Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Blaðsíða 7
verða æ meðvitaðra um orðnotkun sína. Leikfangaframleiðendur hafa vissulega tekið mið af þörfum barna til að heyra og tileinka sér hvers konar hljóð. Þau eru ófá, leikföngin sem hægt er að hrista, skoppa, velta, slá á, berja og snúa og fá eitthvað hljóð úr þeim um leið. Því miður er það hins vegar oft þannig, að þeir, sem freistast til að kaupa þessi leikföng handa barninu, fara fremur eftir útliti leikfanganna en hljómi þeirra. Barninu er það hins vegar meira í mun að hafa hljóðin af fjölbreyti- legra taginu, heldur en þó ásýnd leikfanganna sé skrautleg. Það skiptir líka afar miklu máli, að þeir sem kaupa leikföng af þessu tagi, geri sér grein fyrir, til hvers á að nota þau. Á að berja á þau, bara eins og hugarflugið býður til að fá hljóm úr þeim, eða á að vera hægt að spila á þau? Og ef á að vera hægt að spila á þau, er þá hægt að leika einhver raunveruleg lög sem barnið þekkir, eða eru nóturnar falskar og óáheyrilegar? Reyndar er annar valkostur fyrir hendi en sá að kaupa hljóð- færi handa barninu, og hann er sá að hjálpa því til að búa til eigin hljóðfæri. Þau geta verið af marg- víslegu tagi: blásturshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri, strengjahljóð- færi og skröpur, hristur og smell- ur. Bara það að flokka hljóðfærin í ofantalda og jafnvel fleiri flokka er tónlistaruppeldi af ákveðnu tagi. En börn eru ennfremur stolt og ánægð yfir því sem þau búa til sjálf. Því er mikilvægt að örva sköpunargleði þeirra, án þess að innræta þeim gildismat af því tagi að eitthvert eitt hljóðfæranna, sem þau búa til, sé best, fallegast osfrv. Meira að segja eldspýtna- stokkur með nokkrum grjónum í getur verið merkilegt hljóðfæri í augum þess, sem hefur búið til, þó sumir myndu kalla það „rusl". Það er varhugavert að setja einkunn á ímyndun barnsins á þennan hátt. Það getur orðið til þess að barnið glati sjálfstraustinu gagnvart eig- in sköpunarhæfni. Það er líka hægt að búa til tónverk eftir stuttum sögum eða ævintýrum. Þá er sérhverjum atburði í sögunni gefinn sérstakur hljómur, og barnið örvar ímyndun sína og hugarflug með því að tengja ákveðna atburðarás saman í tónverkinu. Ennfremur má skrifa tónverkið niður, og þannig má leika tónverkið aftur og aftur. Hvert hljóðfæri er þá merkt með ákveðnum táknum, og hvort leikið er hart eða mjúklega á hljóðfærið getur svo ráðist af því, hvort táknið er skrifað feitu eða grönnu letri. Úr þessu geta orðið margir skemmtilegir tónlistarleikir. Smám saman ætti að vera hægt að fá börnin til að teikna svipuð tákn við tónlist sem þau heyra af plötum, og biðja þau á þann hátt að lýsa með litum og táknum hvernig þau túlka tónlistina sem þau heyra. Þannig, ættu börnin að geta smátt og smátt gert upp við sig hvað þeim finnst „góð“ tónlist óg hvað ekki. Allt miðar að því, að þau geti þegar fram líða stundir þroskað sinn eigin, sjálfstæða tónlistarsmekk. Fastir liðir voru eins og venju- lega: Búizt var viö mikilli umferö á Þjóövegum landsins á verzlunar- mannahelginni og allur undirbún- ingur pottbéttur og helzt í líkingu viö hnitmiöaða innrásaráætlun. Umferðarráö var alltaf annaö veif- iö í útvarpinu eins og hvert annaö herforingjaráö, Þaöan sem innrás- inni yröi stjórnaö á D-dag. Hver sérfræðingurinn á fætur öörum ræddi meö alvöruÞunga um nauö- syn Þess aö taka nú með sér auka viftureim og FÍB var Þátttakandi í innrásinni og tilkynnti um Þjón- ustu- og viðgerðabíla, sem yrðu á Þönum á vegunum. Á undanförnum árum hef ég ekki Þurft á Þessari frábæru Þjónustu aö halda, einfaldlega vegna Þess aö ég hef forðast að standa í ferðalögum Þessa helgi. Nú höguöu atvikin Því hins vegar svo, aö ég Þurfti aö komast noröur til Húsavíkur Þessa miklu farandhelgi, Þegar manni skilst, aö Þjóöin unni sér ekki hvíldar, en sé á einni Þeysireiö á vegunum. Á sunnudagsmorgni, Þegar átti aö leggja íann, haföi lekiö úr dekki og Þótti óráölegt aö fara án varadekks. En Þegar búiö var aö hringja í öll dekkjaverkstæöi í símaskránni, kom í Ijós, að ekki eitt einasta Þeirra var opiö. Mér datt í hug aö spyrja herforingja- ráöiö, sem stýröi innrásinni. En Því miöur; Þaö svaraöi ekki hjá Umferöarráöi, — Þeir voru víst ekki komnir á fætur. Og lögreglan vissi ekki neitt um Þetta. Hjá FÍB Þuldi símsvari eitthvaö sem eng- inn stoö var í, og ekki var Þar minnst einu oröi á, hvernig sá vandi yröi leystur aö gera viö bilaö dekk. Kannski stæöi ein- hversstaöar eitthvaö í dagblööun- um um sérstaka Þjónustu á verzl- unarmannahelgi. En eftir aö hafa pælt í gegnum pau öll, var Ijóst aö Þar var ekki minnst einu orði á neitt slíkt. Þaö leit helzt út fyrir, aö Þetta yröi förin, sem aldrei var farin, vegna Þess aö einhver nauösynlegasta Þjónusta, næst Því aö fá bensín á bílinn, var ekki til. Máliö fékk Þó óvæntan og farsælan endi; Nýbaröi í Garöabæ opnaöi dyr sínar Þegar lengra leiö framá. En Þeim haföi ekki pótt taka Því aö auglýsa Þaö og herfor- ingjaráöunum hefur ekki Þótt taka Því aö nefna Það. Nú virtist allt í stakasta lagi; sólin skein á hnjúka og falleg sumarský mynduðu flöktandi skugga í hlíðum fjallanna. Uppi á Kjalarnesi var byrjaö aö aka í mekki, sem varö líkastur dimmri Þoku í Hvalfiröinum. Eftir aö hafa komizt framúr nokkrum lestar- stjórum bar ekki til tíðinda unz komiö var á Holtavörðuheiöi. Þá kviknaöi rautt viðvörunarljós í mælaboröi, svona rétt til aö iáta vita af Því, aö ekki væru nú hemlarnir alveg eins og skyldi. Enda leyndi Þaö sér ekki: Fetinn fór í botn að aöeins Þar öriaöi fyrir hemlun. Maöur reyndi nú samt aö pota sér áfram, enda hlutu pessir margauglýstu FÍB-bílar aö vera á næstu grösum; af einhverjum ástæöum höföum viö pó ekki rekizt á neinn Þeirra allar götur úr Reykjavík. Þar aö auki hlaut aö vera opin einhver neyöarpjónusta noröan heiöa, Þó ekki væri nema Þessa einu helgi ársins, Þegar Þjóöin heldur sig á vegunum. Æ, Það var nú ekkert svoleiöis í Hrútafiröinum enda gerir maður sér yfirleitt ekki vonir um eitt eöa neitt í Hrútafiröinum og bezt aö vera sem fijótastur Þar í gegn og um aö gera aö ergja sig ekki á Því að líta á landslagið. Áfram var staulast, alla leið á Þann stóra staö Blönduós. „Hér er allt lokaö“ sögöu Þeir í sjoppunni á Blönduósi. En hjálp- samur strákur bauöst til aö hvíla sig á plokkmaskínunni og fylgja mér til manns vestur í piássi, sem væri laginn viö vélar. Hann geröi Þaö sem hann gat; leit á kramið og sá, aö Það var nógur bremsu- vökvi á báðum kerfunum. „Það hlýtur aö vera vakúmið“, sagði hann, „loftkúturinn hlýtur aö hafa bilaö“. En meira gat hann ekki gert. Næst var aö athuga málið í Varmahlíð og Þar var merkilegt nokk, opið verkstæöi fyrir trakt- ora og landbúnaðarvélar. En leyndardóma hinna æöri hemla- kerfa kváðust menn ekki Þekkja Þar. Einhverra hluta vegna var enginn FÍB-bíll í Varmahlíð, en i útvarpinu glumdu tilkynningar frá herforingjaráöinu syöra, um aö menn skyldu nú hafa meö sér auka viftureim. Mér var um og ó aö leggja á Öxnadalsheiöina en höfuöstaöur Noröurlands var nú eina vonin úr Því sem komiö var. Þá var komið kvöld og ekki vissi neinn tii Þess aö FÍB-bílar heföu sóst Þar. Og hafi eitthvert verkstæöi haft opið aö deginum, sem ekki er víst, voru allsstaöar lokaðar dyr. Leigubílstjórar á Akureyri vissu ekki til Þess að neina Þjónustu væri aö fá af Þessu tagi; Þaö væri enginn heima, allir akandi ein- hversstaöar úti á vegum. Þaö var ekki fyrr en á Þriðju- dagsmorgni eftir verzlunar- mannahelgi og Þá á Húsavík, að hægt var aö fá viögerð. Loft haföi komizt inná hemlakerfiö aö fram- an; Þaö var nú allt og sumt, en nóg til Þess aö maður veröur hálfpartinn meö lífiö í lúkunum að paufast áfram í mekkinum. Aö sjálfsögöu er paö eitt af pví, sem alls ekki á aö geta komiö fyrir. En Það á heldur ekki aö geta komið fyrir, að mótorar detti undan Þotum á flugi. Þannig er tæknin; hún bregst einatt, Þegar verst gegnir og hérumbil víst aö Þá springur einmitt, Þegar varadekk- iö er ekki meö. Vonandi hafa viögeröarbílar frá FÍB veriö til annarsstaðar en í útvarpstilkynningum, Þótt ekki yröi Þeirra vart fyrir mestöllu Noröurlandi. Umferðarráð og um- feröarnefndir hafa örugglega í samráöi viö FÍB og samtök bif- reiðaverkstæöa, séö til Þess aö neyöarÞjónustu væri haldiö uppi Þessa helgi, Þegar Þjóöin berst í rykmekki Þjóðveganna ellegar svaöinu, sem er hinn valkosturinn. Mér tókst bara ekki aö finna Þessa Þjónustu í 5 sýsl- um og enginn sem ég ræddi viö, vissi til Þess aö hún væri til. Þess konar aukaatriöi eru hins- vegar ekki á dagskrá í tilkynning- um herforingjaráöanna og Þeir sem ekki geta reddaö helztu bilunum meö extra viftureim, eiga ekki betra skiliö en sitja í súp- unni. Gísti Sigurösson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.