust tvö börn — annað var drengur, sem sagður var hafa verið drep- inn með eitri af hefnigjörnum þjóni, en hitt var stúlka, sem dó 21 árs gömul í Hollandi. Hjónaband þeirra MacLeods ieystist upp, og Margaretha sneri aftur til Hollands — án fram- færslueyris fráskilinnar konu. Hún varð að vinna fyrir sér sjálf og freistaði gæfunnar á leiksvið- inu. 13. marz 1905 kom hún fyrst fram opinberlega sem dansmær í París og vakti glfurlega hrifn- ingu. Hún tók upp nafnið Mata Hari sem er indónesíska og þýðir „Auga dagsins“, og það komst brátt með stærsta letri á íeikskrár leikhúsa um alla Evrópu, frá Olympia i París til Scala i Mílanó. Mata varð goðsagnapersóna og átti elskhuga og aðdáendur á æðri stöðum. En hún hafði þá áráttu að segja hinu og þessu fólki alls kon- ar sögur og virðst hafa talað meira en heppilegt var fyrir hana. Kennari hennar i Leeuwarden, sem dó fyrir fáum árum, minntist þess, að Margaretha hefði haft „furðulegt hugmyndaflug" og „búið til leikrit, leiki og sögur fyrir hin börnin“. Þegar Margaretha fullorðnaðist þroskaðist imyndunargáfa henn- ar einnig, og hún tók að lifa enn meira i sinum imyndaða heimi. Hún virtist ekki geta greint á milli hvar hugmyndaflugið end- aði og raunveruleikinn tæki.við, og það var hennar ógæfa. Hún var ásökuð um að fara með hreinar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.