Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Page 2
Verk eftir tvo íslendinganna: Skúlptúr úr dekkjaslöngum eftir Jóhann Eyfells og sólskúlptúr eftir Jón Gunnar Árnason. Hrafnhildur Schram ÍSLENZK HUGMYNDA- LIST íslendingarnir sem eiga verk á sýningunni í Malmö Konsthall: Frá vinstri: Ólafur Lárusson, Magnús Tómasson, Jón Gunnar Árnason, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Tryggvi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son, Jóhann Eyfells, Þórður Ben Sveinsson og Magnús Pálsson. MALMÖ KONSTHALL Einn stærsti sýningarsalur Evrópu er í miðborg Málmeyjar í Svíþjóð og um þessar mundir hýsir hann listsýningu 11 íslendinga, sem eru þar í góðum félags- skap, þar sem eru Edward Munch og þýski expressionista-hópurinn Die Briicke. Á veggspjöldum sem auglýsa sýning- una víðsvegar um borgina er henni þrískipt undir eftirfarandi fyrirsögnum: hefð — framúrstefna — tilraunalist. Fulltrúar hefðarinnar eru Brucke-lista- mennirnir og Munch, en ekki eru nema sex til sjö áratugir síðan Munch kneyksl- aði viðkvæmar sálir og siðgæslumenn jafn átakanlega og ungu koseptlista- mennirnir í dag. En nú er list Munchs óvéfengjanleg hefð og flestir vilja gleyma þeirri niðurlægingu sem Munch og list hans urðu fyrir. Þannig breytast viðhorfin, en sagan endurtekur sig. Fyrir tilraunalist- inni standa þrír danir Stig Brögger, Hein Heinesen og Mogens Möller, allir arkitekt- ar og sýna þeir teikningar af húsum auk tveggja stórra skúlptúra. Ellefumenningarnir íslensku sem í Málmey eru fulltrúar framúrstefnunnar eru: Jón Gunnar Árnason, Höröur Ágústs- son, Jóhann Eyfells, Hreinn Friöfinnsson, Kristján Guðmundsson, Siguröur Guð- mundsson, Ólafur Lárusson, Tryggvi Ólafsson, Magnús Pálsson, Þórður Ben Sveinsson og Magnús Tómasson. Af þesum ellefu eru sjö búsettir erlendis. Skyldi það ekki segja eitthvað um kjör og ótrygga lífsafkomu myndlistarmanna á íslandi? Sýningarsalurinn í Málmey var opnaöur voriö 1975 með stórri sýningu frá Munch-safninu í Ósló og í kjölfar hennar fylgdi Van Gogh sýning og segja má að síðan hafi ekki verið slakað á gæðunum. Sýningarsalurinn er reyndar tvær bygg- ingar: nýja sýningarhúsnæðið einn geysi- stór salur 2.700 fermetrar og fjögurra hæöa múrsteinsbygging (fyrrverandi menntaskóli frá árinu 1918) og er saman- lagöur gólfflötur þessara bygginga um 4.500 fermetrar. Sænski arkitektinn Klas Anshelm, sem er höfundur sýningarsalar- ins hefur með nýbyggingunni skapaö opiö rými, eins konar verkstæði þar sem margs konar starfsemi getur farið fram. Þarna er hægt að koma fyrir lausum veggjum og skilrúmum og skipta salnum niður í einingar (eins og gert hefur verið á þessari sýningu), þar sem hver íslending- ur hefur sinn afmarkaða bás, þannig aö hér er raunverulega um aö ræöa 11 einkasýningar. Hluta gólffjalanna má taka upp ef koma þarf fyrir háum og fyrirferöarmiklum listaverkum. Hér má einnig negla í gólf og veggi án þess að naglaförin veröi of áberandi og viröist notagildiö alls staöar hafa setiö í fyrirrúmi í þessari byggingu. Mikilvægustu atriðin eru loftiö, gólfið og Ijósiö, sem og í öllum sýningarsölum. Helst þarf birtan að vera jöfn og flæðandi, án skuggaverkana, og nægilega góö til aö verkin fái aö njóta sín. Hér er loftið mishátt og býöur því upp á marga möguleika. Vandann í sambandi viö Ijósiö leysti arkitektinn meö því aö skipta loftinu niöur í 550 hólf, byggðum úr krossviðar- plötum, áli og einangrunargleri og nýta dagsljósiö sem fellur inn skáhallt frá norðri, auk þess sem tvær 60 kerta Ijósaperur eru í hverju hólfi. Upphaflega teiknaði Anshelm þakiö fyrir samkeppni um sænska sýningarskál- ann á Biennalnum í Feneyjum, en þaö varð raunar ekki að veruleika fyrr en í Málmey. Fjalagólfið sem má þola mörg spor og þunga flutninga er úr tveggja þumlunga óhefluöu og ólökkuöu greni. Mikill kostur er, að þegar gengið er inn um aðaldyr, er samstundis komið í sjálfan sýningarsalinn, án þess aö fara fyrst um langa ganga, forstofu eða fatageymslu. Það hefur eflaust sitt að segja til að fá fólk fyrirvaralaust inn, beint af götunni. Gildir þar eflaust sama lögmál og í versluninnl, að fólk vílar frekar fyrir sér að fara inn, ef ganga þarf upp eöa niður stiga eöa ganga ef heimsóknin er ekki fyrirfram ákveðin. í einu horni sýningarsalarins er rekin kaffistofa og þar þarf enginn að bíða eftir viðhafnarklæddum þjóni, heldur afgreiðir hver og einn sig sjálfur og gestir sitja við voldug og falleg furuborð, án þess að svo mikiö sem ein plastplata angri augað. Ekki hafa börnin heldur gleymst, þau eiga sitt horn þar sem þau fá að föndra og komið haföi verið fyrir sýningu í barna- króknum á leikföngum frá dögum ömmu og afa. Oft hefur mér gramist hugsunar- leysi stærri sýningarsala Reykjavíkur- borgar í garð foreldra og barna, að bjóöa ekki upp á slíka þjónustu, þó ekki væri nema tvo tíma á dag um helgar ásamt barnagæslu. En þessi sýningarsalur er ekki aöeins musteri myndlistarinnar, heldur vettvangur allra listgreina, sem hér fá að leika saman og auka hver við aðra. í desembermánuði var meöal annars boöið upp á eftirfarandi sýningar og atriði mjög svó fjölbreytileg: jazzkonsert, leiksýningu, fyrirlestur um pólska leikstjórann Jósef Szanja, flamencosöng og þýskar kvik- myndir frá öörum áratugnum. Eins konar sölutorg þar sém afurðir mannsandans eru í boði, — öllum opiö eða aöeins fáeinum útvöldum? Forstöðumaður stofn- unarinnar Eje Högestátt svaraði þeirri spurningu. „Sýningarsalurinn er opinn öllum þeirn listamönnum sem skapa athyglisverða og spennandi list, án tillits til þjóðernis eöa stíls. Sjálfur gæti ég vel hugsaö mér að opna salinn leikmönnum. Leikmaður er víö- feðmt hugtak og margir frægir listamenn hafa einmitt byrjað sem sjálflæröir leik- menn. Til dæmis væri vel hægt að safna saman list leikmanna og opna sýningu, þegar salurinn væri fullur og sýna verkin í tvær vikur. En ég vil taka það skýrt fram til aö foröast allan misskilning, aö þessi sýningarsalur er fyrst og fremst reistur til aö sýna list atvinnumyndlistarmanna, alveg eins og leikhúsið er reist fyrir atvinnuleikara". En snúum okkur þá að ellefumenning- unum íslensku, sem fyrir utan það að eiga þaö sameiginlegt aö vera allir ágætir myndlistarmenn, eru allir karlmenn. Hvers vegna er þarna enginn fulltrúi íslensku kvenþjóðarinnar sem á sínu ágæta full- trúa meðal myndlistarmanna? Ræður þarna kynjafasismi, eða einfaldlega sú staðreynd að þegar verkin voru valin á sýninguna af Eje Högestátt fyrir einu og hálfu ári síöan, voru engar konur farnar aö vinna aö konceptlist, sem viröist vera leiðandi þema sýningarinnar. Ég hallast frekar að síðari skýringunni þó mér finnist undarlegt að Rúrí, (Þuríöur Fannberg) sem lengi hefur unnið að konseptlist skuli ekki vera meðal þátttak- enda. Það er bara að vona að sænskir haldi ekki aö hér uppi á íslandi sé ekkert kvenfólk farið að stunda þessa grein myndlistar. Vonandi veröur þetta leiðrétt síðar. Jóhann Eyfells kom lengst að, alla leið frá Florida í fylgd Kristínar eiginkonu sinnar, sem einnig er starfandi myndlist- armaður. Þau hjónin hafa veriö búsett í Bandaríkjunum um árabil, en eins og flestir íslendingar hugsa þau sér að koma heim um síðir. Jóhann er listaprófessor í höggmyndadeild Tækniháskólans í Or- lando í Florida og hefur gegnt því embætti í 9 ár. Listadeild skólans telur um 250 nemendur og taka þeir þriöjung námsins sem skapandi listnám og tvo þriðju í bóklegum greinum. Þegar ég spurði Jóhann um vinnuaðstöðu hans utan skólans, fræddi hann mig á því að hann hefði til umráöa tvær ekrur lands uppi í sveit, heilan skúlptúrgarð, enda vinnur Jóhann verk sín mikið undir beru lofti vegna stærðar þeirra, en stærstu verkin eru um 50 tonn, unnin í steinsteypu. Jóhann sýndi uppblásna skúlptúra, sem hann vinnur úr slöngum þungavinnuvéla og fléttar eða bindur saman: annar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.