Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 11
Hreyfanlegi hópurinn er ekki nema 10—15 míntítur að bregða sér ntilli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, — fyrir hann skiptir nánast engu máli, hvort búið er Vestur á Seltjarnarnesi, upp í Breiðholti eða jafnvel í Mosfellssveitinni. umferöinni en í nágrannalöndunum, og yfir 50% þeirra gangandi vegfarenda, sem slasast í umferðinni, eru yngri en 15 ára. Þetta eru ógnvekjandi tölur, sem benda til þess, aö umferoarskipulagi okkar sé um margt áfátt, en um þaö, ásamt öðrum þáttum umhverfisskipulags, mun ég fjalla síðar. Umhverfiö er ramminn utan um líf okkar, bæir eru skipulagðir fyrir fólk, og ef lifandi fólk er ekki miopunkturinn í skipulagi bæja, er þao einskis viröi. Miklar líkur benda til þess, að umhverfiö hafi bein áhrif á geöheilsu okkar, og samkvæmt nýlegri könnun er þunglyndi t.d. mun algengara hjá heimavinnandi húsmæörum í blokkahverfum en öðrum þjóðfélagshópum, og sérstaklega ef þær eiga börn á forskólaaldri. Ef íbúðarhverfi okkar eru þaö óaðlaöandi, aö viö treyst- um okkur ekki til aö dvelja þar um helgar eöa í sumarleyfum, er vissulega úrbóta þörf. E.t.v. gætum vio einnig minnkaö streytuna í okkar hraðasjúka þjóöfélagi, ef fjölskyldan fyndi gleöi í því aö ganga um sitt eigið hverfi, þótt ekki væri nema eina og eina helgi til tilbreytingar í staö þess álags, sem oft fylgir helgarbíltúrun- um. Þessi mynd er ekki frá íslandi eins og ætla mætti, heldur af byggingarfram- kvæmdum í Síberíu. Enn hefur ekki verið rannsakað hvort íslenzkir arkitektar og skipuleggjendur hafa sótt fyrirmyndir til Síberíu, eða hvort Sovét- menn hafa tekið mið af Islanrii. bara beitt örlítilli hugkvæmni. I þessu hverfi er alltaf líf. Þaö eiha, sem þetta kostar, er aö ganga þarf 50—100 metra út á næsta bílastæöi, en sjálft hverfiö er lokaö fyrir bílaumferð, nema brýna nauðsyn beri til. Og þar erum viö e.t.v. komin aö kjarna málsins. Viljum viö, hreyfanlegi hópurinn, leggja það á okkur að ganga 50—100 metra út í bílskúr eða bílastæöi, til aö hægt sé aö skapa betra umhverfi fyrir hina? E.t.v. viljum við það, ef viö hugsum okkur vandlega um, en þaö hefur þá hingaö til verið utan vitundar flestra byggingar- og skipulags- yfirvalda, t.d. er þess víða krafist í byggingarskilmálum, aö bílskúr innan lóöarmarka fylgi hverju einbýlis- og raöhúsi, og jafnvel tvöfaldur. Væri ekki nær aö krefjast þess, aö hverfin væru gædd lífi, og að hægt væri aö komast fótgangandi leiðar sinnar innan borgarinnar, án þess að ganga í jaörinum á æðandi bílaumferð? Okkur er einnig hollt að minnast þess á hinu alþjóölega ári barnsins, aö hér á landi slasast mun fleiri börn hlutfallslega í Lauslegt riss aí hluta hverfisins, sem greinarhöfundur bjó í og frá er sagt í greininni. fe 52T ¦-¦ «:¦ »11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.