Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 9
Realismi hefur skotið rótum i málaradeild og i leirmótunardeild hata hlutir notagildis svo sem lekönnur og bollar ordið að vik|a tyrir ýmsum tegundum litrænna torma. Sá er þetta ritar, var nemandi myndlistardeildar Handíöa og Myndlistarskólans (fyrra nafn skól- ans) árin 1947—50 og man vel eftir 10 ára afmælissýningu skólans, sem haldin var í Listamannaskálanum gamla viö Kirkjustræti voriö 1949. Þaö var mjög eftirminnileg sýning, enda óhætt aö fullyröa, aö þau árin hafi mjög efnilegir árgangar veriö í skólanum, t.d. margir, er nú standa framarlega í myndlist og hand- og myndmennt almennt. Aö hluta til var sýningin söguleg úttekt, en aðallega voru á henni verk eftir nemendur síöustu tveggja ára. Á þeim árum stunduöu nám í skólanum nafn- kenndir einstaklingar í myndlist eins og Eiríkur Smith, Sverrir Haraldsson, Benedikt Gunnarsson, Valgeröur Hafstaö, Guömunda Andrésdóttir, Jóhannes Geir, Guðmundur Elíasson o.fl. í kennaradeild voru m.a. Þórir Sigurðsson, Guörún Þórhallsdóttir, Hörður Ingólfsson o.fl., er markaö hafa spor í sögu myndmennta- kennslu á íslandi. Þá útskrifaöist afmælisáriö fyrsti og óvenju fríður hópur handavinnukennara, og um leið einn sá stærsti fyrr og síðar. Skólastarfiö var þannig í miklum blóma, skólinn fluttur frá Grundar- stíg í rúmgóð húsakynni aö Lauga- vegi 118 og andinn, er ríkti innan skólans, frjór og upplífgandi. Fé- lagslífiö var gott og var reynt aö fá sem flesta til aö taka þátt í skemmti- atriöum, kennara jafnt sem nemend- ur. Starfskraftur á skrifstofu var þá Róbert Arnfinnsson, sem flestir þekkja sem einn okkar mikilhæfustu leikara um árabil, — og þótt hann væri ekki nemandi, má ætla, aö hann hafi hrifist meö af því, sem var að gerast innan veggja skólans, og aö þaö hafi verið honum nokkur lærdómur og lífsreynsla aö hafa þar starfsvettvang. Ég rifja þetta hér upp vegna nýafstaðinnar 40 ára afmælissýning- ar skólans, sem haldin var í öllu Myndlistarhúsinu á Miklatúni, því aö ég heföi meira en gjarnan einnig viljað birta hér myndir frá þeirri sýningu svona til samanburðar, en því miöur hef ég engar Ijósmyndir handbærar. Samanburður væri og máski ekki réttlátur, vegna þess aö skólinn í dag er allt önnur stofnun en þá, námsbrautir margfalt fleiri og námstíminn helmingi lengri. Þó aö skólinn sé enn þann dag í dag allra skóla fátækastur af hjáiparútbúnaöi og tækjagögnum, þá er einnig hér fráleitt aö gera samanburð, þar sem í þá daga var aðeins um nauösynleg- ustu tæki aö ræða í myndlistardeild, örfáar málaratrönur, teiknibretti og statív fyrir leirmótun. En þetta dugöi þó vel í þá daga og þrátt fyrir styttri námstíma má fullyröa, aö í teikningu og málun voru menn síst eftirbátar þess besta, sem mátti sjá á sýning- unni á Miklatúni og hugmyndaflugiö frjórra. Ástæöan til þess er auövitað sú, aö um sterka einstaklinga var aö ræöa og þó máski frekar, aö námiö var öllu samfelldara og hnitmiðaðra, menn höföu þegar markað sér braut og áhuginn var gífurlegur. Menn fylgdust með öllu, skoðuðu hverja listaverkabók er menn komust yfir í krók og kring, og unnu eins og berserkir. Sumir voru stööugt aö koma meö myndir í skólann til umsagnar kennara, er þeir höföu gert heima og án þess að það væri skylda eöa nokkur bæöi þá um þaö. í dag verður aö ganga hart á eftir flestum nemendum til aö sýna slíkt framtak og hugmyndaflugið beinist helst í þá átt aö finna myndræn viöfangsefni í Ijósmyndum til aö mála eftir! Slíkt er þó aö fullu leyti réttlætanlegt sem eitt atriöi af mörg- um, og er ég síst á móti því. Ég er einungis andvígur því, aö menn noti hjáleita tækni alfariö sem hjálpar- gagn viö myndsköpun sína í skóla a.m.k. Ég tek hér aöallega til meöferöar þróunina í myndlistardeiid í þessum stutta pistli mínum, en hún er aftur komin á réttan kjöl meö stofnun málunardeildar áriö 1976, aö því er aö málaralist, teikningu og grafík snýr, og árangurinn er strax farinn aö koma í Ijós, hvað málaralistina áhrærir, þótt aðeins þrjú ár séu liöin frá stofnun hennar. Aö vísu voru málverkin á sýningunni á Miklatúni æöi misjöfn, en hiö besta var gott ög ég er sannfærður um, aö deildin á eftir aö skila betri árangri á næstu árum. Grafík-deildin er alltaf í sókn og þar fer fram athyglisverð þróun. Ég minnist þess til gamans, hve áhuginn á grafík var gífurlegur á árunum eftir 1960 og í þá veru, að öörum kennurum blöskraöi. Menn voru einfaldlega ekki reiöubúnir til aö meðtaka slíkan áhuga og veita honum brautargengi. Þó kom til tals á fyrsta kennarafundi, er Kurt Zier hélt, nýorðinn skólastjóri, (1961), aö gera listgrafík aö sérnámi, og kom hugmyndin frá honum sjálfum og jafnframt aö auka viö tækjakost grafík-verkstæöisins. Þó fór svo, er áhuginn var í hámarki, að farið var aö svelta grafíkina og hemendur jafnvel lagöir í eineiti, er hér sýndu „of mikinn" áhuga. Þeir tímar komu, er dapurlegt var aö vera kennari í grafík, því aö hér stóö maöur einn. Kennslan minnkaði og jókst ekki aftur, fyrr en fyrri nemendur komu aftur að utan fullir áhuga og þaö, sem reið baggamuninn, meö nauö- synlegan tækjakost meö sér. — Þetta heyrir sem betur fer liðinni tíö, en mátti þó gjarnan koma fram hér og þá til viðvörunar, ef aö slík staöa kemur upp í einhverri mynd innan skólans. — Nú vantar tilfinnanlega höggmyndadeild (skúlptúrdeild), því þaö er móðgun aö taka þessa mikilvægu námsgrein þeim vettlinga- tökum, sem gert hefur veriö fram aö þessu innan skólans og afleiðingarn- ar meir en sýnilegar. Þá vantar deild Kramhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.