Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 4
 J jf í 4 r :#r.i 4t I i a ' | a Rafeindatæknin gerir nútíma Þotuflug auðvelt og öruggt og svarar uatanaðkomandi áhrifum margfalt fyrr en mannleg hugsun gæti gert. viö New York og Heathrow-flugvallar viö London. Þetta flug tekur 6 klst. og 53 mín. Vegalengdin er 3456 enskar mílur eöa 5560,7 km. Um borö eru 373 farþegar, þar af 30 á sérstöku fyrsta farrými. Auk farangurs þeirra eru einnig um 9 tonn af vörum og pósti. Til eru nokkrar gerðir af 747 meö hámarks flugtaksgetu frá 660 þús. til 775 þús. enskra punda. í þessari ferö okkar til London er vélin 670.381 pund, en þar af eru 208.100 pund (117 þús. lítrar) flugeldsneyti af gerðinni A—1. 747 — vélin mun nota sem svarar 3.374 lítrum, til þess aðeins aö ræsa hreyflana og aka á brautarendann til aö bíöa flugtaks. Áætluö eldsneytis- notkun í fluginu sjálfu, skv. tölvuút- reikningi, eru 89.195 lítrar, en þá eru eftir í geymunum 24.373 lítrar, þegar komið er til London. Ef Heathrow-völlur er lokaður vegna þoku, getur vélin sveimað yfir, unz þokunni léttir, eöa flogið til einhvers annars lendingarstaðar á megin- landinu. Meöferö eldsneytisins er afar mikilvægt atriöi, þegar betur er aö gáö, þaö er ekki aðeins dýrt í innkaupi, heldur er það líka dýrt í meöförum. T.d. fer eitt gallon af fimm í geymunum til þess aö bera hin fjögur. Viö sjáum strax hvaöa afleiöingar þaö getur haft, aö setja of lítið eldsneyti á geymana. Vélin getur þurft aö millilenda meö öllum þeim aukakostnaöi, sem því fylgir, auk minna öryggis. Hins vegar, ef óþarflega mikiö eldsneyti er sett á, þá fer stór hluti þess í þaö eitt aö bera umframelds- neytiö sjálft. Viö skulum nú líta á áhöfnina í stjórnklefanum. Flugstjórnin er mað- ur með langan starfstíma aö baki og hefur skilað yfir 20.000 flugtímum í farþegaflugi, þar af um helmingi í þotuflugi. Flugmaöurinn hefur skilaö yfir eöa um 10.000 flugtímum og vélstjórinn 14.000 tímum. Allir veröa þeir aö undir- gangast stranga læknisskoðun þrisvar á ári: aðstoðar flugmaður o>í flugvélstjóri á Boeing 747 fara yfir stjórntæki áður en lagt er í Atlantshafsflug. jlbbi mrnmr Reyndu aö ímynda þér, aö 500 olíutunnum sé staflað á blettinn fyrir framan húsiö þitt. Samtals 95 þús- und lítrar og dygði til að hita upp meðalstórt hús í Norður-Ameríku eöa Noröur-Ameríku eöa Norð- ur-Evrópu í 15 ár! Á hinn bóginn, ef um væri aö ræða hreint flugbensín, sem auðvitað er mun orkumeira, væri þetta mátulegt magn til að fljúga Boeng 747 risa- þotu aöra leiðina yfir Atlanzhafiö! Reyndu nú aö ímynda þér sjálfan þig í flugstjórnarklefanum á 747 og hugsaðu þér, aö þú eigir aö ráða yfir öllu þessu eldsneyti, auk hundruöa annara atriða í stjórn- og tækjabún- aöi, sem þarf til þess aö fljúga þessari risaþotu um himinhvolfiö. Óteljandi minnislistar, sem fara þarf yfir, veöurkort, sem líta út eins og egypzkt myndletur, eldsneytisút- reikningar, þungi og jafnvægi, loft- skeytatæki, meö ýmis konar tíöni- svið, veöur-radar, Ijósmerki, suö, hringingar og önnur merki frá 21 mismunandi aðvörunarkerfum, flókin loftsiglingatæki, hitastig útblásturs- lofts frá fjórum þotuhreyflum, sem hver um sig gefur 45000 punda þrýsting, aksturshraði á flugbraut- inni, snúningshraði hreyfla, rishraöi vélarinnar, flughraöi, aöflugshraöi, lendingarhraöi, — svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er aðeins sýnishorn af öllu því sem flugstjóri, aöstoðarflugstjóri og vélstjóri á 747 veröa að muna í byrjun hverrar flugferðar, í feröinni sjálfri og viö komu til áfangastaðar. Hugsaöu um þetta, þegar þú, í næsta flugi þínu, ferð að hafa áhyggjur af því hvort flugfreyjan muni nú gleyma aö setja sítrónu í næsta vodkaglasið þitt eöa ekki Viðskiptaflug (hér nefnt svo, til aðgreiningar frá hernaöarflugi) er krefjandi og nákvæmt í allri fram- kvæmd. Stjórnendur farþegaþotu er meira en „bara“ flugmenn. Þetta eru velmenntaðir og reyndir menn á sérstöku og háþróuðu tæknisviði. Sviöi, sem nær yfir allt frá tölvubún- aði til ótal mæla, vísa, rofa, aö- vörunarljósa, rafeindarása og öörum tækniundrum, sem fram hafa komið til að gera það kleift að flytja farþega og vörur til allra heimshorna á áhrifamesta og öruggasta hátt, sem enn er til. Hvað síöara atriöiö snertir — öryggiö, — þá situr þaö í fyrirrúmi fyrir öllu. Hversu gaman heföi þaö ekki veriö, ef bræöurnir Orville og Wilbur Wright sem minnst er hér í annarri grein, heföu getaö veriö viðstaddir, í október 1958, þegar fyrsta farþega- þotan þaut yfir Atlanshafið og hóf þar meö hinar reglubundnu feröir milli Ameríku og Evrópu, sem staöiö hafa æ síðan. Síöan þá hafa farþega- og flutn- ingaþotur hins vestræna heims oröiö yfir 3500. Áriö 1977 flutti þessi flugfloti 475 milljónir farþega og 7,2 milljónir tonna af vörum og pósti. En nú um þessar mundir eru þessir gömlu flugjálkar, Boeng 707 og Douglas DC—8 aö víkja fyrir risunum: 747, McDonnell-Douglas DC—10, Lockheed L—1011 og Fransk- Þýzku vélinni A—300 Airbus. Og tveggja-hljóöhraða þotan Concord er að reyna að koma sér á framfæri. Augljóst er aö sífellt hraö- fleygari vélar munu koma fram, vélar, sem fljúga með hraöa, sem táknaöur er meö oröum eins og „supersonic" og „hypersonic" og endar það sennilega með „geim- skutlunni“ frægu, sem vísindamenn (a.m.k. þeir bjartsýnu) segja aö muni einn góöan veöurdag veröa í reglu- legu áætlunarflugi milli jaröar og stööva útí geimnum, 22.300 mílur í burtu og, nú, hver veit hvaö svo tekur viö? En eitt er víst: Orville og Wilbur hefðu orðið hreyknir. Reyndu nú einnig aö ímynda þér smástund, aö þú sitjir fyrir aftan þriggja manna áhöfn 747 og horfir yfir öxl þeirra og fylgist meö þeim t.d. í flugferð milli Kennedyflugvallar Litið inn í stjórnklefa nútfma farþegaþotu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.