Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Qupperneq 5
Ingólfur Sveinsson I EYVINDARKOFA VERI A kolli Hofsjökuls þykkir skýjabólstrar norðan af Sprengisandi komu haustvindar eins og óvígar fylkingar að tilkynna komu sína á bláum septemberdegi — i Þjorsarverum blakti bleik storin og skuggi Arnarfells hins mikla teygöist fram eins og risafingur gæsahópur flaug í suöur hvarf inn í rökkurheim öræfanna---- I hvitri auðn og logni þagnar slokknar á dagblysum og í nauövörn líðandi stundar þreyja þau ein með ást sína og hatur grimmd og hörku í köldu hreysi dauðans og veturinn líður í ægiveldi öræfa og jökla „Fæðingarhriöar vorsins eru hafnar en ég orðin mjó á ný blítt er austrið og sólargeislinn hefir brotið gat á litlu lindina mína í suöri heyrist gæsagarg — vor — ó vor-------Eyvindur" (September 1978) í bókmenntum nútímans er sauðkindum sýnd lítil viröing og vart minnst skepnunnar nema ósæmilega. Málfríöur Einarsdóttir lætur ekki sitja við holdlegt mat á sauðkindum í Sálarkirnunni, held- ur gefur hún sýkkóanalýsu af dýrinu, einkum kindum af Vest- fjörðum. Er sauökindin ókind, kjetiö af henni ókjet, ullin óull og svo frv. Þó er henni ekki alls varnaö og meö nærveru sinni einni fær hún jafnvel skáldum hríöir, á dularfullan hátt. Tilvitnun í Sálarkirnuna: „Nú komu kind- urnar um höfin svo breiö og voru fríðari en sést haföi og mikil var tilhlökkun bændanna aö geta nú loksins boðiö frúm sínum skinn- kápur svo fagrar sem peim hæföi. Það fór ööruvísi. Engin frú fékk neina fallega kápu. Engin íslenzk kind fékk haldist heilbrigö á geöi við aö horfa á sauðkind miklu fríöari sér, paö næddi um sálir peirra helgustur öfundsýkinnar." Og síöar á sama staö: „Svo voru allar útlendu rollurnar drepnar, en sjúka féö bændanna sett í sauð- heldar girðingar, enginn veit hvers vegna og ekki linaðist öfundargeösýkin. Ekki fyrr en búiö var aö drepa þær allar. Síðan var fengiö ófagurt og óhöndulegt fé af Vestfjörðum í staðinn, fé sem er eins á svipinn og galdramenn hafi alið það upp. Enginn nennir aö éta af því ketið, því þaö er svo vont, hvergi í því sambreyskingur, fitan bráöfeit og illfeít, liggur utan á í kleprum, fer öll út í tunnur, og rottur vilja hana ekki heldur. Þaö er eitthvað svo draugalegt viö þetta fé. Liggur viö aö maöur veröi myrkfælinn við aö sjá það. Eitt var samt gott sem hafðist af þessu brutli. Flestöll hin yngri skáld sem ekki höföu náö að komast í prestembætti, eða ekki viljað þaö, þau sultu. Varla mun Jóhannes úr Kötlum vera einn af þessum, því hann kenndi Steini Steinari að lesa og fékk fyrir þaö peninga. En sumaratvinna hans var að gæta öfundsjúkra áa, sem enginn hrútur vildi líta viö, eftir aö hafa séö spænskar karakúlær. Til þess var hann látinn sitja árlangt á heiðum fjarri mannabyggöum hafandi ekki félagsskap nema af ánum, en af því er að segja, aö þetta þótti honum heföarfullt stand og spruttu upp hjá honum gnóttir góös kveðskapar handa þjóö hans aö una viö um aldir.“ Tilv. lýkur. Gagnvart hinni lýrisku innrætingu sauökindarinnar erum vér orðlausir og kunnum engin svör. Hins vegar skyldu menn að hyggja að hnignun menningar- innar hvaö bóklistina áhrærir fer saman viö afneitun þjóðarinnar á sauðkindinni. Dýrafiröi 7. maí. N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.