Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 12
Un "
m 1 fi j 1 1
H |i u\
r ,í
Séð yfir aðalsalinn í Hnitbjörgum —
myndin tekin hátt uppi, en sýningargesturinn sér aðeins upp undir verkin, sem standa flest á alltof háum stöllum.
Listasafn Einars Jónssonar
GEYMSLA
EÐA
GRAFHÝSI
sem hindrar fremur en örvar, að
verkin komi fyrir almennings-
sjónir, enda eru Þau hvert ofan í
öðru og njóta sín með eindæm-
um illa.
©
Snemma á þessu sumri var íbúö þeirra
hjóna, Önnu og Einars Jónssonar, opnuö
til sýnis. Nokkrar myndir birtust í blöðun-
um af því tilefni og var þaö sannarlega
tilbreyting, því venjulega er hljótt um
safnið og ævistarf Einars Jónssonar;
jafnvel dauöaþögn. Má til samanburöar
minna á Ásgrímssafn, sem Bjarnveig
Bjarnadóttir sér um, aö alltaf er eitthvað
aö gerast; sumarsýningar og vetrarsýn-
ingar, nýjar uþphengingar, jafnvel nýjar
myndir, sem gefnar hafa veriö safninu.
Enda þótt safn Einars Jónssonar sé
kastala líkast, er þaö versta safnhús, sem
ég hef nokkru sinni augum litiö. í rauninni
er þaö grafhýsi fremur en safn og þjónar
fremur þeim tilgangi aö verk Einars
Jónssonar komi ekki fyrir almennings-
sjónir.
Þaö var út af fyrir sig kraftaverk, aö
Einar skyldi mæta þeim skilningi á heimili
foreldra sinna í Galtafelli, aö hann gat
siglt utan til náms og alla tíö síöan gefiö
sig óskiptur aö myndsköpun. Hann er
vissulega einn af þeim stóru í myndlistar-
sögu okkar, en þrátt fyrir safniö, sem
geyma skyldi lífsverk hans nærri hjarta
höfuðstaðarins, er Einar lítt þekktur
meöal þess helmings þjóöarlnnar, sem er
undir þrítugsaldri. Hann gekk ekki í takt
viö breytt viöhorf í myndlist, sem fram
komu snemma á öldinni og hélt ótrauöur
sínu striki sem myndskáld. Verk hans eru
ýmist trúarlegs eöa táknræns eölis, oft
meö þjóölegu ívafi, en unnin undir merki
klassískrar höggmyndalistar.
Styttur þeirra Ingólfs Arnarsonar, Þor-
finns Karlsefnis, Jóns Sigurössonar,
Kristjáns IX. og Jónasar Hallgrímssonar
eru eftir Elnar og standa allar á almanna-
færi í Reykjavík. Þar er hinsvegar sorg-
lega lítiö aö sjá af verkum Einars, sem
telja má skáldskaparlegs eölis. Útilegu-
maöurinn víö Hringbraut er þó í áttina, en
rækilega falinn á bak viö stóran og
fallegan trjálund. Afsteypa verksins á
Akureyri nýtur sín þó ólíkt betur. Þaö er
til skammar, aö ekki skuii hafa veriö
komiö upp afsteypum af meiri háttar
verkum Einars svo sem Öldu aldanna,
Hvíld, Fæöingu sálarinnar, Úr álögum og
Dögun. Afsteypan af Öldu aldanna hefur
þó verið komið upp í Vestmannaeyjum
fyrir framtak Árna Johnsen o.fl. og var
þaö lofsvert. Standmyndir af
ákveönum persónum eru eitt og fjráls
höggmyndalist er annað. Reykjavík er
sæmilega búin listaverkum og raunar
ótrúlega margar höggmyndir á almanna-
færi, þegar betur er aö gáð. Yfirleitt eru
það frjáls höggmyndalist; flest verkin eftir
Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson,
en einnig prýöa borgina verk eftir Ragnar
Kjartansson, Ólöfu Pálsdóttur og fleiri.
Aö útilegumaöur Einars Jónssonar skuli
vera einasta frjálsa myndverk hans á
almannafæri í borginni er hreint ótrúlegt
og vitnar betur en margt annað um þaö,
aö Einar var á seinni parti ævi sinnar ekki
í náöinni hjá þeim sem réöu fyrir listpóli-
tíkinni. Hann einangraöist í Hnitbjörgum
og sú einangrun mun ekki hafa veriö
honum allfjarri skapi, því Einar var einfarl
í eðli sínu og sérvitur þótt hann væri vinur
vina sinna. Framúrstefna og nýtízku
höggmyndalist undir áhrifum frá kúbisma
og öörum rétttrúnaöi aldarinnar, var
honum ekki aö skapi. En þaö var náttúru-
lega ekki hægt aö líöa manninum aö
turnast ekki í byltingunum og svo langt
gekk dellan, aö sumir samtíöarmenn
Einars í listamannastétt, virtust trúa því
staðfastlega aö verk hans væru ekki
listræn eðlis. Meira aö segja er ekki ýkja
langt síöan Halldór Laxness kom því á
framfæri, aö Einar hafi ekki kunnaö
anatómíu. Þaö er aö sjálfsögöu ekki verri
fullyrðing út í bláinn en hver önnur og