Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 4
BÆTT HEILSA - BETRA LIF
Þœttir um sjúkdóma, íækningarog fyrirbyggjandi
aðgerðir Eftir Dr. Mickael Halberstam
Eins og allir vita er tekið hafa bílpróf
eru mönnum settir allstrangir kostir til
Þess að fá ökuróttindi: sjón Þeirra er
mœld og þeir skikkaöir til aö nota
gleraugu viö akstur ef hún pykir ekki
fullnægjandi, þeim er gert að læra
flóknar reglur um akstur og umferö, og
Þeir verða aö sýna Það í verki aö Þeir
hafi stjórn á bíl við flestar aðstœður.
Það hafa líka margir mátt reyna á
sjálfum sór, að Þungar refsingar liggja
viö Því að aka undir áhrifum áfengis.
En Þaö er oftar hættulegt að aka en
einungis Þegar maður er drukkinn.
Menn geta verið undir sterkum og
hættulegum áhrifum af ýmnum toga,
öörum en áfengisáhrifum. Þau áhrif er
hins vegar yfirleitt erfitt eöa ógerlegt aö
mæla, og viö Þeim eru engar varnaðar-
ráðstafanir af hálfu hins opinbera; Þar
verður hver að reyna að hafa vit fyrir
sór. Ég á við Það t.a.m. Þegar menn
setjast undir stýri og aka af stað æstir á
geðsmunum, svo annars hugar, ein-
hvern veginn og einhverra hluta vegna,
að Þeir geta ekki gefið akstrinum eins
mikinn gaum og Þyrfti.
Ég get nefnt nokkur dæmi um fólk
hættulegt undir stýri og flestir munu
geta rifjaö upp einhver fleiri: maður
sem rýkur af staö í vinnuna að morgni
strax eftir hðrkurifrildi við konu sína,
kona sem getur ekki um annað hugsað
en Það að maðurinn hennar var að
krefjast skilnaðar, maður sem missir
hÚ8ið sitt undir hamarinn ef hann kríar
ekki út lán í dag — en getur meö engu
móti ímyndað sér hvar hann ætti að fá
Þaö, háskólanemi sem er á leiðinni í
mikilvægt próf og kvíðinn mjög, Því
hann er illa undirbúinn, maður sem er
\
hræddur um aö missa vinnuna senn
hvaö líöur, o.s.frv. Fólki sem á við slík
vandamál eöa Þvílík að stríða hlýtur að
veitast erfitt að hafa allan hugann viö
aksturinn og mætti raunar kallast gott
ef menn hefðu pó ekki væri nema
hálfan hugann við hann. Það er vitan-
lega stórhættulegt að aka í slíku skapi.
Að vísu eru hætturnar svolítið misjafnar
eftir geðshræringunum. Sem ökumaöur
svartsýnn og Þunglyndur veröur hann
sljórri og viðbrögð hans öll seinni en
ella; aé hann reiður og æstur Þverr
honum á hinn bóginn dómgreind og
varkárni.
Okumaður í uppnámi
er lífshættulegur
I Bandaríkjunum fór fram athyglis-
verö könnun um Þetta efni. Rætt var við
ættingja, vinnuveitendur og kunningja
25 manna er látizt höfðu í bílslysum allir
undir stýri, og var ætlunin að komast að
raun um hugarástand hinna látnu rétt
fyrir slysin. Það kom á daginn, að 92%
Þeirra mundu hafa verið í óvanalegri
geöshræringu er slysin urðu, mismikilli
en sumir svo æstir aö Þeir voru gersam-
lega ófærir um Það aö aka bíl örugg-
lega. Til dæmis hafði e'mn veriö / slíku
uppnámi aö hann gat ekki beöið Þess
við gatnamót að járnbrautarlest færi
hjá: Þaö voru 100 vagnar í lestinni en
Þegar 70 voru komnir framhjá missti
maöurinn Þolinmæöina gersamlega,
bakkaði allt í einu nokkurn spðl, skipti
síöan um gír, steig bensfnið í botn og ók
á fleygiferð á lestina.
Ástæðan til pessa æsings var sú, aö
stúlka hafði sagt hðnum upp.
Nærri helmingur ökumannanna í
Þessum hópi hafði annað tveggja verið
Þunglyndur eða reiður Þegar slysin
uröu. 60% Þeirra drukku svo mikið að
Þaö háði Þeim í starfi og félagslífi og
heilsu Þeirra sðmuleiðis. Attu Þeir Það
sameiginlegt, að Þeir voru jafnvægislitl-
ir, Þjáðust af streitu og veittist erfitt að
létta henni af sér með eölilegu móti.
E.t.v. eru Þeir Þó hættulegastir sem
eru Þannig skapi farnir aö Þeir skeyta
yfirleitt lítt um reglur, boð og bönn, og
rótt annarra. Þeir eru duttlungafullir,
bráðlyndir (t.d. fljótir að ýta 6 flautuna
ef eitthvaö ber út af), verða yfirleitt
óÞolinmóðir er þeir veröa aö stanza og
bíða viö umferðarljós, Þeim veitist afar
erfitt að umbera galla annarra, og reyna
jafnvel alls ekki að umbera Þa enda Þótt
Þeir sóu sjálfir haldnir sðmu gðllum, og
eru yfirleitt tillitslausir bæði við farpega
og aðra ökumenn.
Því miður er ekki hægt að meina
slíkum mönnum að aka bíl Þótt Þeir séu
bæði hættulegir sjálfum sór og ððrum.
Það veröur víst bara að reyna að vara
sig á Þeim.
En menn verða seint of oft áminntir
um Það að aka hvorki undir áhrifum
áfongis nó sterkra geöshræringa.
Maður kynni að mæta ðörum ðkumanni
líkt á sig komnum. Fólk er að láta Iffið af
Þessum sökum á hverjum einasta degi,
hundruöum Þúsunda saman á ári.
Þá er upp runnin sú tíö að
gengur maöur undir manns hönd
aö afneita uppruna sínum í sauö-
kindinni. Svo langt ganga ofsókn-
ir á hendur skepnunni að nálgast
kynpáttafordóma í öörum lönd-
um. Alls kyns hyski sem drollað
hefur í Evrópu og annars staðar
kemur heim og oröiö „gúrmeyjar"
og keppist viö að úthúöa sauö-
kindinni og pví sem hún gefur af
sér.
Allt fram undir seinna stríö var
sauðkindin útgangspunktur
mannlífs á íslandi. Gott ár fyrir
sauöskepnu pýddi framhaldslíf
hjá mannskepnu. Fellivetur pýddi
líka hordauöa á vori meö mönn-
um. Út um gluggann sem óg er aö
skrifa petta er dæmigerð sjávar-
gata ísaldarjökuls. Freömýrar og
grjóttögl. Þó móar í græna bletti
inn á milli, rækt og órækt. Þarna
Þrífst sauöfé meö ágætum og
litlum kostnaði. Þaulsannaö er, aö
par sem slíkar snapir er upp á að
bjóða er sauðkindin sú allra ypp-
arsta skepna sem völ er á. Þess
vegna er Þaö umrædd skepna
sem menn hafa sér til viðurværis
hvort heldur tekur aö nálgast
heimskautabauga eða eyðimerk-
ur. Því hafa menn oröiö varir viö
skyldleika meö Þjóöum sem
hokra að Þessari skepnu og hefur
sýnt sig ýmsum skikk Þó hvorug-
ur hafi vitað um hinn.
©
i fyrndinni og áöur en Þeir fóru
aö veita vatni á eyöimerkur gengu
Gyöingar viö sauðfé. Var Því
augljóst mál, að dæmisögur Jesú
Krists af daglegu amstri manna í
sauðlandinu Galíleu fjölluðu um
sauöfjárbúskap. Þar er ein dæmi-
sagan dæmisagan af góöa hirðin-
um. Þaö héf smali eða sauöamaö-
ur á vora tungu. Þótti sagan
athyglisverö lesning á íslandi upp
úr miöri sextándu öld, Þegar
biblíur tóku aö berast á móður-
málinu frá Hróarskeldu. Er hór ef
til vill komin enn ein skýring
hvers vegna siðskipti gengu pó
Þetta snurðulausara fyrir sig en
með mörgum öðrum Þjóöum sem
eigi báru virðingu fyrir sauökind-
um.
Til þess tíma að Oddur
Gottskálksson tók aö starfa að
undergroundÞýðingum á biblí-
unni undir kýrrössum í Skálholti,
hafði latínulausum sauðfjár-
ræktarbændum runnið í brjóst
undir sönglistinni viö fractio
panis (brot brauösins), Þá sungiö
var agnus dei qui tollis peecata
mundi og enn hjá katólskum í
Þrígang við sama tækifæri. Þvert
á móti porruðust menn allir upp
við að heyra sauöfé blandaö í
málið og hófu aö skýra biblíuna
skv. eigin reynslu sbr. kallinn sem
ekki gúteraði annað en að guðs-
Finnbogi Hermannsson, Núpi
I nafni
sauðkindarinnar
lamhiö síðan í fyrra væri nú orðiö
veturgömul ær og geröi athuga-
semd í miöri athöfn.
Svo vikiö sé aftur aö Þjóðum
sem tengja uppruna sinn auðfé,
Þá er svo mikiö vist, að menn sem
kynnst hafa báðum Þjóðflokkum
íslendingum og gyöingum og
minnst hefur verið á áður, telja sig
heyra samhljóm í frumstefi
beggja er lýtur aö sauöajarmi.
Vitna ég Þar til ónefnds guðfræö-
ings og hálærðs manns í
semítískum fræðum.
Þess sér og staö í bókmenntum
fyrri tíöar að vegur sauöskepnu
var meiri en nú. í Grettissögu á
hrúturinn Hösmagi aðild að örlög-
um peirra bræöra, Grettis og
llluga og heldur Þeim paról í
Drangey Þar til yfir lýkur. „Hann
var hösmögóttur aö lit, og
hyrndur mjög." „Af honum gerðu
Þeir mikið gaman, Því hann var
svo spakur, aö hann stóð fyrir úti
og rann eftir Þeim Þar sem Þeir
gengu. Hann gekk til skóla á
kvöldin og gneri hornum sínum
við hurðina." Þáttur flóttunnar
sem Hösmaga við víkur gengur
svo upp, er banamenn peirra
bræöra, drepa á dyr, en Þeir halda
hrútinn. Og mælir lllugi Þaö oft er
í vitnaö: „Knýr Hösmagi hurö,
bróöir." „Og knýr heldur fast,"
sagði Grettir, „og heldur óÞyrmi-
lega." Og í Því brast hurðin sund-
ur.