Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Side 2
hugsaði því hvatar sem hann drakk meir af kaffinu. í salnum voru aðeins þrír únglíngar. Þeir sátu við næsta borö og þeir hlógu skrækum hlátr- um því þeir voru í mútum. „Maður er manns gaman" heyröi hann til útvarpsins, og það var eitthvað spakt viö erindi þessara Ijóða, fannst honum. Um þetta var hann að hugsa þegar afgreiðslustúlkan kom að boröi hans og spurði hvort honum væri sama þótt hún setti á kanann. Hann vissi að únglíngarnir hlytu að hafa beðiö um það. Mig lángar gjarnan að hlusta á kvöldvökuna, sagöi hann þá. Þegar stúlkan var gengin frá borði hans kom að erindi í kvöldvökunni sem fjallaði um þá miklu gátu, hver væri höfundur Njálu, og hann lángaði ekki aö leiðrétta þaö sem hann hafði sagt. Hann vissi aö mikiö var talað um íslendíngasögur og hann hafði að vísu heyrt að í þeim væri mikið um vígamenn. Þó voru sumir þeirra göfugir menn, til dæmis Njáll. Þegar allt kemur til alls lángar flesta að vera sannir í sér og standa saman um að varöveita menníngarleg verömæti og ekki standa í vegi fyrir því aö herinn fari burt af þessu fagra landi. Hann vissi að hann einn mundi leggja eyru við lestrinum því strák- arnir voru enn að hégómast í einhverju blaðri, og hann gat ekki annað en hugsað meö nokkurri skömm um þá. Ég hef raunar aldrei haft gaman af svona Ijóðum, en auðvitaö ætti maöur aö eiga eitthvað af þeim. Hann hafði aftur á móti lesiö nokkrar bækur eftir ýngri höfunda og móöir hans sagði eitt sinn í gartini og þó meö nokkurri alvöru: Ætli þú verðir ekki blaðamaður góði minn? Hann hafði aldrei hugsaö svo lángt þótt hann mundi gjarnan lánga að beita sér á erfiðum tímum þjóöarinnar; en eins og sagt var þá áttu sumir blaöa- menn stundum í einhverjum deilum sem oft voru ekki án meiðínga. Um þetta var hann að hugsa þegar úng stúlka gekk inn í salinn. Vá vá! heyrði hann strákana segja sín á Augu hans voru gráblá og þau gætu ekki hafa gert neinum grand. Honum var meinlaust við alla og þaö var svo sem saklaust þótt hann liti betur á svona knálega stelpu. Hann varð þess vís að hún lagöi eyru við útvarpinu, og það var ekki algengt að laglegar stelpur hlustuöu á alvarlegt efni; hann hafði löngum haft á tilfinníngunni að þeir sem hlýddu á slíkt tal eða læsu fornar bækur hlytu aö vera skrítnir í kollinum, menn sem yfirleitt græfust einhvers staðar inni í kompum. En dag einn þegar hann las grein eftir þjóðfrægan mann um fornan skáldskap var hann sammála því sem hann sagði. Menn eru ekki í húsum hæfir sem ekki kunna aö meta fornan skáldskap, hugsaöi hann nú og sá að svipur hennar var hugsandi. Hann lagöi hlustir viö lestrinum og gat ekki neitaö því að það voru mörg fögur orð í þessum Ijóðum, og henni fór vel að hlusta á þau. Hún er svo alvarleg með fegurö sinni, hugsaöi hann. Nú var lestri Ijóösins lokiö og að því búnu var fariö aö sýngja gömul þjóðlög. Stúlkan tók vindlíng upp úr veski sínu og leitaöi aö eldspýtum, en hún fann þær ekki. Hún varpaði öndinni mæöulega og leit til Guja. Að því búnu stóð hún á fætur og gekk að borði hans. Viltu vera svo elskulegur aö gefa mér eld?.. . spurði hún. Já gjarnan, sagöi hann og fann að hún horfði á hann allan tímann. Það var ekki iaust við að hann færi hjá sér af feimni, en hann var fljótur að finna stokkinn og kveikja eld. Þegar hún laut að honum meö vindlínginn milli hálfopinna vara fann hann vínlykt af henni. Hún er hlý til augna, og hún brosir. En hún er ef til vill feimin á sama hátt og ég? Hún hefur ekki drukkiö venjulegt brennivín; þetta er of góð lykt til þess, hugsaöi hann og brosti viö brosi hennar. Þakka þér fyrir, sagði hún, og enn var bros í augum hennar. Ekkert að þakka, sagði hann og reyndi aö hlýja augu sín í nokkurs Smúsaæa eftir Steinnr Siæurjóixsson. JMynd: Ælfreö jFlóJki. Guöjón fór stöku sinnum á kaffi- hús í von um að sér liöi vel og hann gæti hugsað eitthvað fallegt. Hann hafði tvisvar skrifað Þjóðviljanum bréf, sem hann sendi ekki í pósti heldur gekk sjálfur meö til blaðsins, og hann fékk þau birt. Þau fjölluöu um það sem hann lángaði helst að tala um, að dómi foreldra hans haföi honum farnast þetta vel. Einhverjir hlutu aö hafa lesiö þaö sem hann skrifaði í blaðiö og hann fann aö frændi hans sem vissi um þetta talaöi viö hann í öðrum tón en áöur. Móðir hans sagði að hann væri þjóðrækinn af svo úngum manni aö vera og ritstjórinn þakkaði honum fyrir bréfin. Hann mundi eftir nokkr- um orðum sem ritstjórinn sagði. Hann sagði eitthvað á þá leið aö þá vantaöi eða þeir vildu eöa þeim líkaði við lifandi menn. Guji hugsaöi stundum um þessi orð og reyndi að geta sér til um hvað hann átti viö með lifandi © menn, en hann vissi að þau hlutu aö hafa einhverja góða merkíngu því ritstjórinn taiaöi þessi orö nokkuö bjartur yfir sér og klappaöi Guja á öxlina. Hann hugsaði nú, eins og oft síöan hann fór að hugsa alvarlega, um hluti sem þörf var að velta fyrir sér. Fyrir nokkru var tilkynnt kvöld- vaka í útvarpinu og í þessu var mjúk kvenrödd að segja eitthvert Ijóð úr Eddu. Hann haföi aldrei haft áhuga á Ijóðum; en auðvitaö eru þetta merkileg Ijóö, hugsaöi hann og tók að hlústa af athygli. Honum var lítið um það gefið að trana sér fram og var oft á móti hégóma og æði æskunnar; og þegar hann sá fyrir sér eina og aöra mynd úr Ijóöunum hugsaðí hann sem svo: Þaö var eitthvaö annað þá en nú! Hann ætlaöi aö kveikja sér í pípu um þaö leyti sem lesturinn-hófst en hætti við þaö og lagöi pípuna á borðið. Hann fann fyrir brjósti sér einhverja tregablandna tign og milli þegar þeir sáu hana. Hún var falleg þótt hún væri heldur mikiö máluð, fannst Guja. Hún gekk hægt að borði viö glugga sem vissi að götunni, reikul í spori og hafði um hálsinn festi með fallegum rauöum steini. Fyrir rúmlega hálfu ári hafði Guöjón kynnst stúlku og honum þótti ekki lítiö til hennar koma; en það er svo sem allt í lagi þótt maður gefi öðrum stúlkum auga í laumi, hugs- aöi hann. Gulla horföi stundum á hann mildum augum og hann fann að hann hafði aldrei kynnst stúlku sem honum fannst betra aö treysta. Hve hún horfir blítt á mann, lík kind til augnanna af sakleysi. Honum leiö vel, því hann hugsaði innilega um ástina og naut þess aö horfa á stúlkuna og búa til hugsanir í laumi. Hann vissi vel hvað hann gerði og sá ekki eftir aö hafa sagt Gullu að hann vildi eiga hana fyrir konu. konar viðurkenníngarskyni fyrir hlýjuna í augum hennar. Hún gekk að borði sínu, en hann sagði ekki fleiri orö. Hún var með þunna slæöu um heröar og hreyfíngar hennar minntu hann á álfkonu, eöa persónu úr Eddum? Skrítiö að hún skuli vera hér ein, yfir engu, hugsaði hann. Ölvuö, en ein, og svona falleg. En þótt hún væri aö vænta þess að einhver gæfi sig á tal við hana, einhver karlmaöur, í þessu tilfelli ég... þá gat þaö verið fagurt í sjálfu sér aö leita einhvers á svona staö, mannlegrar hlýju, ef þetta kemur til fyrir einsemd; það er mannlegt; maöur er manns gaman; mennirnir hvergi jafn einir og einmitt í borgum þar sem fólk þúsundast eins og mý yfir vatni. Gulla var óneitanlega góö stúlka, og eins og móðir hans sagði bar honum að vera heiðarlegur. Ég er það líka, hugsaöi hann. Hún hafði góöar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.