Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Qupperneq 10
SAM;
TALI
SKARÐI
Guðni með einn af gæðingum
sínum. hlaupagamminn Ola,
sem er rósemin uppmáluð, en
færist heldur en ekki í aukana á
sprettinum og hefur reynst
sigursæll á kappreiðum f sum-
ar.
Unga húsfreyjan í
Skarði, Fjóla Runólfs-
dóttir og ungur og upp-
rennandi Skarðsbóndi,
sem að sjálfsögðu heitir
Guðni. Kristinn faðir
hans var hinsvegar í hey-
skap annarsstaðar.
„En Þetta er félagsbú hjá
ykkur Kristni.“
„Það er ekkert andskotans
félagsbú, það er, bara sameigi
okkar. Félagsbú er einhver
framsóknardrulla og hananú."
Dóra:
„Við skulum heldur segja
Framsóknarskilgreining."
Guöni: „Þaö er bara framsóknar-
drulla og skrifaðu það.“
„Já, ég er búinn aö skrifa Það og
Því fylgir auövitað kveöja til landbún-
aðarráðherrans og annarra fram-
sóknarmanna eins og segir í óska-
lagaþáttunum. En hvaö í búskapnum
bykir bér skemmtilegast?
„Líklega finnst mér skemmtilegast
að taka féð á haustin, gaman að sjá
það allt saman komið eftir sumariö. Eg
fer langt meö að þekkja allt mitt fé, er
sæmilega glöggur held ég. Samt get ég
ekki sagt, aö ég standi í tilfinningasam-
bandi viö skepnurnar. Hesta sel ég svo
aö segja á hverjum degi — læt allt
gossa og hefði alveg eins getaö oröiö
kaupmaöur. Ég lít fremur á fénaðinn
sem framleiðslutæki en nána persónu-
lega vini.“
„Eru ekki beitarhús löngu aflögö?“
„Nei, viö höfum beitarhús hér inn
meö fjalli, þaö er varla hægt aö hafa
svona margt fé heima á hlaöi. Jafnfall-
inn snjór liggur sjaldan til langfram?
því hér er frekar vindasamt. Mér leiði...
snjór alveg ofboöslega og finnst alltaf
góö tíð þegar snjólétt er. Vegurinn
lokast furöu sjaldan vegna snjó-
þyngsla, en varö þó ófær í heila viku í
vetur og mér leið illa á meðan. Maður
þarf oft aö vera á flakki, bæöi vegna
Það tímanlega og eilífa í Skarði — kirkjan, sem er nýmáluð og vel við
haldið, virðulegar traðir heim að gamla bænum og kindakofar frá fyrri
tíð.
hreppstjórastarfsins og búsins og
margur er nú fundurinn. En viö þurfum
ekki endilega aö sækja alla skapaöa
hluti til Reykjavíkur nú oröiö, til dæmis
er komið bankaútibú á Hellu."
Þægindi eins og sjálfvirkur sími og
bankaútibú væru þó lítils viröi ef ekki
heföi tekizt aö vinna bug á landeyöing-
unni, sem malaði niöur gróöurlendin.
Þegar farið er austur hjá Bjalla og upp
í Landréttir, blasir eyöimörkin viö
handan Ytri Rangá. En nú er landiö
meira og minna aö gróa upp og
áburðarflugvélin, sem sífellt sést á
sveimi, er merki um það stórátak sem
Landgræöslan hefur staðiö fyrir.
Guöni sagöi að gífurleg breyting
heföi átt sér staö í Skarðslandi eftir aö
Landgræöslan kom til skjalanna. Hann
minnist þess, aö stundum gat orðið allt
aö því rökkur á miöjum degi, þegar
verstu sandbyljirnir gengu yfir. Eitt af
því sem þurfti aö gera á ári hverju i
Skaröi hér fyrr meir, var aö moka
sandsköflum af túninu og flytja burtu á
hestvögnum. Bæöi þaö og annað
byggöist á handafli og engin furöa, aö
menn voru oft útslitnir fyrir tímann.
Guöni: „Nú oröiö vinn ég lítiö; líklega
vinna fáir bændur minna. Ég á feyki-
lega duglegan son og marga daga
snerti ég ekki á verki. Ég get heldur
ekki sagt aö mér finnist ég þjakaöur af
of mikilli vinnu. En þaö fer mikill tími í
félagsmál og ekki síöur hjá Dóru.“
Dóra: „Iss, þaö tekur ekki aö tala um
það.“
„Ertu í forsvari í einhverjum sam-
tökum eða félagi?“
„Já, ég er búin aö vera formaður
kvenfélagsins hér í Landsveit í 18 ár.
Guöni: „Er þetta ekki helvíti gott
félag.“
Dóra: „Hópurinn er góöur og nær vel
saman".
„Eitt sinn heyröi ég pig halda ræöu
í afmæli og man vel, aö þú fórst létt
með það.“
Dóra: „Maöur þjálfast. Nýlega var ég
á þingi Kvenfélagsambands íslands og
flutti þar erindi um þjónustu í dreifbýli.
Ég tel aö viö búum viö mjög skertan
hlut í sambandi viö framhaldsskólana,
— þar er aöstaðan ósambærileg.
Krakkarnir eru í rauninni farin aö
heiman, ef þau eiga aö geta sótt skóla.
Hjá hjónum meö stóran barnahóp
veröur ókleift aö mennta börnin af
kostnaðarástæðum; nú kostar um
hálfa milljón vetrarlangt í heimavist-
arskóla.“
Guöni: „Þjónustan já. Hún er nátt-
úrulega svona og svona og samt
blöskrar mér bruðlið. Mér ofbýður aö
sjá alla þessa þjónustubíla akandi um
sveitir í lestum. Þaö eru skólabílar,
mélbílar, olíubílar, póstbílar, mjólkur-
bílar og ég veit ekki hvaö. Áöur fyrr var
hægt aö sameina þetta og mjólkurbíli-
inn flutti méliö og póstinn og jafnvel
krakkana í skólann."
„En fækkar fólki í Landsveit?"
Dóra: „Já, því hefur fækkaö mikiö á
þeim árum sem ég hef búiö í Skaröi; nú
eru aö ég held 27 býli í sveitinni. í
Hvammi var þríbýli þegar ég kom
1950; nú búa þar þrjár manneskjur. í
Hellnahverfinu bjuggu 15 manns þá, —
nú er þar einn maður. í Króktúni voru
4, — nú er sá bær í eyði. í Fellsmúla
voru 6—10 manns, — nú býr prestur-
inn þar einn. En sveitin er eins og ein
fjölskylda og viö höldum samkomur í
Brúarlundi; stundum spilum viö fé-
lagsvist og á þorrablótum eru heimatil-
búin skemmtiatriöi."
Þú kvaöst ekki standa í tilfinninga-
sambandi við skepnurnar, Guöni. En
hvaö um jöröina. Væri þaö óbærileg
tilhugsun aö veröa aö flytja frá
Skarði?“
Guöni þagöi lengi. Dóra leit á hann
og brosti; vissi sýnilega að þessu
mundi hann ekki svara nema á einn
veg. Hann sagöi:
„Ég held aö mér þætti sú tilhugsun
óbærileg. Viö höfum nú búið hér mann
fram af manni síðan 1850. Ég gæti ekki
fariö, því ég er tilfinningamaöur og
trúmaöur og get alveg grátiö meö
bændum, sem veröa aö bregöa búi og
flytja."