Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 8
Félagslíf var oft og ííöum í miklum blóma á dögum Lúðvígs Guömundssonar og Kurt Zier, en síöan var tekin önnur stefna og jafnvel hin eftirminnilegu vorferöatög lögöust niöur til hags fyrir utanferðir eins bekkjar og voru Þaö afleit skipti. Á efri myndinni sjást nemendur á Svínafellsjökli en á hinni neöri stjórnar Kurt Zier hópsöng kennara á árshétið. Kennsla í litafrœöi fyrir nokkrum árum. Greinarhöfundur leiðbeinir einum nemanda sínum. — Beinagrindin í forgrunninum hefur lengi veriö innan veggja skólans sem mikilvœgt kennslugagn og mun upprunalega hafa verið nokkuð heilleg, en mun nú endanlega hafa liðast í sundur í smáhluta. Hún mun eiga að vera af 16—17 ára stúlku aö sögn fróðra t.d. Björns Th. Björnssonar (en pó ekki nemanda skólans). Beinagrindinni fylgdi merkileg náttúra sem ég uppgötvaði og rökstuddi, nefnilega, aö pær stúlkur er ærsluðust óhóflega mikiö í henni uröu fljótlega og óforvarandis ófrískarl Bragi Asgeirsson Myndlista- og handíóaskóli íslands Vorið 1949 útskrifaðist stærsti handavinnukennarahopurinn úr Handíða- og myndlistarskólanum m.a. fyrsti kvennahópurinn. Á pessi friöi hópur pví 30 ára kennaraafmæli um pessar mundir. Aftari röð: Anna Þorsteinsdóttir, Gerður Sigurðardóttir, Þorbjörg Eldjárn, Herborg Kristjánsdóttir, Indiana Guölaugsdóttir, Hólmfríður Ingjaldsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Erna Kolbeins, Vigdís Pálsdóttir, Guðfinna Guðbrandsdóttir, Ólína Jónsdóttir, Soffía Þórarinsdóttir, Guðný Helgadótt- ir, Þórveig Sigurðardóttir, Ástrún Valdimarsdóttir. í fremri röö má sjá kennarana Kurt Zier, Elinborgu Aðalbjarnardóttur, Sigríði Arnlaugsdðttur og Valgerði Briem. Úr smíðakennaradeild útskrifuöust Gunnar Guðmundsson, Jóhannes Jónsson, Halldór Sigurðsson, Snorri Jónsson. Sitjandi Gunnar Klængsson kennari. Á myndina vantar Inga Rafn Baldvinsson. Árið 1951 sameinuðust handavinnu- kennaradeildirnar Kennaraskóla íslands. Þótti Það mikið áfall fyrir skólann og hefur vafalítið reynst ennþá meira áfall fyrir handavinnumennt á íslandi Þvi að slíkt nám þarf öðru fremur að fara fram í sérskóla listíöa. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.