Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Page 12
Pétur Einarsson, skólastjóri:
Áhuginn á náminu á að kveikja
þá þrá, sem leiðir af sér leit.
Litið inn í
Leiklistarsk
íslands
Loftið
í blöðruna
Góöu leikriti mætti meö fullri viröingu
líkja viö hagleiksblööru, sem þá fyrst nær
fullri reisn og þýöingu er sannir listamenn
hafa fyllt hana anda sínum; blásiö hvert
hólf hennar upp samkvæmt gildi þess fyrir
heildina. Ef vondir listamenn fara um
hana höndum verður útkoman önnur.
Sumir eyða öllu lofti sínu í aö blása meö
eld í augum út einn hluta hennar, sem
verður fyrir bragöið heljarinnar óskapn-
aður, en afgangurinn hangir niður úr sem
tuska. Aörir ráöa hvorki yfir tækni né
innblæstri til afreka og lyktir veröa þær
aö hamurinn liggur í óreiöu á gólfíhu eins
og slytti. Þá er stundum sagt aö viðkom-
andi leikari hafi fariö snoturlega með
textann.
Leikllst er list augnabliksins. Áhrif
hennar veröa ekki varöveitt á söfnum eöa
í bókum. Engu að síður verður einn þáttur
leiklistarinnar ferjaöur yfir árin, — sam-
eiginleg tækniþekking. Helztu leikhús-
lifa
menn hafa jafnan lagt áherslu á nauðsyn
þess fyrir alla leikmenningu, aö hver
kynslóö leikara nái sem mestri leikni og
kunnáttu og hlúi aö henni.
Leiöin liggur í Leiklistarskóla íslands.
Þar eru 16 manns lokuö inni frá morgni til
kvölds aö læra að lifa lífi annars fólks.
Það er hádegi. Einn nemandinn liggur
veikur heima. „Þaö ætti að hafa þennan
skóla í sóttkví," segir Hafdís Árnadóttir
leikfimikennari. Þetta er strangt nám, en
sú spurning vaknar, hvaö veröi kennt í
listgrein sem þessari. Og hvað er góöur
leikari?
Góður leikarí
getur allt
„Þaö er sagt aö góöur leikari sé maður
sem geti allt," segir Pétur Einarsson,
skólastjóri. „Þetta er efni í ritgerð, en
beztu leikararnir eru yfirleitt fjölhæfir
listamenn. Leikarinn verður aö hafa
fullkomiö vald yfir líkama sínum, rödd og
tali. En auk þess verður hann aö hafa gott
Lœrt að
annarra
samband viö þau ógrunduðu viöbrögö
sem koma frá hjartanu og geta nýtt sér
þau hvenær sem er. Hann þarf aö hafa
ímyndunaraflið vakandi og nýta þaö í
sköpuninni og þar aö auki heilmikiö
innsæi í manneskjuna, geta skynjaö aöra
menn jafnt og sjálfan sig. Loks þarf góöur
leikari aö hafa vissa sögulega og fræöi-
lega þekkingu á listgreinlnni, auk þekk-
ingar á vinnubrögöum í leikhúsi."
„Sú aukakrafa er lögö á leikarann, aö
hann verður að vinna meö öörum aö því
aö skapa listræna heildarmynd. Þaö þurfa
meðlimir hljómsveita aö vísu líka aö gera,
en þeir þurfa þó aðeins aö vinna meö einu
hljóöfæri. Leikarinn þarf aö nota allan
líkama sinn og hugsanakerfi."
Pétur ræöst á hina spurninguna, sem
sett var fram:
„Þessi skóli getur aldrei kennt allt. Þaö
væri fáránlegt aö ímynda sér aö héöan
væri hægt aö útskrifa fullkomna leikara.
Þegar í leikhúsið kemur, er hvert verkefni
listamannsins barátta frá grunni. Meö
þjálfun og þekkingu stendur hann hins
vegar betur aö vígi í þessari baráttu."
„Hér mætast tveir pólar, skólinn og
nemendur. Þetta er nám af því tagi, sem
krefst áhuga af nemendum. Og sá áhugi
útheimtir gífurlegan kraft og einbeitingu
og, — þaö sem er hverjum listamanni
gulls ígildi: Þrá sem leiðir af sér leit.“
Að missa ævintýrið
En hvaö er kennt í leiklistarskóla?
Leikarar eru ekki sérstakur þjóöflokkur,
og því velst til þeirrar iöju fólk úr ólíkum
rööum samfélagsins. En leikhúsið er ekki
aöeins spegill mannlífsins: þar kvikna
tilfinningar og hreyfingar, sem flestir þurfa
aldrei að sýna í lífinu. Því beinist námið í
fyrstu mjög aö því aö losa um ýmsar
andlegar og líkamlegar hömlur, annars
vegar meö erfiöri leikfimi, hins vegar meö
svokölluöum spuna, sem felst í því aö lifa
sig undirbúningslaust inn í ýmiss konar
aöstæöur.
Smám saman dregur úr þessari þjálfun,
og fræöilegra nám veröur meira. Þar rís
hæst leiktúlkun, þar sem nemendur æfa
til sýninga kafla úr leikritum og reyna þar
aö nýta fengna þekkingu og reynslu. Auk
þess má nefna raddþjálfun, söng og
flautuleik, alhliöa fræöslu um íslenzkt mál,
leikhúsfræöi og leiklistarsögu, skilmingar,
— og fyrir kemur að nemendur eru sendir
út á götu aö draga lærdóm af samborgur-
um sínum.
„Þetta nám heur í för meö sér jákvæö-
ara hugarfar gagnvart öllu mannlífi," segir
nemandi í 1. bekk, Ragnheiöur Tryggva-
dóttir. Aörir í bekknum heita Ellert,
Kjartan, Sólveig, Arnór, Erla, Pálmi og
Örn.
Kjrtan: Fordómarnir eru margir fljótir
aö hverfa.
Ellert: Þaö veröur eðlilegt, að til sé
öðruvísi fólk en viö!
Erla: Áöur hætti mér til aö draga fólk í
dilka og einfalda þaö. Nú reyni ég meira
aö átta mig á því, hvaö ræöur mynd minni
af því og hvaö er á bak viö þessa mynd.
Arnór: Og maður áttar sig betur á því,
hvaö umhverfi ræöur oft miklu í mótun
fólks.
Erlá: Líka ýmsar hugmyndir um siðferði
og annað, sem okkur eru innrættar og viö
vitum ekki hvers vegna viö aðhyllumst.
Viö ræðum eilítiö muninn á þessu námi
og því, sem þau hafa áöur kynnzt. Öllum
ber saman um aö hér veröi ekki slegið
slöku viö, — hver og einn veröi aö standa
skil gerða sinna. „Viö erum hér til aö
draga lærdóminn úr kennurunum, en ekki
þeir til aö troöa honum í okkur eins og
áöur,“ segir Ragnheiöur.
En hvaöa áhrif hefur þaö á hugmyndir
manns um leikhús aö hefja leiklistarnám?
Ragnheiður: Maður gerir fyrst og fremst
mikiu meiri kröfur til niöurstöðunnar, aö
þaö sem er aö gerast á sviðinu þjóni
tilgangi sýningarinnar í heild.
Arnór: Nú veröur sýningin að vera
markviss. Áöur sat maður hugfanginn yfir
dýröinni á sviöinu, en nú kemur fyrir aö
maöur er alveg miöur sín eftir alla
ringulreiðina.
Kjartan: Ég hef líka áttaö mig betur á
því, hvað hver einstakur maöur er mikil-
vægur og þarf aö leggja mikið á sig.
Ellert: Maöur hugsar nú um fleiri hliöar
á leiklistinni og veltir meira fyrir sér,
hverjum útkoman er aö þakka og kenna.
Kjartan: En erum viö aö segja aö maöur
veröi aö fara í leiklistarskóla til aö geta
notiö leiksýninga?