Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Síða 14
Myndlista- og handíða-
skóli íslands
Framhald af bls. 9.
efnistækni (malteknik) — menn
þurfa aö geta búiö til mismunandi
léreft sjálfir, rifiö liti og unniö liti úr
náttúrunnar ríki. Búiö til pensla og
hvers konar hjálpartæki. Rannsakað
mismunandi litategundir, olíur og
blöndunaraðferöir o.s.frv. Um þetta
hef ég rætt um árabil án nokkurs
sýnilegs skilnings.
— Lúövíg Guðmundsson mun
alveg hafa vitað aö hverju hann
gekk, er hann stofnaði skólann, því
aö honum var fullljós þýðing slíkra
skólastofnana meöal menningar-
þjóöa, — mikilvægi listrænnar undir-
stööumenntunar og almennra hand-
mennta. Honum verður seint full-
þakkaö fyrir elju sína og þrjósku,
hann bauö öllum erfiöleikum byrginn
og er merkilegt, aö jafnan skyldi
takast að halda skólanum gangandi,
á stundum óskiíjanlegt kraftaverk.
Ég minnist þess, hve glaöur hann
var, er vel gekk, hið ábúðarmikla
andlit Ijómaöi, augun geisluöu og
hann tókst eins og á loft. Hins vegar
skal því ekki neitað, að hann var oft
þungbrýnn og skapiö úfiö og má það
vera eðlilegt.
— Hér fór mikill menntafrömuður
og óvenjuríkur húmanisti, er einnig
vildi greiöa götu þeirra, er áttu viö
erfiöleika aö stríða. Hann vildi, aö
þeir fengju jafna möguleika til náms
og aðrir, svo fremi sem kollurinn
væri í lagi. Þaö var óvenjulegt
hérlendis á þeim tímum (og er um
margt enn), svo aö hér var hann
einnig framsýnn og velgjöröarmaöur
slíkra.
Hefði Myndlista- og Handíöaskóli
íslands þegar frá fyrstu tíö notiö
þess skilnings og brautargengis,
sem hann verðskuldaði, vaxið og
dafnað svo sem efni stóðu til, heföi
vafalítiö mátt komast hjá mörgu,
sem er landi og þjóö til lítils sóma.
Viö skulum einungis hafa þaö sem
viðmiðun hér, aö viö seljum bestu
hráefni veraldar á mörgum sviðum
úr landi og oft meö öllu óunnin, en
flytjum á sama tíma inn í ótakmörk-
uðum mæli fáfengilegan skranvarn-
ing. Þaö er grátlegt, aö aldrei hefur
veriö meira um þaö en í dag og
smekkleysið aldrei veriö jafn áber-
andi. Þó hefur umJeiö margt áunnist
á liðnum árum á sviöi list- og
handmennta, og margt hiö fram-
sæknasta í þeim skilningi er ávöxtur
af starfi Handíða- og myndlistaskóla
íslands.
Batteriið
Framhald af bls. 12
Og hvernig heföi þá veriö umhorfs í
borginni núna?
Þaö er ekkert smáræöi af jarövegi og
grjóti, sem fariö hefir í hafnargaröana og
uppfyllingar, enda mun flatarmál Miö-
bæarins hafa stækkað um helming á
þessari öld.
Upphaflega var bogadregin sandfjara
fyrir botni víkurinnar, allt frá Arnarhóls-
klettl vestur aö Hlíöarhúsaklettum. Þarna
á sjávarkambinum, innan viö víkina, voru
reist fyrstu verslunarhúsin, en framan við
þau var alfaravegur. Þar sem hann var,
kom svo Hafnarstræti og ber þaö enn
svip sinnar tíöar, því að þaö er bogið,
alveg eins og sjávarkamburinn var. Allt
svæöiö noröan Hafnarstrætis er nýtt
land. Og ef menn líta yfir þaö, þá munu
þeir geta séö að þaö samsvarar hálfri
stærö Miöbæarins eins og hann var,
þegar Reykjavík var úthlutaö því landi
sem kaupstaðarlóð. Auk þess hefir Mið-
bærinn stækkaö til suöurs, því aö allt
svæöiö sunnan Vonarstrætis og að því
meötöldu hefir verið tekiö af Tjörninni.
Vel á minnst! Þaö er ekki óhugsandi aö
elzta hús í bænum standi í Hafnarstræti.
Jacobæus kaupmaöur keypti kóngs-
verslunina í Keflavík þegar kóngurinn
seldi hana, og 1794 fékk hann útmælda
lóö í Hafnarstræti í Reykjavík til þess aö
versla þar líka. Áriö eftir, 1795, flutti hann
svo hingaö fiskverkunarhús frá Keflavík,
og annaö hús flutti hann þaöan 1799 og
setti þaö þversum viö endann á hinu,
þannig aö framhlið þess vissi aö Kola-
sundi, sem þar kom síðar. Þessi tvö
kóngsverslunarhús úr Keflavík, gátu veriö
komin til ára sinna. Enginn veit nú
hvenær þau voru reist, en þaö var siður
hjá einokunarversluninni, aö láta standa
von úr viti þau hús, sem hún reisti hér á
landi. Þess vegna er alls eigi loku fyrir
þaö skotið aö þessi hús hafi veriö hálfrar
aldar gömul, þegar þau voru flutt til
Reykjavíkur. Væri svo, þá eru þetta elztu
húsin hér í Reykjavík.
Þessi hús standa í Hafnarstræti 18.
Áriö 1806 var þriöja húsinu skeytt viö
austurendann á hinum. Er því húsiö nr.
18 í Hafnarstræti upphaflega þrjú hús og
ef menn horfa eftir endilangri framhliö
þess, má enn sjá hvar samskeyti húsanna
hafa veriö. Þarna hefir stööugt verið
verslað um 184 ára skeiö, og margir hafa
ráöiö þar húsum. Nú er þar versl. Optik
o.fl.
Kvöldvaka
Framhald af bls. 3.
hvarflaöi augum, þau svo aö segja
horföu inn í sjálfan hlátur sinn. Hve
ég hló aö Bill elskan, 09 amma hinum
megin viö þilið, sagöi Ólvun. Ó, ef hún
heföi nú vaknað sú gamla og komiö
inn á okkur! Og sjá fótinn á Bill
skjótast upp í loft og demba sæng-
inni ofan af ykkur niður á gólf! É minn
eini! Frá Texas, sagöi hann. Dáldið
feiminn þessi elska og kúrekalegur
og meö stóran maga. Þú alveg
trompuö og vildir heldur minn og bara
stundir, en viö James samt að horfa á
og flissa niöur í sængina og sáum
löppina á Bill rísa hátt í loft! Ó elskan,
aö sjá hana skella í þiliö svona föla og
æöabera!
í þessum svifum gengu tveir
menn inn í salinn og þeir virtust finna
mikiö til sín því þeir gengu eitthvað
gleitt inn og töluöu saman eins og
þeim virtist aö þeir væru einir og
engir aörir hér. Sá þeirra sem
svipmeiri var gekk viö staf, og hann var
meö gull á fíngri og á vöngum skegg
sem skoriö var eftir stakri tísku,
virtist Guöjóni, og eftir andartak
komst hann aö raun um aö þessi
maöur væri einhvers konar menníng-
arfrömuöur.
Hinn var á svipuöum aldri, eöa
um fertugt, en hann var lítill fyrir
mann aö sjá, fremur ófríður og ekki vel
klæddur. Nef hans var meö miklum
vængjum og hann var þannig á
svipinn aö kulda lagöi frá persónu
hans.
Æ, er þaö nú gamla seiga
kvöldvakan, sagöi sá nasavíöi þegar
þeir höfðu sest. Enn er glímt viö þessi
gömlu gráu vandamál um hugsanleg-
an uppruna og höfunda ýmsra
sagna, og svo er karlakórinn látinn
hrjóta úr sér inn á milli til aö hefja efniö
upp í göfgina.
Sá meö stafinn spuröi hinn hvort
hann hefði eitthvað á móti gömlum
minnum. Ef heföin er á traustum
grunni. . .
Hefðin! sagöi sá smái og brosti
viö þeim stóra; hann brosti enn og
sagöi rólega, næstum geispaði: Gröfin
hirði hana.
Sá meö gullið sagöi ekkert viö
þessu en sneri sér aö öðru efni. Svo
ég snúi mér aö erindinu, sagöi hann,
þá lángar mig aö vita hvort þú sért
ekki til í viötal.
Viðtal? Hvaö ætti þaö aö þýöa!
Vegna útgáfu nýs tímarits. Mig
lángar aö fá viö þig tal.
Þaö er og. Um hvaö?
0, um mennínguna... bók-
ménntirnar.
Æ, ég held ekki aö þaö mundi
hánga saman. Ekki nema þaö þó!