Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 3
með því að lyfta öðrum vængnum, en lækka hinn. Því haföi löngum verið trúaö af tilraunamönnum, að nægilegt væri að hafa hliðar- og hæðarstýri á flugtæki, en hvað jafnvæginu viðkom, þá voru þeir blindir á gildi þess, því þeir voru um of bundnir við hugmyndir sínar er vörðuðu farartæki á sjó og landi. Það þurfti þá snilligáfu, sem Wright- bræður höfðu, til aö koma augu á gildi jafnvægisstýringar og leysa vandamál þess og útbúa þann heild- arstýrisbúnað, er fyrsta nothæfa flugtækiö þurfti á aö halda. Þaö var fyrst og fremst þessi árangur þeirra, sem skipaði þeim á þann bekk, er greindi þá frá öllum öðrum, er við flugtilraunir höfðu fengist og opnaði leiðina til frekari árangurs og fram- fara. Að „snúa upp á vænginn" var lausnin. Ef heildarsnúningi var hægt að koma á vænginn á hvorn veginn sem var, gat flugmaðurinn hallað vélinni, sem var í beygju og einnig stjórnað jafnvægi hennar í misjöfn- um loftstraumum. Þessi hugmynd var fyrst reynd á flugdreka, sem smíðaður var og flogið í Dayton 1899. Þegar bræðurnir virtu fyrir sér drekann beygja og hallast til beggja hliða að vild þeirra, varð þeim Ijóst, að þeir höfðu sigrast á lokaerfiöleik- unum. Þetta nýja stjórnkerfi mundi gera þeim kleyft að smíða miklu stærri flugtæki en áður hafði verið gert og fljúga því. Með hærra flugi og lengri flugtíma gátu þeir líka náð miklu meiri reynslu og örari framförum, en nokkrum hafði áöur tekist. Fyrsta Wright-svifflugan var smíð- uð í Dayton og reynsluflogið í Kitty Hawk í sumarfríi þeirra frá reiðhjóla- verksmiðju sinni síðari hluta sumars árið 1900. Hún var þannig gerð, að bæði mátti fljúga henni sem flug- dreka, eða sem svifflugu. Þetta var tvíþekja, einföld að gerð og með hæðarstýrið að framanverðu. Heild- arkostnaður við smíði flugunnar var aðeins 15 dollarar. Kitty Hawk hafði verið valinn sem tilraunastaður eftir bréfaskriftir við starfsmenn veðurstofunnar og íbúa á staðnum. Það voru ekki aðeins hinir ákjósanlegu staöhættir, heldur virtist þeim einnig staöurinn heppi- legur til sumarleyfisdvalar. Og þegar til kom bauð staðurinn upp á fleira, en þá hafði óraö fyrir. Fáir staöir á austurströndinni voru eins rólegir og einangraðir árið 1900. Þaö var margra daga ferð fyrir Wilbur, þegar hann fór þangað í fyrsta sinn og sú ferö hafði nærri endað með ósköp- um, því nærri lá, að flatbornaði báturinn, sem hann for síðasta spölinn á, færi um í roki, sem á skall á leiðinni. Hann komst þó heilu og höldnu til Kitty Hawk og honum fannst í rauninni sem hann væri kominn í annan heim, gjörólíkan þeim, er hann þekkti í iðnaöarborg- um og iðandi þorpum og smábæjum í Miövesturríkjunum. Orville, sem kom nokkrum vikum seinna á stað- inn var hrifnastur af hinum geysi- miklu sandflákum, sem þarna voru. í bréfi til systur þeirra, Katrínar, segir hann m.a.: „Hvílíkur sandur. Sandurinn er það stórkostlegasta hér í Kitty Hawk og bráðum verður hér ekkert eftir nema sandur. Þar sem tjaldiö okkar er, var áöur frjósamur dalur, ræktaður af ein- 17. desember 1903: Stór stund í sögu mannkynsins — og sem betur fór var ljósmyndari til taks að festa atburöinn á filmu. Skrúfurnar snúast á fullu og drekinn hcfur hafið sig til flugs. Ekki virðist hafa verið hugsað fyrir hjólabúnaði. hverjum fornum íbúum Kitty Hawk. Nú standa aðeins fáeinir berir og fúnir trjátoþpar upp úr sandinum, leifar skógar, sem einhvern tíma hefur vaxið þarna. Sjórinn og vindur- inn hafa skolað og blásið upp milljónum lesta á milljónir ofan og fært allt í bólakaf, bæöi hús og skóga.“ Ofsinn, sem komið gat í veðrið þarna, átti eftir að koma þessum Daytonbúum á óvart. Vindbyljir af noröaustri vöktu þá oft í viku til að rjúka til aö bjarga tjaldinu, sem ætlaði að fjúka upp. En, eins og Orville sagði síðar, „við komum hingað í leit aö sandi og vindi, og viö fengum hvort tveggja." ískaldur næðingurinn var þeim fyrst til óþæginda, en þeir vöndust honum, eins og Wilbur skrifaði föður þeirra: „Til viðbótar viö eins, tveggja, þriggja og fjögurra-teppa nátta, þá eru hér núna fimm teppa nætur, einna og tvegqja vattteppa, logandi eld, síöan koma fleiri teppi og Framhald á bls. 14. © Wilbur Wright, eldri bróð- irinn. Eftir að flugið heppnaðist héldu þeir Wright-bræður áfram tilraunum. Hér sjást tilbúnir vængir í smiðju þeirra í Dayton. Orville Wright, yngri bróðirinn. sem fyrstur manna flaug vélknúinni 14. desember 1903: Wilbur gerir fyrstu tilraunina, liggjandi á maganum á neðri vængnum. Því miður tókst illa til og urðu óverulegar skemmdir. Þremur dögum síðar komst Orville á loft.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.