Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Side 16
... BQ HBLD HB/VM LÍKI VEL V/9 A V&--- '&JÖZA SVÖ VBL AÐ s. OPNA- y 7-------------------- 5VO'HVAÐ SBM pVt' LÍÐUR, p>A JBTLA ÉG AÐ KVNNAst hbnnj BETUg... 3-*2X> . MÉR GBÐJAST L ÍKA VEL AÐ HENNt. É6 VB/T VEL AÐ V/O KOMUM Ff2A ÓLÍKUM FJÖLSKVLDUM, HMM.„ HOLA.. Kæri vinur... Framhald af bls. 3 — Nei. Ég blótaði helvítis skepnunni í hljóði þegar ég rölti niður og lofaði sjálfum mér að drekka aldrei aftur með honum. Siðumúli var þó skárri en þetta helvíti. Ég lét mig dreyma um að dallurinn sykki svo hægt væri að að taka lífbátana og róa i land. Undir morgun dró ég Nonna með mér upp og við brenndum út litla spilinu án þess að nokkur yrði þess var. Rétt um hádegi vaknaði ég við velting og hávaða. Við vorum lagðir aftur á miðin. En veðrinu slotaði ekki og við gerðum ekkert nema slóa. Loksins þegar hægt var að kasta kom bilunin i litla spilinu í Ijós og við ætluðum aldrei að ná trollinu um borð. Nú voru allir búnir að fá nóg nema karlinn. Hann æddi um brúna á nærbuxun- um blótandi og ragnandi. — Ég læt segja ykkur öllum upp, öskraði hann og reif sig með nöglunum á pungnum og æmti eins og smápíka. — Éttu skít, svaraði Helgi og gekk snúðugt út. Karlinn missti málið eitt andartak en byrjaði svo aftur að bölsótast. Hvað var að gerast í landi? Hafði amma séð fleirri fljúgandi diska og klikkast? Var Bibbi búinn að pottþétta sambandið góða? Eða var hann bara að Ijúga að mér? Komin ný vinstri stjórn? Og hvað með herinn? Af hverju komu Emerson, Lake og Palmer ekki á Listahátið? Togarar eru klikkstofnanir, þótt spilið sé bilað er þráast við, þar til túrnum er lokið, eða réttara sagt: runnið af karlinum eða brennivímð búið. Við slóuðum alla nóttina og daginn eftir. Þá var allt í einu gefið merki um landdstim. Samfálag apanna Framhald af bls. 5 flestir hálfu ári siðar, i april og maí. Svo er allt með kyrrum kjör- um um sumarið; apynjurnar sinna ungunum en karlaparnir hafa hægt um sig og sleikja sól- skinið. Undir haustið færist aftur líf i tuskurnar. Karlarnir taka fyrstir við sér. Þeir fara að spranga frapi og aftur um hólfið með sperrtar rófur. Eru þéir þá hinir litskrúðugustu að sjá aftan frá. Minnir þetta háttalag á hegð- un páfugla, þegar þannig stendur á. Karlaparnir taka líka að svipta til og velta greinum og lausum rótarstubbum, hoppa ákaflega og stappa fótunum í jörðina. Allt þjónar þetta greinilega þeim til- gangi að hæna kvenpeninginn að þvi að þeir karlapar, sem hafa sig mest í frammi eiga mök við flest- ar apynjur. Þegar frá liður fara karlaparnir að gera sér tiðar við apynjurnar en þeir eru vanir ella, illindi fær- ast i vöxt meðal þeirra og jafnvel fara þeir að ógna apynjum og ráðast á þær. Hræðast þær alls ekki, en hænast að körlunum fyrir vikið og fara dýrin nú að draga sig saman. Þó ná ekki öll dýrin sér í maka og reyndar virð- ist lítil ,,alvara“ i þeim ástum, sem takast. Pörin eru samvistum i fáeinar klukkustundir, nokkra daga í mesta lagi.Oft nær annað dýrið eða bæði sér i nýjan maka stuttu seinna, og flest hafa mök við nokkur dýr um fengitímann. Söngvaskáldið SCHUBERT lljn það er ekki aðeins þegar Schubert semur lög er hann hyggur jafnt að orðum sem tónum. Sama leiðarljósið vísaði honum veginn er hann safnaði lögum til útgáfu. Mörg sönglagahefti hans virðast lúta innri listrænni rökvísi og eru þannig eins konar lagaflokkar. Til dæmis má nefna þrjú lög op. 7. Þarer viðfangs- efnið hraðfleygi tímans sem sífellt byltir og breytir örlögum allrar skepnu. Die abgeblúhte Linde heitir fyrsta lagið og fjallar um tryggðina sem ekki haggast þó allt sé á hverf- anda hveli. Annað lagið, Der Flug der Zeit, hyllir vináttu, gleði og heilbrigða lífsnautn sem að lokum dvínar þó og hverfur — inn i ríki dauðans. Síðasta lagið er Der Tod und das Mádchen þar sem Schubert lýsir þessum trygga förunaut sem góðum vini er færir hvíld og frið. Schubert gerði þrjú lög við kvæði úr bók Goethes: Wilhelm Meister. Þau voru gefin út sem op. 1 2 undir heitinu Harfenspiler I—III En það er eftirtektarvert að Schubert raðar Ijóðunum öðruvisi en skáldið. Fyrsta Ijóðið Wer sich der Einsamkeit ergibt leiðir Harfner fram á sjónarsviðið — annað Wer nie sein Brot mit Tránen ass skýrir orsök sorg- ar hans og einmanaleika — þriðja og siðasta Ijóðið An die Túren will ich schleichen skerpir enn áherzluna sem lögð er á fullkomið sambandsleysi Harfners við umheiminn. Þannig hugsar Schubert þessa mannlýsingu Framhald af bls. 7 upp á nýtt, lika að nokkru leyti að því er tekur til orðanna. Séu þessu lög flutt eftir skipan og logik Schuberts birta þau annan — og furðu ólíkan — veruleika tilfinninga og hugar- hræringa en ef þau væru flutt sam- kvæmt upprunalegri röð Goethes. IVtargir þekkja Winterreise enda er það eitt þekktasta verk Schuberts. Það er lagaflokkur sem geymir tutt- ugu og fjögur lög við Ijóð eftir Wilhelm Múllar. Söguþráður er í rauninni enginn. En eins og við þekkj- um þessi Ijóð sem texta við lög Schu- berts finnst okkur bálkurinn órofa lögbundið samhengi frá upphafi til enda. Schubert sem bjargaði þessum kvæðum frá gleymsku er einnig ábyrgur fyrir þessari ströngu til- finningalegu rökvísi. Hann gerði a.m.k. átta meiriháttar og afdrifaríkar breytingar á röð kvæðanna. Væri þessi lagaflokkur, sem okkur er tamt að líta á sem tvieina listheild, sunginn eins og skáldið orti hann myndi hann hljóma sem tilfinningaleg og músikölsk rökleysa. rans Schubert hefur betur tek- izt en kannski 'öllum öðrum að sam- eina, ekki aðeins Ijóðlist og tónlist, heldur ýmsar aðrar greinir sem mannshugurinn hefur skapað til að öðlast skilning á sjálfum sér og greina tilgang með lifinu. í dymbilvöku 1 977. Sigurður Guðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.