Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 7
konur úr öllum •'ll' stéttum iis taka þátt í Mmár- starfi fébgshs Stundum heyrast raddir um það aö líknar og góögerðarfélög eigi ekki rétt á sér í nútímaþjóöfélagi, þar sem öll félagsleg þjónusta og aöstoo eigi aö fást h]á opinþerum stofnunum. Almennt eru menn þó ekki þeirrar skoöunar og vita sem er, aö seint veröur svo komiö aö hvergl sé úrbóta þörf eða ástæöa til aö knýja á um framkvæmdir. Þessi félög gera þaö einnig aö verkum aö félags- menn — hinn almenni borgari — temur sér aö hafa vakandi auga meö umhverfi sínu, gerir hann virkari þátttakanda í málum sem snerta almenningsheill. Hérlendis hafa slík félög, bæoi karla og kvenna, starfað lengi og getiö sér gott orð á mörgum sviðum þjóölífsins. Á árum áöur mátti þaö ef til vill teljast forréttindi aö eiga sinn frítíma og fá aö velja sér aö verja honum til slíkra starfa. En frítími fólks í dag veröur rýmri og stundum jafnvel svo aö menn vita varla hvernig eigi að verja honum. Kvenfélagiö Hringurinn átti 75 ára afmæli ekki alls fyrir löngu. Það félag þekkja flestir aö nafninu til en vita sennilega minna um upphaf þess félags eöa starfsemina í dag. Því var núverandi formaöur þess, Ragnheiður Einarsdóttir beðin aö rekja söguna í stuttu máli og segja frá helztu verkefnunum sem kon- urnar eru aö vinna að nú. í upphafi var þetta skemmtifélagsskap- ur nokkurra kvenna hér í Reykjavík sagöi Ragnheiöur. Þessar konur ákváöu aö stofna meö sér félag sem skyldi beita sér fyrir einhverju þörfu málefni og fá fleiri í liö með sér og kvenfélagiö Hringurinn var svo stofnaö 26. janúar 1904. Stofnendur voru 45 en fyrsti formaöurinn var frú Kristín Vídalín Jakobsen. Fyrstu verkefni félagsins voru að hjálpa bágstöddum sængurkonum og styrkveit- ingar til fátækra berklasjúklinga en berklaveiki var mikill vágestur hér á landi á þessum árum. Stofnaður var sérstakur sjóöur „Líknarsjóður Hringsins" til aö standa straum af kostnaði og fjár til hans aflaö meö ýmsu móti, skemmtanahaldi, hlutaveltum o.fl. í sjóöinn rann allt þaö fé sem aflaö var, utan félagsgjöldin.. Hringskonur gengust líka fyrir leiksýn- ingum í fjölmörg ár þar sem konurnar fóru með öll hlutverkin. í Þjóðólfi stendur 15. desemþer 1905: „Leikskemmtun til ágóða fyrir berklaveika hefur kvenfélagiö Hringurinn haldið þessa dagana og hefur hún verið vel sótt, enda tekist vonum framar". Síðan voru leiksýningar fastur liöur í starfi félagsins um árabil og má geta þess aö hin dáða leikkona Arndís Björnsdóttir steig sín fyrstu skref á leiksviði á sýningu félagsins. Á aldarafmæli Jóns Sigurössonar 17. júní 1911 var tekin upp sú nýlunda að afla fjár með merkjasölu en það hafði ekki verið gert áður hér á landi. Árið 1914 var hafin sala á minningarkortum, þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi — og er sala þeirra drjúg tekjulind enn í dag. Þegar berklavarnarlögin komu til fram- kvæmda árið 1921 tók ríkið að sér aö gréiða allan legukostnaö berklasjúklinga og því var líknarsjóöur Hringsins lagður niöur. En Hringskonur lögöu ekki árar í bát heldur beittu sór fyrir því að koma upp hressingarhæli fyrir berklasjúklinga á batavegi. Margir voru hræddir við að fá þetta fólk á heimili sín vegna smithræðslu og þaö þurfti því aö dvelja lengur á berklahælinu en nauösyn bar til. Konunum tókst meö frábærum dugn- aöi aö koma upp hressingarhæli í Kópa- vogi sem opnað var 14. nóvember 1926. Hælið hafði kostað upp komið 75 þúsund krónur en þar var rúm fyrir 25 sjúklinga auk starfsfólks. Helgi Ingvarsson sem þá var aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum gegndi læknisstörfum á Kópavogshælinu endur- gjaldslaust og kom ýmist gangandi eða hjólandi daglega frá Vífilsstöðum. Hæliö var rekiö á kostnaö félagsins til 1939 en þá fór Vilmundur Jónsson, landlæknir fram á að ríkið fengi það keypt. Félags- konur ákváðu hins vegar aö gefa ríkinu hæliö ásamt öllum innanstokksmunum og tækjum. Árið 1931 hafói félagið fengið keypta jörðina Kópavog og rak þar Framhald á bls. 13 @.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.