Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Side 6
Jakob S. Jónsson tók saman Fyrir nokkru kom út hjá sænska bókaforlaginu Rabén & Sjögren bókin „Barn och musik“, Börn og tónlist, eftir Margit Kiintzel-Hansen. í bókinni er greint frá ýmsu fróðlegu í sam- bandi við börn og hljóð í um- hverfi þeirra og fjallað um, hvernig megi nota ímyndun og frjálsa sköpun til að þroska iónlistarsköpun þeirra og tónlist- arsmekk. Bókin kennir einnig itvernig búa má til einföld hljóð- íæri og tákn til að leika eftir, og hvernig hægt sé að kenna börn- um að hlusta á tónlist og gera teikningar eftir henni. í þeirri grein sem hér fer á eftir, verða rakin helstu atriðin, sem fram koma í bókinni, en þess skal getið, að hún var upphaflega gefin út á þýsku undir heitinu „Musik mit kindern“. Börn kynnast alls kyns hljóðum mjög snemma. Útvarp eða grammófónn miðlar tónlist og talmáli, en hljóðgjafar af öðru tagi eru líka fyrir hendi: þegar verið er að búa til mat og það sýður í pottunum, skáphurðum er skellt aftur, lagt er á borð, vaskað upp, þurrkað og sett í skápa aftur; alls kyns hljóð berast inn um gluggann: bílar keyra framhjá, börn eru að leik úti í garði, og þannig mætti lengi telja. Litla barnið, sem nemur öll þessi hljóð, fer brátt að kannast við sum þeirra, þegar þau endurtaka sig aftur og aftur. Fljótast lærir það þó trúlega á rödd móðurinnar, og tengir hana ljúfum stundum: þeg- ar það fær að borða, þegar því er þvegið, strokið og kjassað. Smám saman fer barnið að reyna að láta að sér kveða. Það fer að „tala“ eða „syngja“ með. Barnið þekkir ef til vill aftur eitthvert lag sem heyrist oft í útvarpinu eða af hljómplötu, og fer aðdlalla á ákveðnum stöðum í laginu. Eins gefa segulbandsupptökur, sem gerðar hafa verið í rannsóknar- skyni, til kynna, að smábörn hjala gjarnan eða lalla þegar aðrir í herberginu syngja eða tala upp- hátt. Að sjálfsögðu er barnið ekki lagvisst í þeim skilningi sem við leggjum í það orð, og það er enda ekki það sem máli skiptir í þessu tilviki. Barnið er að læra á um- hverfi sitt, þau hljóð sem það nemur í því og er að þjálfa sig í að læra þau og endurflytja þau. En börn „semja" gjarnan eigin tónlist líka, ef svo má að orði komast. Segulbandsupptökur af börnum sem raula um leið og þau skoða myndabækur, sýna að börn á aldrinum tveggja til þriggja ára hafa stærri tónaforða en ætla mætti. Á þessu skeiði skiptir orðið engu sérstöku máli, þau eru stund- um höfð með, en í texta barnsins er ekkert samhengi. Þá skiptir miklu máli, að foreldrar barnsins, eða það fullorðna fólk sem í því heyrir, bregðist ekki rangt við, og krefjist þess að barnið syngi þannig að skiljist: „Hvaða bull ertu að syngja, það er ekki hægt að botna neitt í þessu hjá þér, greyið!“ Það getur orsakað örygg- isleysi hjá barninu gagnvart sjálfu sér, og ef til vill syngur það ekki á þennan frjálsa hátt nema þegar það er visst um að enginn heyri til. Börnum er eiginlegt að hreyfa sig mikið eftir tónlist og hljóðum. Eins árs gömul börn klappa sam- an höndunum og hreyfa sig, oft að frumkvæði einhvers fullorðins, en tveggja ára gömul börn fram- kvæma iðulega sjálfkrafa hreyf- ingar undir tónum. Þau snúa sér í hringi, dansa um og hreyfa hend- urnar á ótal vegu. Ætla má, að sú þjálfun sem barnið fær með því að hreyfa sig undir tónlist, hjálpi því einnig í leikjum þess. Barnið verður bíll, sem brunar af stað sem tilheyr- andi hljóðum og hamagangi, eða það baðar út höndunum og hermir eftir vélarhljóði og leikur flugvél. Einnig getur upplifun af ýmsu tagi orðið hvati leikja af svipuðu tagi: skókassinn er kastali, sem þarf að ráðast á og leggja í rúst, síðan verður hann skip sem ferst á vofeiflegan hátt, og að endingu bílskúr sem bílunum er ekið inn í og gert við þá — og allt á þetta sér stað með viðeigandi hljóðum og hljóðgervingum: Herinn sem legg- ur kastalann í rúst hrópar heróp sín, og kastalinn hrynur með bauki og bramli, öldurnar brotna yfir skipið og vindurinn hvín, bílarnir keyra höktandi inn í bílskúrinn þar sem gert er við þá. Fjölskrúðugt ímyndunarafl barnsins getur búið til flest úr fæstu, og nær undantekningar- Iaust er röddin nýtt og virkjuð í leikinn. Og smám saman lærir barnið á hljóðin í umhverfi sínu, fer að geta greint þau sundur og skilja hvað þau fela í sér. Það ber hins vegar að hafa í huga, að þetta er hreint ekki svo einföld atburðarás, einkum þegar þess er gætt, að eyrað getur greint á milli um 400.000 hljóða og vel það. Aukin reynsla okkar gerir okk- ur síðan kleift að átta okkur á því sem er að gerast þegar við heyrum eitthvert ákveðið hljóð, og okkur er þannig ekki alltaf nauðsynlegt að sjá smiðinn þó við heyrum höggin í hamrinum; við heyrum og reynsla okkar gerir að verkum að við áttum okkur á því sem um er að vera. Lítil börn eiga það til, ef þau greina ekki eitthvert orð, til dæm- is að taka, í einhverjum söng, að setja annað orð í staðinn þannig úr verður samhengisleysa, eða þau búa hreinlega til einhverja orð- leysu í staðinn. Kennarar í for- skólum rekast gjarnan á börn, sem hafa þannig breytt einhverju misskildu vísu orði eftir eigin geðþótta. Þetta á sér þá skýringu, að það sem barninu er málfarslega ekki ljóst — og enginn gerir sér far um að útskýra fyrir því — hagar barnið eins og því fellur best samkvæmt eigin orðaforða og ímyndun, og pælir svo ekki meira í merkingunni, þar sem kröfum hrynjandans er fullnægt. Barnið langar til að tala. Það vill segja frá og nota orð til að lýsa umhverfi sínu, tilfinningum og löngun. Orðaforðinn eykst hins vegar ekki eingöngu með því að barnið lærir orð og orð á stangli, sem það heyrir í útvarpi, sjón- varpi eða hjá pabba og mömmu. Það er mikilvægt að þeir, sem eru í nánasta umhverfi barnsins gefi sér tíma til að hjálpa því, tala skýrt og greinilega við það og útskýra merkingu nýrra orða. En það er ekki síður mikilvægt að barnið sé þegar frá upphafi örvað til að tala og útskýra sjálft og vera ófeimið við að spyrja. Tónlistin getur haft í þessu sambandi mjög mikilvægu hlutverki að gegna; en til þess að barnið geti gert grein- armun á þeim hljóðum sem það heyrir, verður það að geta sagt með orðum, hvers konar hljóð það heyrir. Að öðrum kosti getum við ekki vitað, hvaða hljóða það getur greint á milli. Meðan á leiknum stendur, út- skýrir barnið hvað hljóðin merkja: „Nú tekur bíllinn minn af stað. Hann beygir fyrir hornið, nú nem ég staðar, og það ískrar í brems- unum.“ Þennan eiginleika barnsins er auðvelt að örva. Annað hvort foreldri þess getur, til dæmis að taka, sýnt því stóra blikkdós og spurt, á hvaða hátt megi ná fram eins mörgum hljóðum eða tónum úr dósinni. Svörin geta verið af ýmsu tagi: „Það má slá í hana með skeið“. Það má strjúka bursta eftir henni.“ „Ég get velt henni eftir gólfinu." „Við skulum strjúka nagla eftir henni.“ „Klóra hana með nöglunum." Síðan má spyrja barnið, hvernig hljómurinn verði, og biðja það að lýsa hljóðinu. Allt hjálpar þetta, ásamt öðru, til að auka við orða- forða barnsins og hjálpa því til að ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.